Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1320 svör fundust
Gæti einstaklingur sem vanvirðir sóttkví verið sakfelldur fyrir manndráp?
Upprunalega spurningin var: COVID-19. Ef manneskja A fer ekki að tilmælum landlæknis um sóttkví, eða kemur sér undan því, og smitar aðra manneskju (B) sem leiðir til dauða hennar, er þá hægt að sakfella manneskju A fyrir manndráp? Beiting sóttkvíar sem varnarúrræði gegn dreifingu smitsjúkdóma er ekki ný af n...
Hvað er eiginlega LUK, það sem kallað er GIS á ensku?
LUK stendur fyrir landfræðilegt upplýsingakerfi sem á ensku kallast Geographical Information System eða GIS. Hugtakið er notað yfir alla miðla (til dæmis kort) sem lýsa dreifingu fyrirbæra um ákveðið svæði jarðar. -- Síðustu ár hefur hugtakið LUK einkum verið notað yfir tölvuvædda gagnagrunna sem innihalda stafræn...
Hvenær dó heilagur Valentínus? Hverrar trúar var hann?
Heilagur Valentínus er nafn yfir tvo, eða jafnvel þrjá, píslarvotta í sögu kirkjunnar. Annar var rómverskur prestur og læknir sem varð fyrir barðinu á Kládíusi II, Rómakeisara, í ofsóknum hans á kristnum mönnum. Hinn var biskupinn af Terní á Ítalíu. Mögulegt er að sögurnar af þessum tveimur mönnum eigi uppruna sin...
Hve langt frá jörðinni þarf maður að fara til að sjá ekki jörðina berum augum, það er án þess að nota kíki?
Það eru ekki allar reikistjörnur sýnilegar með berum augum en þær sem eru sýnilegar eru Merkúríus, Venus, Mars, Júpíter og Satúrnus. En til að reikistjarna sjáist ekki með berum augum frá jörðinni þarf maður að fara til Úranusar sem er í um það bil 2875 milljón kílómetra fjarlægð frá sól. Samt er örugglega nóg að ...
Hvað eru margir hafernir lifandi á Íslandi?
Hafernir eru konungar loftsins á Íslandi. Ernir eru sjaldgæfir, en undir 100 pör eru til og hafa þeir verið í útrýmingarhættu í áratugi. Á síðustu árum hefur örnum fjölgað aðeins. Ernir verptu fyrrum um allt land en bændur töldu að þeir legðust á búfénað og drápu þá miskunnarlaust þar til þeir voru komnir í útrými...
Í hvaða greinum eru veitt Nóbelsverðlaun?
Nóbelsverðlaunin voru fyrst veitt árið 1901. Það var Svíinn Alfred Nobel sem fann upp dýnamitið sem stofnaði til verðlaunanna. Þau voru í fyrstu veitt í eðlisfræði, efnafræði, læknisfræði og bókmenntum og Sænska akademían sá um úthlutunina í þeim greinum en norska Stórþingið veitti friðarverðlaun Nóbels frá upphaf...
Hvað er þorskígildi?
Þorskígildi eða þorskígildistonn eru orð sem notuð eru til að bera saman afla af mismunandi tegundum sjávarfangs. Þorskígildistonn er það aflamagn eða veiðikvóti af tiltekinni tegund sem telst jafnverðmætt og eitt tonn af þorski. Segjum að verðið á kílógrammi af þorski sé 150 krónur kílóið, kílóið af karfa ...
Hvað gerir maginn?
Hlutverk magans er fjórþætt. Í fyrsta lagi tekur hann við tugginni fæðu úr vélindanu. Þar blandast fæðan magasafa fyrir tilstuðlan bylgjuhreyfinga og malast áfram í mauk. Þetta er fyrsta stig meltingar, það er mölun, sem hefst í munni. Annað hlutverk magans er að drepa örverur sem kynnu að komast með fæðunni í...
Hvað er alkaloid og hvernig er það íslenskað?
Enska orðið alkaloid hefur verið þýtt sem lýtingur á íslensku. Einnig eru orðin alkalóíði, beiskjuefni og plöntubasi notuð. Lýtingur er flokkur basískra, lífrænna köfnunarefnissambanda sem myndast í plöntum. Lýtingar þjóna oft vistfræðilegu hlutverki í plöntunum, veita þeim meðal annars vörn gegn sýkingum eða ...
Hvað er Bangsímon gamall?
Rithöfundurinn A. A. Milne gaf út sína fyrstu sögu um Bangsímon eða "Winnie the Pooh", eins og hann heitir á frummálinu, þann 14. október árið 1926. Ef við miðum við að það sé "fæðingardagur" Bangsímons á hann þess vegna 77 ára afmæli á þessu ári. Bangsinn ljúfi í sögum Milne dró nafn sitt af leikfangabangsa Ch...
Hvaða ár fór fyrsta víkingaskipið á flot?
Í dag veit enginn hvenær fyrsta víkingaskipinu var siglt. Ýmsar heimildir eru til um siglingar víkinga. Frá þeim er meðal annars sagt í Íslendingasögum og öðrum norrænum miðaldaheimildum. Ein erlend heimild segir frá því að fyrsta víkingaferðin hafi verið árið 793 þegar norrænir sjóræningjar réðust á klaustrið...
Hvar lifa sprettfiskar?
Sprettfiskur (Pholis gunnellus) lifir á grunnsævi og í strandsjó. Heimkynni hans eru nær undantekningarlaust grýttur þara- og þangbotn þar sem hann getur leynst enda á hann sér marga skæða óvini eins og til dæmis þorsk. Sprettfiskurinn finnst í þangfjörum allt í kringum landið og leynast þeir oft undir steinum þeg...
Hvað vaxa grenitré mikið á einu ári?
Vöxtur grenitrjáa fer bæði eftir því hvaða grenitegund á í hlut og hvernig vaxtarskilyrði trésins eru. Sólskin, rakastig, jarðvegur, rými og margt fleira getur haft áhrif á hversu hratt tré vaxa. Taka má dæmi um sitkagreni (Picea sitchensis), en það er stærsta tegund grenitrjáa og er í hópi með hraðvöxnustu tr...
Voru haldnar stórar veislur með þorramat á þorranum hér áður fyrr?
Súrmatur var borðaður nánast á hverjum degi til sveita nokkuð fram á 20. öld. Hann var því enginn sérstakur hátíðamatur. Orðið þorramatur varð ekki til í málinu fyrr en eftir miðja 20. öld, og kjarni hans er því ekkert annað en gamall íslenskur hversdagsmatur. Kæstur hákarl, hangikjöt, sviðakjammar, sviðasulta, s...
Hvað var Jóhann risi stór í millimetrum?
Jóhann Svarfdælingur eða Jóhann Kristinn Pétursson (1913-1984) er hæsti Íslendingur sem sögur fara af. Hann mældist 2,34 m en það eru 234 cm eða 2340 mm. Um tíma var talið að Jóhann væri hæsti maður í heimi. Sá maður sem mælst hefur hæstur í heimi er hins vegar bandaríkjamaðurinn Robert Pershing Wadlow (1918-1...