Haus sprettfisksins líkist steinbítshaus enda kallaði Sveinn Pálsson fiskinn skerjasteinbít í einni af dagbókum sínum frá 18. öld. Önnur nöfn sem sprettfiskur hefur gengið undir eru teistufiskur og teistusíli og er ástæðan sú að hann er ein meginfæða teistunnar hér við land og má oft sjá hana með sprettfisk í goggnum. Heimild og mynd:
- Gunnar Jónsson. 1983. Íslenskir fiskar. Reykjavík, Fjölvaútgáfan.
- Hafrannsóknastofnunin - Karl Gunnarsson