Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er þorskígildi?

Ulrika Andersson og Þorsteinn Vilhjálmsson

Þorskígildi eða þorskígildistonn eru orð sem notuð eru til að bera saman afla af mismunandi tegundum sjávarfangs.

Þorskígildistonn er það aflamagn eða veiðikvóti af tiltekinni tegund sem telst jafnverðmætt og eitt tonn af þorski. Segjum að verðið á kílógrammi af þorski sé 150 krónur kílóið, kílóið af karfa kosti 75 krónur og kílóið af humri 750 krónur. Þá er tonnið af karfa hálft þorskígildistonn en tonnið af humri á hinn bóginn 5 þorskígildistonn; það jafngildir 5 tonnum af þorski. Skip sem er með 150 tonna kvóta í karfa hefur því þar með 75 þorskígildistonn en 10 tonna kvóti af humri er 50 þorskígildistonn. Svokallaður þorskígildisstuðull er í þessum tilvikum 0,5 fyrir karfa en 5,0 fyrir humar.

Sjávarútvegsráðuneytið gefur árlega út svokallaða þorskígildisstuðla og er tafla um þá birt á vefsíðu Fiskistofu. Þar má sjá að stuðlarnir breytast frá ári til árs vegna breytinga á verðhlutföllum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimild:

Höfundar

Ulrika Andersson

vísindablaðamaður

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

27.5.2002

Spyrjandi

Þórólfur Sveinsson

Tilvísun

Ulrika Andersson og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvað er þorskígildi?“ Vísindavefurinn, 27. maí 2002, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2423.

Ulrika Andersson og Þorsteinn Vilhjálmsson. (2002, 27. maí). Hvað er þorskígildi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2423

Ulrika Andersson og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvað er þorskígildi?“ Vísindavefurinn. 27. maí. 2002. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2423>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er þorskígildi?
Þorskígildi eða þorskígildistonn eru orð sem notuð eru til að bera saman afla af mismunandi tegundum sjávarfangs.

Þorskígildistonn er það aflamagn eða veiðikvóti af tiltekinni tegund sem telst jafnverðmætt og eitt tonn af þorski. Segjum að verðið á kílógrammi af þorski sé 150 krónur kílóið, kílóið af karfa kosti 75 krónur og kílóið af humri 750 krónur. Þá er tonnið af karfa hálft þorskígildistonn en tonnið af humri á hinn bóginn 5 þorskígildistonn; það jafngildir 5 tonnum af þorski. Skip sem er með 150 tonna kvóta í karfa hefur því þar með 75 þorskígildistonn en 10 tonna kvóti af humri er 50 þorskígildistonn. Svokallaður þorskígildisstuðull er í þessum tilvikum 0,5 fyrir karfa en 5,0 fyrir humar.

Sjávarútvegsráðuneytið gefur árlega út svokallaða þorskígildisstuðla og er tafla um þá birt á vefsíðu Fiskistofu. Þar má sjá að stuðlarnir breytast frá ári til árs vegna breytinga á verðhlutföllum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimild:...