Seer er gömul mælieining sem notuð er í Indlandi og annars staðar í Suður-Asíu. Eitt seer jafngildir einum fertugasta hluta úr maund. Hversu mikið eitt maund var fór eftir landsvæðum, en á tímum bresku nýlendustjórnarinnar í Indlandi var það staðlað í 82,286 pund eða rúm 37 kg. Þannig jafngilti eitt seer tæpu kílógrammi. Síðan 1980 hafa Pakistanar litið svo á að maund væri nákvæmlega 40 kg og þar af leiðandi að seer væri 1 kg. Því má segja að 8 seer af vatni séu 7½-8 lítrar, allt eftir því hvar við erum stödd og á hvaða tíma.
Seer er gömul mælieining sem notuð er í Indlandi og annars staðar í Suður-Asíu. Eitt seer jafngildir einum fertugasta hluta úr maund. Hversu mikið eitt maund var fór eftir landsvæðum, en á tímum bresku nýlendustjórnarinnar í Indlandi var það staðlað í 82,286 pund eða rúm 37 kg. Þannig jafngilti eitt seer tæpu kílógrammi. Síðan 1980 hafa Pakistanar litið svo á að maund væri nákvæmlega 40 kg og þar af leiðandi að seer væri 1 kg. Því má segja að 8 seer af vatni séu 7½-8 lítrar, allt eftir því hvar við erum stödd og á hvaða tíma.