Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 285 svör fundust

category-iconSálfræði

Hver var Ivan Pavlov og hvert var hans framlag til sálfræðinnar?

Ívan Petrovitsj Pavlov var fæddur í borginni Rjazanj árið 1849. Faðir hans var prestur í rétttrúnaðarkirkjunni, móðir hans var dóttir prests. Faðirinn hóf störf í fátækri sókn í útjaðri borgarinnar, en lauk ævinni sem höfuðprestur aðalkirkjunnar í Rjazanj. Á æskuárum sótti Pavlov nám í skóla sóknarinnar og hafði æ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig er veirum gefið nafn og hvernig flokka vísindamenn þær?

Upprunalega spurningin var: Er veirum gefið nafn eftir tvínafnakerfinu? Hvernig eru veirur flokkaðar í flokkunarkerfi Carls von Linné? Í stuttu máli má segja að veirum er ekki gefið nafn eftir tvínafnakerfinu, en hins vegar er flokkunarfræði veira byggð á því flokkunarkerfi sem notað er fyrir lífverur. Veir...

category-iconVeðurfræði

Hvað er loftslag og hvernig getur það breyst með tímanum?

Með orðinu ‚loftslag‘ er átt við heildarmynd veðurs á tilteknum stað eða svæði, þegar veðrið er skoðað yfir lengri tíma, þannig að skammvinnar sveiflur veðursins jafnast út. Þegar við segjum til dæmis að loftslag í Kaupmannahöfn sé hlýrra en í Reykjavík, þá meinum við ekki að hitamælirinn þar standi hærra en hér a...

category-iconJarðvísindi

Hvaða gastegundir koma upp úr gosinu í Geldingadölum?

Öll spurningin hljóðaði svona: Góðan daginn, hvaða gastegundir eru að koma upp úr gosinu á Fagradalsfjalli. Hvaða gastegundir berast til höfuðborgarsvæðisins, er það flúoríð, klóríð? Hvaða áhrif hafa slíkar lofttegundir á mannfólkið? Eru þær krabbameinsvaldandi etc.? Eru slík gös mæld í loftgæðamælistöðvum á höfu...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu lengi hafa köngulær verið á Íslandi og hvernig komust þær hingað?

Upprunalega spurningin tók til nokkurra þátta og hluta hennar er svarað í öðru svari eftir sama höfund. Öll spurningin hljóðaði svona: Sæl verið þið. Við strákurinn minn vorum að lesa að á Íslandi eru 80 tegundir af kóngulóm! En hvernig komust þær til Íslands? Og eru þær kannski margar séríslenskar tegundir, þ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig þróaðist líf á fornlífsöld?

Fornlífsöld (Paleozoic era) hófst fyrir 544 milljón árum og lauk fyrir 245 milljón árum síðan. Fornlífsöld er hin fyrsta af þremur öldum í jarðsögunni sem nefnast ‘Phanerozoic era’ (tímabil sýnilegs lífs). Áður en fornlífsöld gekk í garð, samanstóð lífið á jörðinni af einföldum, smásæjum lífverum sem lifðu í hafin...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers vegna eru til svona mörg ólík hundakyn? Lifðu þau öll villt á sínum tíma?

Svarið við seinni spurningunni er hreint og klárt nei! Ástæðan fyrir því að til eru svona mörg afbrigði hunda liggur í því að maðurinn hefur tekið hundinn upp á sína arma og ræktað fram hina ólíkustu eiginleika í honum. Í dag eru til líklega um 400 hreinræktuð hundakyn. Hvolpar af íslenska fjárhundakyninu Upprun...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er melatónín og hver eru áhrif þess á dægursveiflur?

Frá örófi alda hefur verið þekkt að sveiflur setja mark sitt á lífverur, bæði í dýra- og jurtaríki. Lengd sveiflanna er breytileg. Algengastar eru dægursveiflur, til dæmis svefn og vaka, eins eru dægursveiflur í hormónalosun, ensímvirkni og fleira. Aðrar eru lengri, til dæmis árstíðabundnar breytingar á æxlunarfær...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvar og hvenær var COVID-19-veiran fyrst raðgreind?

Veiran SARS-CoV-2 veldur sjúkdómnum COVID-19 og heimsfaraldri. Erfðaefni veirunnar er einsþátta RNA-strengur. Með því að nota aðferðir sameindalíffræði er hægt að raðgreina erfðaefni veirunnar. Það þýðir að röð basa í erfðaefni hennar er lesin, allir um það bil 29.900 basarnir.[1] Miðað við opinberlega aðgengil...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um bleikjur?

Bleikja (Salvelinus alpinus) er ferskvatnsfiskur sem finnst helst í stöðuvötnum og lækjum á norðurslóðum og er talin vera sú tegund ferskvatnsfiska sem finnst nyrst í heiminum (Klemetsen o.fl., 2003). Bleikjan tilheyrir ætt laxfiska eins og urriðinn (Salmo trutta) og laxinn (Salmo salar) sem einnig finnast hérlend...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvaða rannsóknir hafa verið stundaðar á lífríki Surtseyjar?

Surtsey myndaðist í eldgosi sem hófst á sjávarbotni 1963 og stóð yfir með hléum til 1967. Vísindamönnum varð snemma ljóst að myndun eyjunnar gaf ekki aðeins einstakt tækifæri til að rannsaka virka jarðfræðilega ferla heldur einnig landnám lífríkis á nýju landi. Grannt hefur verið fylgst með landnámi tegunda all...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig framleiðir hrökkáll rafmagn?

Rafvirkni í frumum Afar algengt er að ekki séu jafnmargar jákvæðar- og neikvæðar rafhleðslur sitt hvorum megin við frumuhimnur í frumum lífvera. Þessi munur á hleðslum leiðir til þess að spennumunur er yfir frumuhimnurnar og er sú hlið frumuhimnunnar sem snýr inn í frumuna alltaf neikvæð miðað við ytra borð frum...

category-iconJarðvísindi

Getið þið sagt mér eitthvað um útræn öfl?

Kennslubók Þorleifs Einarssonar (1931-1999), Jarðfræði er gagnleg fyrir þá sem vilja fræðast um jarðvísindi á íslensku. Í inngangi að 5. útgáfu bókarinnar frá árinu 1985 segir Þorleifur eftirfarandi:Vettvangur jarðfræðinnar er jarðskorpan, en viðfangsefnin eru tvíþætt og skiptist jarðfræðin því í tvær megingreinar...

category-iconLífvísindi: almennt

Hverjir eru helstu skógar Asíu?

Hér áður fyrr þöktu skógar stóran hluta austanverðrar Asíu. Aðeins vatnasvæði og hæstu fjöll voru skóglaus. Þéttir regnskógar þöktu meðal annars suðausturhluta álfunnar, en nú hefur töluvert mikið gengið á þá enda búa tæpir tveir milljarðar manna á því svæði. Asískir skógar telja um 700 milljónir hektara að flatar...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um ævi Georges Cuvier og áhrif hans á vísindi samtímans?

Georges Léopold Chrètien Frèderic Dagobert Cuvier fæddist 29. ágúst árið 1769 í smábæ, sem þá hét Mömpelgard í Württemberg í Þýskalandi, nærri frönsku landamærunum og skammt norður af Sviss. Upp úr frönsku stjórnarbyltingunni, eða árið 1793, var bærinn innlimaður í Frakkland og heitir síðan Montbéliard. − Cu...

Fleiri niðurstöður