Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1908 svör fundust
Hvenær kviknaði líf á jörðinni og hvers vegna?
Leifar örvera hafa fundist með vissu í jarðlögum sem eru um 3100 milljón ára gömul og mjög sterkar líkur eru á því að þær megi líka greina í 3450 milljón ára gömlum jarðlögum. Þessi gömlu jarðlög eru í Ástralíu og Suður-Afríku. Menn hafa reyndar fundið enn eldri en ekki alveg örugg merki um líf í um 3800 milljón á...
Hvernig stendur á því að spörfuglar fljúga ekki svo neinu nemi í aftakaveðrum?
Við erum ekki alveg viss, hvort spyrjandi átti við 'fljúga' eða 'fjúka'. Síðari spurningin, með 'fjúka', er einföld. Ef það er rétt að spörfuglar fjúki ekki í fárviðrum er það auðvitað vegna þess að þeir leita sér skjóls og halda sér í það sem þeir standa eða sitja á, en fuglsfætur eru vel lagaðir til þess eins og...
Hvað er kviksandur og hvernig verkar hann?
Kviksandur, kviksyndi eða sandbleyta er blanda af sandi og vatni. Hann getur hvorki myndast í kyrrstæðu vatni né haldist þar til lengdar því að þá fellur sandurinn til botns eins og við vitum, og við göngum á botninum eins og ekkert sé. Hins vegar getur kviksyndi myndast þar sem vatn sprettur upp undir sandi og ha...
Geta hástökkvarar stokkið hærra ef þeir eru hátt yfir sjávarmáli?
Svarið er já, það geta þeir, ef þeir geta náð sama upphafshraða í stökkinu. Þeir þurfa þó að vera í meiri hæð yfir jörð en hæstu fjöll til að aukin stökkhæð mælist greinilega. Ástæðan fyrir meiri stökkhæð er minna þyngdarsvið sem kallað er, með öðrum orðum minni þyngdarkraftur á hvert kg í massa. Geimfarar geta lí...
Hvernig geta fuglar flogið?
Þetta er góð og umhugsunarverð spurning sem varðar ýmsar greinar vísinda, til dæmis bæði eðlisfræði og líffræði. Hér verður reynt eftir föngum að fjalla um nokkrar hliðar hennar. Fleygir fuglar hafa vængi og fiður úr sérstöku efni sem er mjög létt í sér, hrindir frá sér vatni og veldur litlum núningi við loftið...
Er hægt að grennast með því að leika á fiðlu?
Vitað er að bæði lífsstíll og erfðir hafa áhrif á holdarfar fólks. Enn sem komið er höfum við litla stjórn á erfðaeiginleikunum en lifnaðarháttunum stýrum við sjálf, þar með talið hvað og hversu mikið við borðum og hversu miklu við brennum. Þeir sem vilja grennast þurfa að finna leið til þess að brenna meiri orku ...
Hvað er útvarpssjónauki og hvernig er hann notaður?
Á fjórða áratug tuttugustu aldar uppgötvaði bandaríski eðlisfræðingurinn Karl Jansky fyrir slysni að útvarpsbylgjur berast utan úr himingeimnum. Hluti útvarpsbylgnanna hafa sömu tíðni og ýmsar útvarpsstöðvar en þær eru daufar og að sjálfsögðu er þar ekkert að heyra annað en snark og suð. Til þess að geta numið útv...
Ég sá dauðar marglyttur í hundraðatali í Hvalfirði, hvað veldur þessum dauða?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Guðmundur Búi heiti ég og er áhugaljósmyndari. Ég ákvað einsog svo oft áður að skella mér í mynda-rúnt inn í Hvalfjörð þann 6. október 2013. Ég hafði verið að taka myndir hér og þar í firðinum og var staddur við gamla Botnskálann þegar að mér er litið niður í fjöru og sá þa...
Hvernig var samfélag Mayanna, við hvað unnu þeir og hver var heimsmynd þeirra?
Öll samfélög Mayanna byggðu á akuryrkju þar sem maísræktun var undirstaðan og maís meginfæða íbúanna. En þeir ræktuðu ótrúlegan fjölda nytjajurta, svo sem fjölda afbrigða af sílípipar og baunum, sætar kartöflur, tómata, lárperur, grasker, kakó, vanillu, tóbak, baðmull og henekvín (e. henequin). Reyndar ræktuðu May...
Hver fann upp fyrstu prentvélina?
Þjóðverjinn Johannes Gutenberg (um 1400–1468, ýmist Johannes eða Johann í heimildum) er venjulega talinn upphafsmaður prentlistarinnar, það er að segja þeirrar aðferðar að prenta með lausaletri og í pressu. Reyndar var búið að prenta í margar aldir áður en hann Gutenberg kom til sögunnar, til dæmis í Kína og Kóreu...
Er hægt að eyða rafsegulbylgjum með tóli sem er grafið í garðinum hjá manni? Skiptir máli hvernig rafmagnsklær snúa?
Svarið við fyrri spurningunni er nei: Það er ekki hægt að eyða rafsegulbylgjum inni í húsi með tóli sem grafið er í jörð úti í garði. Hins vegar er vel hægt að eyða rafsegulbylgjum af tilteknum tegundum með því að útbúa húsið sjálft með viðeigandi hætti sem lýst er í svarinu. Svarið við seinni spurningunni er líka...
Hvers vegna eruð þið svona lengi að svara sumum spurningum?
Þetta er eðlileg spurning sem hefur komið fram áður. Svör Vísindavefsins eiga að segja heila hugsun og eru yfirleitt frá hálfri síðu upp í tvær venjulegar blaðsíður að lengd. Þau þurfa að standast fræðilegar kröfur og vera á góðu máli, en allt kostar þetta tíma. Auk þess tekur oft tíma að finna mann til að svara. ...
Af hverju ertu prófessor?
Vísindastörf eru skemmtileg störf að mínu mati. Það er gaman að fylgjast með framvindu þekkingarinnar, velta henni fyrir sér og leggja ef til vill eitthvað af mörkum sjálfur. En það er að sjálfsögðu líka ögrandi og krefjandi á köflum; það verður enginn vísindamaður nema hann hafi brennandi áhuga á fræðigrein sinni...
Hvað þýðir „hljóðkerfisbreyting” og hvernig er henni háttað í íslensku máli?
Í rannsóknum innan nútíma málvísinda á þeim hljóðum sem tungumál nýta sér hafa orðið til tvær undirgreinar, hljóðfræði og hljóðkerfisfræði. Orðið hljóðfræði er íslenskun á enska orðinu phonetics en hljóðkerfisfræði er notað um það sem á ensku er kallað phonology. Hljóðkerfi tungumáls byggist upp á þeim hljóðum ...
Hvaða frumulíffæri eru í lifrarfrumu og hvernig starfa þau?
Flestar frumur líkamans hafa að miklu leyti sömu frumulíffæri en fjöldi þeirra og umfang er mismunandi og háð starfsemi og sérhæfingu frumunnar. Lifrin er helsta efnaverksmiðja líkamans og frumulíffærin í lifrarfrumum endurspeglar þessa starfsemi. Kjarninn er stór og hnöttóttur með laust pökkuðu litni og áberan...