Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5096 svör fundust
Hvað geta rostungar orðið gamlir og stórir?
Rostungar (Odobenus rosmarus) greinast í tvær deilitegundir sem eru landfræðilega aðskildar. Önnur deilitegundin nefnist Atlantshafsrostungur (O.r. rosmarus) en hin Kyrrahafsrostungur (O.r. divergens). Atlantshafsdeilitegundin lifir á svæðum við Grænland og við eyjar sem tilheyra Kanada en Kyrrahafsrostungurinn fi...
Geta kettir orðið þunglyndir?
Ef marka má frásagnir fólks sem umgengst dýr mikið leikur enginn vafi á því að kettir og önnur spendýr geta lent í geðlægð og jafnvel þjáðst af þunglyndi. Til marks um þetta nefna gæludýraeigendur að þegar miklar breytingar verða á heimilishögum fólks, til dæmis við andlát eða flutninga, verður hegðun katta ön...
Hvernig fer laxinn að því að lifa bæði í sjó og ferskvatni?
Við höfum áður fjallað um hvað gerist ef sjávarfiskur er settur í ferskvatn, fiskurinn deyr fljótlega vegna þess að allt vökvajafnvægi raskast. Um þetta má lesa í svari við spurningunni Hvað gerist ef sjávarfiskur er settur í ferskvatn? Það er þess vegna eðlilegt að menn furði sig á því hvernig laxar fari að því a...
Mundi vindakerfi jarðar breytast mikið við það að jörðin væri fullkomlega hnöttótt?
Vindar á jörðinni stafa af mismuni í loftþrýstingi sem er til kominn af mismun í hitun loftsins milli svæða. Þættir á borð við snúning jarðar, viðnám við jörð og fasaskipti vatns hafa svo einnig áhrif á hvernig vindar blása. Þótt jörðin væri fullkomlega hnöttótt, þannig að öll fjöll væru jöfnuð út og ummál jar...
Hvað er 8 seer af vatni mikið og hvaðan kemur þessi mælieining?
Seer er gömul mælieining sem notuð er í Indlandi og annars staðar í Suður-Asíu. Eitt seer jafngildir einum fertugasta hluta úr maund. Hversu mikið eitt maund var fór eftir landsvæðum, en á tímum bresku nýlendustjórnarinnar í Indlandi var það staðlað í 82,286 pund eða rúm 37 kg. Þannig jafngilti eitt seer tæ...
Hvers vegna verðum við brún af því að vera mikið í sól?
Sólbrúnka stafar af eðlilegu ferli í húðinni. Þegar sól skín á húð örva útfjólubláir geislar hennar litfrumur í yfirhúðinni til að mynda litarefnið melanín en það ver húðina gegn þessum sömu geislum. Melanín er mjög öflugt sólarvarnarefni og er fólk með dökka húð (mikið melanín) í hundraðfalt minni hættu á að fá h...
Gæti Guð hitað súkkulaði svo mikið að hann gæti ekki drukkið það?
Þetta er þekkt þverstæða um Guð sem við höfum að vísu ekki heyrt áður svona. Við eigum hins vegar svar við spurningunni Ef Guð er almáttugur getur hann þá búið til svo stóran stein að hann geti ekki lyft honum? og það ætti að vera nokkuð ljóst að spurningin um Guð og súkkulaðið er af sama tagi. Flestir sjá líklega...
Hvað kæmist mikið hraun fyrir í Reyðarfirði ef Hólmatindur færi að gjósa?
Það gæti reynst þrautin þyngri að ákvarða hve mikið hraun kæmist fyrir innan Reyðarfjarðar. Hins vegar er lítið mál að gera slíkt ef teningur er búinn til úr öllu hrauninu þar sem botnflötur hans væri ferkílómetrafjöldi Reyðarfjarðar og hæðin væri fyrirfram ákveðin. Til vinstri má sjá Hólmatind.Flestir eiga ekki ...
Hvað er langt síðan Eyjafjallajökull gaus síðast og varð mikið jökulhlaup þá?
Eyjafjallajökull er eldkeila sem rís 1667 m yfir sjó. Á fjallinu er 80 km2 jökulhetta og út frá henni teygja sig nokkrir skriðjöklar og eru Gígjökull og Steinholtsjökull þeirra þekktastir. Í kolli Eyjafjallajökuls er lítil askja sem er um 2,5 km í þvermál, full af ís, og úr norðurenda hennar skríður Gígjökull (Hau...
Af hverju heitir Viðey þessu nafni, var svona mikið af trjám þar?
Viðey heitir eyja ein á Kollafirði á Faxaflóa, rétt utan við Reykjavík. Önnur Viðey mun vera í Þjórsá og Viðeyjar eru nyrst í Faxaflóa, úti fyrir Skógarnesi. Viðey á Kollafirði. Nafnið er dregið af skógi eða kjarri sem hefur einkennt eyjarnar þegar þær fengu nafn. Fornleifarannsóknir í Viðey á Kollafirði ha...
Hversu mikið hefur skógrækt og kolefnisbinding skóga aukist á Íslandi undanfarin ár?
Til þess að draga úr styrk kolefnis í andrúmsloft eru tvær leiðir, annars vegar að draga úr losun og hins vegar að auka kolefnisbindingu. Kolefnisbinding með skógrækt er ein af öflugri aðgerðum sem hægt er að beita í þessu skyni. Áætlað er að kolefnisforði í gróðri jarðar sé um 560 milljarðar tonna og af þeim séu ...
Hvers virði er mannslíf?
Oft er sagt að mannslíf séu ómetanleg, að ekki sé hægt að setja á þau verðmiða og raunar sé ekki til sú upphæð sem væri of há fyrir mannslíf. Og þannig líður okkur sjálfsagt flestum þegar við hugsum um líf ástvina okkar. En er það rétt að við séum alltaf tilbúin til að gefa hvað sem er til bjargar mannslífum? Á...
Af hverju verður húðslit?
Vísindavefnum hafa borist allnokkrar spurningar um húðslit:Er bara hægt að fá húðslit við að fitna eða getur það gerst við stækkun vöðva? Hvað orsakar slit á konum á meðgöngu og er hægt að koma í veg fyrir það? Er hægt að lækna slit á læri og brjóstum? Húðslit (e. stretch marks eða striae) eru rákir eða línur...
Hvað eru ristilpokar?
Ristilpokar (e. diverticulosis) eru litlir vasar, oft um 5-10 mm, sem myndast innan á ristilvegg. Oftast eru þessir pokar einkennalausir og margir sem eru með slíka poka vita ekki af því. Ristilpokar uppgötvast helst fyrir tilviljun nema ef í þá kemur sýking eða það fer að blæða úr þeim, en í alvarlegustu tilfellu...
Hvernig éta skíðishvalir og á hverju lifa þeir aðallega?
Skíðishvalir eru mjög algengir á köldum búsvæðum sem umlykja norður- og suðurpólinn. Á kaldari hafsvæðum, líkt og umhverfis Ísland, er gjarnan mikið æti að finna. Þar er mikið um smærri sjávardýr sem halda sig saman í stórum torfum, til að mynda sandsíli (Ammodytes spp.), krabbaflær (hópur smárra krabbadýrategunda...