Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 400 svör fundust
Hversu mikið D-vítamín ættu Íslendingar að taka?
Hér er fjölmörgum spurningum um D-vítamín svarað: Hvert er æskilegt magn D3-vítamíns í blóði? Hve mikið, I.U. eða AE, þarf meðalmaður að taka daglega af D-vítamíni - sé miðað við hávetur og miðað við að nánast ekkert fáist úr daglegri fæðu? Hvað þarf ófrísk kona og/eða kona með barn á brjósti að taka mikið af ...
Hvað getið þið sagt mér um kynlitninga?
Kynlitningar eru, eins og nafnið bendir til, litningar sem ákvarða kynferði. Strax á fyrstu árum 20. aldar, eftir að erfðalögmál Mendels höfðu verið grafin úr gleymsku og athuganir á litningum fóru í vöxt, urðu menn þess varir að að litningamengi kynjanna eru ekki alveg eins. Athuganir á skordýrum sýndu til dæmis ...
Hvað er fullnæging?
Langoftast þegar verið er að fjalla um kynferðislega fullnægingu er átt við lífeðlisfræðilega svörun líkamans við kynferðislegu áreiti. William Masters og Virginia Johnson voru frumkvöðlar í rannsóknum á sviði kynlífs. Árið 1966 greindu þau frá niðurstöðum sínum sem fjölluðu meðal annars um svörun líkamans við kyn...
Hvernig tengist Edwin Hubble sjónaukanum sem við hann er kenndur?
Edwin Powell Hubble fæddist í bænum Marshfield í Missouri-ríki í Bandaríkjunum þann 29. nóvember 1889. Strax sama ár fluttist hann ásamt fjölskyldu sinni til borgarinnar Wheaton í Illinois-ríki. Hubble heillaðist snemma af undrum vísindanna og átti það til að sökkva sér í vísindaskáldsögur eftir Jules Verne og Hen...
Hvað heitir stjörnumerkið sem er eins og W í laginu?
Stjörnumerkið sem minnir á gleitt "W" eða "M" á himninum heitir Kassíópeia. Í grískri goðafræði var Kassíópeia kona Sefeusar og móðir Andrómedu. Kassíópeia þótti falleg og montin og hafði lofað dóttur sinni að hún fengi að giftast Perseusi en fékk bakþanka. Hún sannfærði Agenor, son Póseidons, um að trufla brúðkau...
Um hvað fjalla Hómerskviður?
Hómerskviður eru tvær, Ilíonskviða og Ódysseifskviða. Ilíonskviða er talin vera eldri, ort um 750 f. Kr. Ilíonskviða Ilíonskviða fjallar um atburði Trójustríðsins, þegar Akkear (Grikkir) sátu um Trójuborg. Ilíonsborg er annað heiti á Tróju en stofnandi borgarinnar var sagður hafa verið Ilíos. Umsátrið, sem ...
Hvað getið þið sagt mér um fyrstu nunnurnar á Íslandi?
Meira en 300 ár liðu frá því að Ingólfur Arnarson steig hér á land árið 874 og þar til fyrsta nunnuklaustrið var stofnað á Íslandi. Samt sem áður greina ýmsar heimildir frá þessu tímabili frá konum, oft ekkjum, sem kusu að helga sig kristinni trú og bænahaldi, stundum eftir stormasama ævi. Þannig segir Laxdæla að ...
Hver er réttur texti við lagið "Jólasveinar ganga um gólf"?
Það er alltaf erfitt að sannprófa hvaða gerð þjóðvísu sé ‘rétt’. Yfirleitt voru vísurnar ekki skráðar á blað fyrr en þær voru orðnar aldagamlar og höfðu brenglast í minni kynslóðanna á ýmsa lund. Því er ekki víst að elsta uppskriftin sé endilega réttust. Elsta skrásetta gerð vísunnar sem spurt er um er frá Hor...
Hver var faðir og móðir rokksins og hvenær komu þau fyrst fram?
Orðið rokk vísar til þeirrar tónlistarstefnu sem spratt upp í Bandaríkjunum á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar og gengur oft undir nafninu „rokk og ról“. Rokk og ról spratt upp sem blanda af ýmsum „svörtum“ tónlistarstílum (jass, blús, gospel og sálartónlist) sem og amerískri kántrítónlist. Núorðið hefur orði...
Hvaða reglur gilda um veitingu umboðs til stjórnarmyndunar að loknum kosningum til Alþingis?
Í heild hljóðaði spurningin svona: Hvaða reglur gilda um veitingu umboðs til stjórnarmyndunar að loknum kosningum til Alþingis? Í Alþingiskosningunum 2013 fékk sá flokkur sem fékk flest atkvæðin ekki umboðið til stjórnarmyndunar, en við fyrstu sýn þá hefði maður talið að það væri lýðræðislegasta leiðin að sá ...
Hver er munurinn á femínisma og jafnréttisstefnu?
Munurinn á femínisma og jafnréttisstefnu er ekki mikill. Femínismi er margþætt hugtak sem getur meðal annars vísað til fræðigreinar, aðgerðarstefnu, stjórnmálastefnu, auk margs annars. Þó þessi svið haldist í hendur rúmast einnig innan þeirra ólíkar stefnur og ólík sjónarhorn. Einnig er rétt að hafa í huga að femí...
Hvað er mansöngur í rímum?
Talið er líklegt að rímnaskáld hafi snemma tekið upp á því að yrkja mansöng í upphafi hvers rímnaflokks en fljótlega fór þó að bera á því að mansöngur væri ortur á undan hverri rímu og þá nokkrir innan hvers flokks. Ýmislegt bendir til þess að mansöngvar hafi verið ortir að kröfu kvenna. Í Skáld-Helga rímum segir ...
Hver er staða kvenna innan Bræðralags múslíma?
Bræðralag múslíma (ar. al-Ikhwan al-Muslimun) er ein elsta, stærsta og áhrifamesta íslamska hreyfing Egyptalands, og þótt víðar væri leitað.] Bræðralagið var stofnað í borginni Ismailiya í Egyptalandi árið 1928 af kennaranum Hassan al-Banna (1906–1949). Um bræðralagið og tilurð þess er fjallað í svari sama höfunda...
Hvaðan koma elstu vögguvísur og er hægt að svæfa börn með þeim?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvers vegna eru sungnar vögguvísur? Er eitthvað vitað um uppruna vögguvísna og hvort þær virki raunverulega við svæfingu? Vögguvísur hafa verið sungnar frá því í fornöld. Ein elsta vögguvísa sem varðveist hefur er rist á 4000 ára gamla leirtöflu frá Babýlon sem geymd e...
Hvers vegna eru einungis 11 lærisveinar á málverki Da Vincis 'Síðasta kvöldmáltíðin'?
Spurningin er eðlileg við fyrstu sýn því að á myndinni eru að vísu samtals 13 manns en svo kann að virðast sem einn þeirra sé ung kona. Hún væri þá María Magdalena og lærisveinarnir væru ekki nema 11 eins og spyrjandi segir. En hér er fróðlegt að lesa það sem listfræðingurinn E.H. Gombrich hefur að segja um þe...