Varðandi svar við spurningunni: Hvers konar úln er í úlnliði? Gæti verið að úlnliður sé komið frá úlfliðr? Í Gylfaginningu segir frá því er Týr gefur upp hönd sína: „... þá beit hann höndina af, þar sem nú heitir úlfliðr, ok er hann einhendr ok ekki kallaðr sættir manna.“ Takk kærlega fyrir að halda þessari síðu úti.Eins og fram kom í svari sama höfundar við spurningunni: Hvers konar úln er í úlnliði? kemur orðið ekki fyrir eitt sér heldur aðeins í samsetningunni úlnliður. Eins og oft vill verða þegar orð er torskilið mynduðust ýmsar hliðarmyndir, eins konar skýringartilgátur (alþýðuskýringar, enska folk etymology, þýska Volksetymologie, danska folkeetymology) eins og úlliður, ungliður, únliður og úlfliður.

Eins og oft vill verða þegar orð er torskilið myndast ýmsar hliðarmyndir, eins konar skýringartilgátur eða alþýðuskýringar. Ef til vill er úlfliður ein þeirra.
En þá æsir vildu eigi leysa hann, þá beit hann höndina af, þar sem nú heitir úlfliður, ok er hann einhendr ok ekki kallaðr sættir manna (s. 42).Ég tek undir með Ásgeiri Blöndal Magnússyni þar sem hann skrifaði: „E.t.v. er úlfliður einsk. skýringartilgáta á frb.myndinni úl-liður þar sem n hefur fallið niður milli l-anna“ (1989:1084). Heimildir:
- Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
- Edda Snorra Sturlusonar. 1954. Guðni Jónsson bjó til prentunar. Íslendingasagnaútgáfan, Akureyri.
- Johan Fritzner. 1896. Ordbog over det gamle norske Sprog. Tredie Bind. R–Ö. Den norske Forlagsforening, Oslo.
- Hand - Wikipedia. (Sótt 17.11.2016).