Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 568 svör fundust
Hver er munurinn á heila karla og kvenna?
Karlar og konur eru ólík á ýmsan hátt, bæði í útliti og hegðun. Þar sem öll hegðun er afleiðing af virkni taugakerfisins hlýtur ólík hegðun kynjanna að eiga sér rætur í ólíkri gerð og starfsemi heila karla og kvenna. Rannsóknir hafa sýnt fram á að slíkur munur er til staðar þótt ekki sé enn að fullu ljóst hvað vel...
Hvernig notar maður formalín til að hreinsa bein?
Í upphafi þessa svars er rétt að taka fram að formalín er ekki notað til að hreinsa bein. Formalín er notað til þess að varðveita líkamsvefi í sýnum og við líksmurningu eða sem lausn til sótthreinsunar. Ástæðan fyrir þessari notkun formalíns er sú að það hefur bakteríudrepandi áhrif. Því er hægt að varðveita líkam...
Af hverju kallast fræðigreinin sálfræði þessu nafni?
Sálfræði á sér langa sögu á Vesturlöndum en orðið sálfræði er þó ekki svo ýkja gamalt. Aristóteles skrifaði ritið Um sálina um 350 f.Kr. Sálfræðilegar athuganir er líka að finna í Biblíunni, bæði í Gamla og Nýja testamentinu (Macnamara, 1999) og í ritum Ágústínusar (til dæmis í Játningum hans frá um 400 e.Kr.). Þá...
Hverjar eru helstu orsakir heimilisofbeldis og hversu algengt er það á Íslandi?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Mig langar að vita um helstu orsakir heimilisofbeldis og hversu algengt það er hérna á Íslandi? Og hverjir gerendurnir eru og þolendur? Almenna hugmyndin um heimilisofbeldi er líkamlegt ofbeldi milli fullorðinna einstaklinga sem eru í sambúð eða deila heimili. Þess vegna er ein...
Eru til margar séríslenskar tegundir af köngulóm sem hafa þróast hér?
Öll spurningin hljóðaði svona: Sæl verið þið. Við strákurinn minn vorum að lesa að á Íslandi eru 80 tegundir af kóngulóm! En hvernig komust þær til Íslands? Og eru þær kannski margar séríslensk tegund, þróaðar út frá fáum tegundum sem tókst einhvern veginn að koma hingað? Þetta er frábær spurning sem tilhey...
Eru maurategundir ágengar á Íslandi?
Nær öll dýr sem finnast á Íslandi í dag námu land eftir síðustu ísöld.[1] Staðsetning landsins í miðju Atlantshafi er ekki mjög heppileg fyrir landnám dýra[2] en landnám og búseta manna með tilheyrandi búfénaði, varningi og verslun við önnur lönd hefur auðveldað nýjum dýrategundum að berast til landsins. Öldum sam...
Hver er hæsta frumtalan?
Svarið er að hæsta frumtalan er ekki til og frumtölur eru óendanlega margar. Frumtölur eða prímtölur (prime numbers) eru tölur sem engar aðrar heilar tölur ganga upp í en 1 og talan sjálf. Þær er með öðrum orðum ekki hægt að skrifa sem margfeldi af tveimur eða fleiri öðrum tölum. Þannig eru bæði $2$ og $3$ fru...
Hvernig varð höfuðlúsin til?
Höfuðlúsin (Pediculus humanus capitis) og fatalúsin sem einnig er nefnd búklús (Pediculus humanus humanus) eru dæmi um útsníkla, en svo nefnast sníkjudýr sem lifa utan á öðrum lífverum. Ekki er mikill munur á þessum tveimur deilitegundum en vistfræði þeirra er nokkuð ólík. Eins og nafnið gefur til kynna lifa höfuð...
Getið þið sagt mér eitthvað um skarfakál?
Skarfakál (Cochlearia officinalis) er af krossblómaætt (Cruciferae). Það vex víða meðfram ströndum landsins en finnst einnig inn til sveita. Skarfakál vex best þar sem jarðvegur er þykkur eða moldríkur, til dæmis við lundaholur og við bæi við ströndina. Í Íslenskum sjávarháttum eftir Lúðvík Kristjánsson segir að s...
Hvernig virkar Morsekóði og hver fann hann upp?
Morsekóðinn er samskiptamáti þar sem mislöng hljóð, ljósmerki eða önnur tákn eru notuð í stað bókstafa og tölustafa. Stutt hljóð eða ljósmerki er táknað með punkti ( . ) og langt með striki ( _ ). Hver bókstafur eða tölustafur er gefinn til kynna með tiltekinni samsetningu af stuttum og löngum táknum. Þannig má se...
Af hverju fær maður ónotatilfinningu þegar maður heyrir sum ískurhljóð?
Upphaflegar spurningar voru eftirfarandi: Af hverju finnst manni ískur svona óþægilegt? (Magni) Af hverju fæ ég mikla ónotatilfinningu þegar ég kem við eða heyri einhvern koma við einangrunarplast? (Sveinn) Sum hljóð, svo sem sírenuvæl eða loftvarnarflautur, geta vakið með manni ónotatilfinningu vegna þess ...
Er lambablóð í Guinness-bjór?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Er notað lambablóð við bruggun á Guinness-bjór? Ef ekki, af hverju er hann þá svona járnríkur og hressandi?Flökkusögur spretta oft upp í kringum fyrirbæri sem almenningi er tíðrætt um. Það er einmitt raunin með dökka Guinness-bjórinn. Hann hefur verið bruggaður síðan 1759 og...
Hvaða málmur hefur mestan eðlismassa?
Eðlismassi (e. specific mass, mass density) efnis er skilgreindur sem massi tiltekins rúmmáls af efninu og yfirleitt táknað með einingunni g/cm3 eða kg/l (kílógrömm á lítra) sem er sama talan. Ef efni hefur til dæmis eðlismassann 3 þá hefur einn lítri af því massann 3 kg og einn rúmsentímetri er 3 grömm. Um þe...
Hvað er áttuhvolf og hvað þarf margar rafeindir til að metta fjórða hvel og ofar í frumeindum?
Með áttuhvolfi eða áttureglu (e. octet rule) er átt við að fyrir frumefni innan aðalflokka lotukerfisins, það er að segja flokka 1 - 2 og 13 - 18, gefi átta rafeindir í gildissvigrúmum stöðuga rafeindaskipan. Ástæðan fyrir þessu er sú, að innan þessara flokka efna er verið að fylla svokallað s-svigrúm og þrjú p-sv...
Gæti verið að úlnliður sé komið frá úlfliðr, sbr. þegar Fenrisúlfur beit höndina af Tý?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Varðandi svar við spurningunni: Hvers konar úln er í úlnliði? Gæti verið að úlnliður sé komið frá úlfliðr? Í Gylfaginningu segir frá því er Týr gefur upp hönd sína: „... þá beit hann höndina af, þar sem nú heitir úlfliðr, ok er hann einhendr ok ekki kallaðr sættir manna.“ ...