Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju fær maður ónotatilfinningu þegar maður heyrir sum ískurhljóð?

Heiða María Sigurðardóttir

Upphaflegar spurningar voru eftirfarandi:

  • Af hverju finnst manni ískur svona óþægilegt? (Magni)
  • Af hverju fæ ég mikla ónotatilfinningu þegar ég kem við eða heyri einhvern koma við einangrunarplast? (Sveinn)

Sum hljóð, svo sem sírenuvæl eða loftvarnarflautur, geta vakið með manni ónotatilfinningu vegna þess að þau eru til marks um eitthvað slæmt. En svo eru líka til hljóð sem eru einfaldlega óþægileg í sjálfu sér, jafnvel þótt þau séu vitameinlaus. Höfundi finnst til dæmis alveg hræðilegt að heyra ískur í frauðplasti. Sumir þola ekki að heyra fólk bryðja klaka, aðrir fá klígju þegar diskur er rispaður með gaffli og sígilt dæmi er að hárin rísi þegar nöglum er strokið eftir krítartöflu.

Hljóð eru yfirleitt sett saman úr margs konar tíðni, sjá svar sama höfundar við spurningunni Hvað ákveður nákvæmlega tónhæð hvers tóns? Í fyrstu gæti virst sem öll þessi óþægilegu hljóð sem nefnd voru hér á undan ættu það sameiginlegt að vera hávær hátíðnihljóð, en svo er ekki endilega þegar betur er að gáð. Halpern, Blake og Hillenbrand (1986) umbreyttu óþægilegum hljóðum með því að sía úr tóna af vissri tíðni. Þessi breyttu hljóð voru svo spiluð fyrir fólk, og kom þá í ljós að það voru ekki hátíðnitónarnir heldur fremur tónar af lágri og miðlungs tíðni sem þóttu ógeðfelldir. Styrkur hljóðsins hafði ekki mikil áhrif, tónarnir þóttu jafnóþægilegir hvort sem þeir voru spilaðir hátt eða lágt (hljóð yfir sársaukamörkum eru auðvitað alltaf óþægileg og geta valdið heyrnarskaða).

Ofangreindar niðurstöður snúast um hvaða eiginleika hljóð þurfi að hafa til þess að teljast ógeðfelld. Þegar spurt er af hverju þessir eiginleikar veki með fólki tilfinningaviðbrögð er aftur á móti fátt um svör. Sumir hafa getið sér þess til að þessi óhljóð líkist öðrum hljóðum, svo sem varnarköllum, sem eru til marks um að hætta steðji að og að því hafi þróast með mönnum sá eiginleiki að forðast þau. Áhugavert er þó að rannsóknir á skeggöpum benda til þess að þeir þoli illa stöðug varnarköll en finnist skerandi hljóð sem líkjast naglaskrapi á krítartöflu ekkert verri á að hlusta en jafnhátt hvítasuð (e. white noise, suð með jafnri tíðnidreifingu). Ef til vill er því sá furðulegi eiginleiki að finna til óþæginda sökum ískurhljóða eingöngu bundinn við manninn. Þó er ekki útilokað að hann finnist hjá öðrum prímötum, svo sem simpönsum, sem eru náskyldir mönnum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir, frekara lesefni og mynd

Höfundur

Heiða María Sigurðardóttir

prófessor við Sálfræðideild

Útgáfudagur

17.8.2006

Spyrjandi

Sveinn Guðmarsson
Magni Þórarinsson, f. 1989

Tilvísun

Heiða María Sigurðardóttir. „Af hverju fær maður ónotatilfinningu þegar maður heyrir sum ískurhljóð?“ Vísindavefurinn, 17. ágúst 2006, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6132.

Heiða María Sigurðardóttir. (2006, 17. ágúst). Af hverju fær maður ónotatilfinningu þegar maður heyrir sum ískurhljóð? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6132

Heiða María Sigurðardóttir. „Af hverju fær maður ónotatilfinningu þegar maður heyrir sum ískurhljóð?“ Vísindavefurinn. 17. ágú. 2006. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6132>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju fær maður ónotatilfinningu þegar maður heyrir sum ískurhljóð?
Upphaflegar spurningar voru eftirfarandi:

  • Af hverju finnst manni ískur svona óþægilegt? (Magni)
  • Af hverju fæ ég mikla ónotatilfinningu þegar ég kem við eða heyri einhvern koma við einangrunarplast? (Sveinn)

Sum hljóð, svo sem sírenuvæl eða loftvarnarflautur, geta vakið með manni ónotatilfinningu vegna þess að þau eru til marks um eitthvað slæmt. En svo eru líka til hljóð sem eru einfaldlega óþægileg í sjálfu sér, jafnvel þótt þau séu vitameinlaus. Höfundi finnst til dæmis alveg hræðilegt að heyra ískur í frauðplasti. Sumir þola ekki að heyra fólk bryðja klaka, aðrir fá klígju þegar diskur er rispaður með gaffli og sígilt dæmi er að hárin rísi þegar nöglum er strokið eftir krítartöflu.

Hljóð eru yfirleitt sett saman úr margs konar tíðni, sjá svar sama höfundar við spurningunni Hvað ákveður nákvæmlega tónhæð hvers tóns? Í fyrstu gæti virst sem öll þessi óþægilegu hljóð sem nefnd voru hér á undan ættu það sameiginlegt að vera hávær hátíðnihljóð, en svo er ekki endilega þegar betur er að gáð. Halpern, Blake og Hillenbrand (1986) umbreyttu óþægilegum hljóðum með því að sía úr tóna af vissri tíðni. Þessi breyttu hljóð voru svo spiluð fyrir fólk, og kom þá í ljós að það voru ekki hátíðnitónarnir heldur fremur tónar af lágri og miðlungs tíðni sem þóttu ógeðfelldir. Styrkur hljóðsins hafði ekki mikil áhrif, tónarnir þóttu jafnóþægilegir hvort sem þeir voru spilaðir hátt eða lágt (hljóð yfir sársaukamörkum eru auðvitað alltaf óþægileg og geta valdið heyrnarskaða).

Ofangreindar niðurstöður snúast um hvaða eiginleika hljóð þurfi að hafa til þess að teljast ógeðfelld. Þegar spurt er af hverju þessir eiginleikar veki með fólki tilfinningaviðbrögð er aftur á móti fátt um svör. Sumir hafa getið sér þess til að þessi óhljóð líkist öðrum hljóðum, svo sem varnarköllum, sem eru til marks um að hætta steðji að og að því hafi þróast með mönnum sá eiginleiki að forðast þau. Áhugavert er þó að rannsóknir á skeggöpum benda til þess að þeir þoli illa stöðug varnarköll en finnist skerandi hljóð sem líkjast naglaskrapi á krítartöflu ekkert verri á að hlusta en jafnhátt hvítasuð (e. white noise, suð með jafnri tíðnidreifingu). Ef til vill er því sá furðulegi eiginleiki að finna til óþæginda sökum ískurhljóða eingöngu bundinn við manninn. Þó er ekki útilokað að hann finnist hjá öðrum prímötum, svo sem simpönsum, sem eru náskyldir mönnum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir, frekara lesefni og mynd

...