Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=
Sprettfiskur (Pholis gunnellus) lifir á grunnsævi og í strandsjó. Heimkynni hans eru nær undantekningarlaust grýttur þara- og þangbotn þar sem hann getur leynst enda á hann sér marga skæða óvini eins og til dæmis þorsk. Sprettfiskurinn finnst í þangfjörum allt í kringum landið og leynast þeir oft undir steinum þegar þeim er velt við í fjöru.



Haus sprettfisksins líkist steinbítshaus enda kallaði Sveinn Pálsson fiskinn skerjasteinbít í einni af dagbókum sínum frá 18. öld. Önnur nöfn sem sprettfiskur hefur gengið undir eru teistufiskur og teistusíli og er ástæðan sú að hann er ein meginfæða teistunnar hér við land og má oft sjá hana með sprettfisk í goggnum.

Heimild og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

18.11.2004

Spyrjandi

Lena Helgadóttir, f. 1985

Efnisorð

Tilvísun

JMH. „Hvar lifa sprettfiskar?“ Vísindavefurinn, 18. nóvember 2004, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4617.

JMH. (2004, 18. nóvember). Hvar lifa sprettfiskar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4617

JMH. „Hvar lifa sprettfiskar?“ Vísindavefurinn. 18. nóv. 2004. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4617>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvar lifa sprettfiskar?
Sprettfiskur (Pholis gunnellus) lifir á grunnsævi og í strandsjó. Heimkynni hans eru nær undantekningarlaust grýttur þara- og þangbotn þar sem hann getur leynst enda á hann sér marga skæða óvini eins og til dæmis þorsk. Sprettfiskurinn finnst í þangfjörum allt í kringum landið og leynast þeir oft undir steinum þegar þeim er velt við í fjöru.



Haus sprettfisksins líkist steinbítshaus enda kallaði Sveinn Pálsson fiskinn skerjasteinbít í einni af dagbókum sínum frá 18. öld. Önnur nöfn sem sprettfiskur hefur gengið undir eru teistufiskur og teistusíli og er ástæðan sú að hann er ein meginfæða teistunnar hér við land og má oft sjá hana með sprettfisk í goggnum.

Heimild og mynd:...