Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Gæti verið að úlnliður sé komið frá úlfliðr, sbr. þegar Fenrisúlfur beit höndina af Tý?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:
Varðandi svar við spurningunni: Hvers konar úln er í úlnliði?

Gæti verið að úlnliður sé komið frá úlfliðr? Í Gylfaginningu segir frá því er Týr gefur upp hönd sína: „... þá beit hann höndina af, þar sem nú heitir úlfliðr, ok er hann einhendr ok ekki kallaðr sættir manna.“

Takk kærlega fyrir að halda þessari síðu úti.

Eins og fram kom í svari sama höfundar við spurningunni: Hvers konar úln er í úlnliði? kemur orðið ekki fyrir eitt sér heldur aðeins í samsetningunni úlnliður. Eins og oft vill verða þegar orð er torskilið mynduðust ýmsar hliðarmyndir, eins konar skýringartilgátur (alþýðuskýringar, enska folk etymology, þýska Volksetymologie, danska folkeetymology) eins og úlliður, ungliður, únliður og úlfliður.

Eins og oft vill verða þegar orð er torskilið myndast ýmsar hliðarmyndir, eins konar skýringartilgátur eða alþýðuskýringar. Ef til vill er úlfliður ein þeirra.

Eins og ég benti á gat Ásgeir Blöndal Magnússon sér þess til í Íslenskri orðsifjabók (1989:1084) að úln hefði upphaflega verið öln sem merkir ‘framhandleggur’. Í orðabók Johans Fritzner yfir forna málið (1896:1086) er öln sögð notuð um framhandlegg frá olnboga og fram á fingurgóma og nefnd eru dæmin þumalöln og ölnbogi. Hann hefur einnig fletturnar ölnbogabót og ölnbogi en úr því síðara vísar hann einnig í ölbogi sem gæti verið skýringartilraun.

Vissulega er úlfliður nefndur í Gylfaginningu Snorra-Eddu þar sem sagt er frá Tý. Þegar æsir vildu leggja fjötur á Fenrisúlf efaðist úlfurinn um heilindi þeirra og neitaði að láta leggja fjöturinn á sig nema hann fengi hönd Týs að veði:

En þá æsir vildu eigi leysa hann, þá beit hann höndina af, þar sem nú heitir úlfliður, ok er hann einhendr ok ekki kallaðr sættir manna (s. 42).

Ég tek undir með Ásgeiri Blöndal Magnússyni þar sem hann skrifaði: „E.t.v. er úlfliður einsk. skýringartilgáta á frb.myndinni úl-liður þar sem n hefur fallið niður milli l-anna“ (1989:1084).

Heimildir:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
  • Edda Snorra Sturlusonar. 1954. Guðni Jónsson bjó til prentunar. Íslendingasagnaútgáfan, Akureyri.
  • Johan Fritzner. 1896. Ordbog over det gamle norske Sprog. Tredie Bind. R–Ö. Den norske Forlagsforening, Oslo.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

21.12.2016

Spyrjandi

Lárus Þór Jóhannsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Gæti verið að úlnliður sé komið frá úlfliðr, sbr. þegar Fenrisúlfur beit höndina af Tý?“ Vísindavefurinn, 21. desember 2016, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=72537.

Guðrún Kvaran. (2016, 21. desember). Gæti verið að úlnliður sé komið frá úlfliðr, sbr. þegar Fenrisúlfur beit höndina af Tý? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=72537

Guðrún Kvaran. „Gæti verið að úlnliður sé komið frá úlfliðr, sbr. þegar Fenrisúlfur beit höndina af Tý?“ Vísindavefurinn. 21. des. 2016. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=72537>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Gæti verið að úlnliður sé komið frá úlfliðr, sbr. þegar Fenrisúlfur beit höndina af Tý?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:

Varðandi svar við spurningunni: Hvers konar úln er í úlnliði?

Gæti verið að úlnliður sé komið frá úlfliðr? Í Gylfaginningu segir frá því er Týr gefur upp hönd sína: „... þá beit hann höndina af, þar sem nú heitir úlfliðr, ok er hann einhendr ok ekki kallaðr sættir manna.“

Takk kærlega fyrir að halda þessari síðu úti.

Eins og fram kom í svari sama höfundar við spurningunni: Hvers konar úln er í úlnliði? kemur orðið ekki fyrir eitt sér heldur aðeins í samsetningunni úlnliður. Eins og oft vill verða þegar orð er torskilið mynduðust ýmsar hliðarmyndir, eins konar skýringartilgátur (alþýðuskýringar, enska folk etymology, þýska Volksetymologie, danska folkeetymology) eins og úlliður, ungliður, únliður og úlfliður.

Eins og oft vill verða þegar orð er torskilið myndast ýmsar hliðarmyndir, eins konar skýringartilgátur eða alþýðuskýringar. Ef til vill er úlfliður ein þeirra.

Eins og ég benti á gat Ásgeir Blöndal Magnússon sér þess til í Íslenskri orðsifjabók (1989:1084) að úln hefði upphaflega verið öln sem merkir ‘framhandleggur’. Í orðabók Johans Fritzner yfir forna málið (1896:1086) er öln sögð notuð um framhandlegg frá olnboga og fram á fingurgóma og nefnd eru dæmin þumalöln og ölnbogi. Hann hefur einnig fletturnar ölnbogabót og ölnbogi en úr því síðara vísar hann einnig í ölbogi sem gæti verið skýringartilraun.

Vissulega er úlfliður nefndur í Gylfaginningu Snorra-Eddu þar sem sagt er frá Tý. Þegar æsir vildu leggja fjötur á Fenrisúlf efaðist úlfurinn um heilindi þeirra og neitaði að láta leggja fjöturinn á sig nema hann fengi hönd Týs að veði:

En þá æsir vildu eigi leysa hann, þá beit hann höndina af, þar sem nú heitir úlfliður, ok er hann einhendr ok ekki kallaðr sættir manna (s. 42).

Ég tek undir með Ásgeiri Blöndal Magnússyni þar sem hann skrifaði: „E.t.v. er úlfliður einsk. skýringartilgáta á frb.myndinni úl-liður þar sem n hefur fallið niður milli l-anna“ (1989:1084).

Heimildir:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
  • Edda Snorra Sturlusonar. 1954. Guðni Jónsson bjó til prentunar. Íslendingasagnaútgáfan, Akureyri.
  • Johan Fritzner. 1896. Ordbog over det gamle norske Sprog. Tredie Bind. R–Ö. Den norske Forlagsforening, Oslo.

Mynd:...