Mynd. 1. SARS-CoV-2 veiran er með 29.903 basa einsþátta RNA-mengi. Röð fyrstu 300 basana, eftir að hún var þýdd í DNA-streng til hægðarauka, er sýnd á myndinni. Skrána (NC_045512.2) sem geymir alla röðina má nálgast á vef NCBI.
2. mynd. Bygging erfðamengis SARS-CoV-2-veirunnar, frá vinstri til hægri (1 til 29.903 basa). Efst á myndinni eru sýndir grænir strengir, sem samsvara ólíkum prótínum sem erfðaefnið skráir fyrir. Fyrir neðan er nánari útlistun á ólíkum líffræðilegum og lífefnafræðilegum einingum innan prótínana með vísan til virkni og byggingar. Á myndina vantar samantekt um S-prótínið, vegna þess að ramminn var of stór til að passa inn í skjá pistlahöfundar. Myndin er gerð með með forritinu Sequence viewer og er af vef NCBI.
3. mynd. Samantekt um gögn sem tengjast SARS-CoV-2 á vefsvæðum NCBI þann 1. september 2021. Yfirlitið tiltekur gögn úr fimm flokkum; SRA runs stendur fyrir gögn úr háhraðaraðgreiningum á veirusýnum, Nucleotide records eru raðgreind mengi eða hlutar þeirra úr sýnum, clinicalTrials.gov eru skráð lyfjapróf sem tengjast veirunni, Pubmed heldur utan um birtar rannsóknagreinar og umfjallanir í fagtímaritum um veiruna og PMC um slíkar greinar sem eru aðgengilegar í „rafgreinasafni“ stofnunarinnar. Fyrir nýjustu tölur, og til að svala sinni forvitni, er lesendum bent á að heimsækja vefsíðuna SARS-CoV-2 Resources - NCBI.