Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað þýðir hugtakið fjölskylda og hvað er fjölskyldumeðferð?

Á síðustu áratugum hafa orðið miklar breytingar á fjölskyldustofnuninni. Gerð hennar, samsetning, stærð, verkefni og hlutverk hafa gjörbreyst. Þannig er ekki lengur hægt að tala um fjölskylduna. Til eru svokallaðar kjarnafjölskyldur, einforeldris- og stjúpfjölskyldur og svo framvegis. Sambúð/hjónabönd eru ýmist st...

category-iconHeimspeki

Hvað er slaufun og hvað er slaufunarmenning?

Á undanförnum árum hefur orðið ákveðin samfélagsvakning í þeim skilningi að framfaraskref hafa verið tekin í málefnum ýmissa jaðarsettra hópa. Þar má til dæmis nefna réttindi hinsegin fólks og vaxandi umræðu um kynþáttahyggju. Eins og flest hafa orðið vör við hefur umræða um kynferðisofbeldi og áreitni sem og kynb...

category-iconHagfræði

Geta verðbætur talist tekjur?

Öll spurningin hljóðaði svona: Geta verðbætur talist tekjur? Verðbótum er ætlað að halda verðgildi upphæðar sem lögð er inn á reikning. Ef ég legg inn andvirði einnar brennivínsflösku í dag þá á ég að geta keypt eina slíka þegar ég seinna tek upphæðina út jafnvel í óðaverðbólgu. Getur það að bankinn bæti mér u...

category-iconEfnafræði

Er til einhver formúla fyrir því hversu mikið má kæla bjór áður en hann frýs?

Upphaflega spurningin var: Hversu mikið má kæla bjór áður en hann byrjar að frjósa? Er einhver formúla fyrir því (sem tekur tillit til hitastigs og vínanda)? Einfalda svarið er að bjór er að miklu leyti vatn (um 90-93%) og því hegðar hann sér að mestu eins og það. Við venjulegar aðstæður frýs vatn við 0°C og bjó...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvort er íslenskt vatn hart eða mjúkt og hvert er sýrustig þess?

Íslenskt drykkjarvatn er með því besta sem gerist í heiminum. Það er yfirleitt efnasnautt og ekki er þörf fyrir að bæta það með hreinsiefnum. Þannig er það með vatnið á höfuðborgarsvæðinu sem sótt er í borholur Gvendarbrunna í Heiðmörk. Við þurfum að hafa í huga að kalda vatnið er okkar dýrmætasta auðlind sem við...

category-iconHeimspeki

Hvað er það flóknasta í heiminum fyrir utan heiminn sjálfan?

Það eru ýmsar leiðir til að skilja þessa spurningu. Gerum þó ráð fyrir að við séum að tala um alheiminn og ekkert sé til fyrir utan heiminn. Þá hljómar spurningin svona: Hvað er það flóknasta í heiminum ef heimurinn sjálfur er ekki talinn með? Það eru margir hlutir í heiminum sem eru taldir flóknir. Heili og m...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað þarf að vera í sögu til þess að hún sé talin til Íslendingasagna?

Sögur þær sem Íslendingar rituðu á 13. og 14. öld, og fjalla um íslenska menn og málefni svonefndrar sögualdar (um 930–1030), hafa verið nefndar Íslendingasögur. Hátt í 40 sögur falla undir þessa skilgreiningu, og eiga þær – auk þess ofangreinda – ýmis sameiginleg einkenni. Talsverður tími leið frá því að atbu...

category-iconHeimspeki

Hver er syndafallskenning Rousseaus?

Að tala um „syndafall“ í kenningum svissneska heimspekingsins Jean-Jacques Rousseau (1712-1778) er líklega villandi þar sem hann fjallaði ekki um eiginlega „synd“ í kristilegum skilningi. Í ritinu Ritgerð um uppruna og grundvöll ójöfnuðar meðal manna (Discours sur l'origine et les fondements de l'inégualité parmi ...

category-iconLögfræði

Getur dyravörður í bíói bannað manni að koma með gos og nammi með sér í bíó?

Kaup á bíómiða er hluti af samningi sem kaupandi og seljandi miðans gera. Kaupandinn er í þessu tilviki kvikmyndahúsagesturinn og seljandi er kvikmyndahúsið. Samningurinn getur kveðið á um að athafnafrelsi kaupandans sæti ákveðnum takmörkunum. Þannig getur eigandi skemmtistaðar til dæmis sett reglur um klæðabur...

category-iconMálvísindi: íslensk

Nafnið Indriði er með þremur i-um, er það eina íslenska karlmannsnafnið með þremur i-um?

Indriði er eina nafnið sem mér er kunnugt um sem ritað er nú með þremur i-um. Önnur þríkvæð nöfn með sama sérhljóði finnast í nafnaforðanum, eins og til dæmis Aðalbrandur með þremur a-um, en þau eru fremur fá. Nafnið Indriði þekkist þegar í fornu máli ritað Eindriði eða Eindriðr. Í formála Snorra-Eddu er sonars...

category-iconStærðfræði

Hvað er tvíliðustuðullinn C(n,k) og hvers vegna er fjöldi tvíundastrengja af lengd n með k ása einmitt C(n,k)?

Formlega er tvíliðustuðullinn $C(n,k)$ skilgreindur sem fjöldi $k$ staka hlutmengja í $n$ staka mengi. Óformlega þýðir þetta að $C(n,k)$ er fjöldi möguleika á að velja $k$ hluti úr safni af $n$ hlutum, þar sem ekki skiptir máli í hvaða röð þessir $k$ hlutir eru valdir. Ef til dæmis velja á $5$ einstaklinga úr $10$...

category-iconFöstudagssvar

Þegar mér er bumbult, er mér þá ult í bumbinu eða bult í umbinu?

Orðið bumbult í íslensku hefur lengi reynst mikill leyndardómur. Raunar er svo farið að skilningur okkar á eðli alheimsins veltur á þessu sérstaka orði. Rannsóknir á uppruna þess hafa því orðið grundvöllur mikilvægs samstarfs raun- og hugvísindafólks sem hefur þó á stundum verið stormasamt. Á einum tímapunkti ...

category-iconFélagsvísindi

Eykst peningamagn í umferð með tilkomu greiðslukorta?

Greiðslukort, hvort heldur krítarkort eða debetkort, gegna um margt svipuðu hlutverki og peningar. Eitt af lykilhlutverkum peninga er að vera greiðslumiðill, tæki til að færa verðmæti milli manna sem eiga í viðskiptum. Greiðslukort gegna líka þessu hlutverki. Þegar vara eða þjónusta er greidd með debetkorti er...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er átt við með umframbyrði skatta?

Þótt heimasniðnir sauðskinnskór þekkist ekki lengur og handprjón teljist fremur tómstundagaman en heimilisverk er þó enn eitthvert lífsmark með heimilisiðnaði. Ef einhverju er að þakka virðist það helst vera nær óseðjandi þörf velferðarkerfisins fyrir skattheimtu. Tölvunarfræðingurinn eða tannlæknirinn sem hressir...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju eru hokkískautar með kúpt skautablað?

Við erum auðvitað ekki sérfræðingar í skautaíþróttinni og getum aðeins tjáð okkur um eðlisfræðilegar hliðar málsins. Aðrir gætu svo ef til vill bætt einhverju við út frá öðrum sjónarhornum. Kúpt blöð hokkískauta auðvelda skautaranum að stöðva sig skyndilega. Þeir sem keppa í skautahlaupi þurfa að ná sem mestum ...

Fleiri niðurstöður