Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 444 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Hvernig verkar hjartalínurit?

Hjartað er fjögurra hólfa dæla. Tvö efri hólfin kallast gáttir og taka þær við blóðinu frá líkamanum, sú hægri tekur við blóði frá vefjum líkamans en sú vinstri frá lungunum. Neðri hólfin kallast sleglar eða hvolf og er þeirra hlutverk að dæla blóðinu út í líkamann, hægri slegillinn til lungna þar sem loftskipti ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er helsta fæða snáka?

Slöngur eða snákar eru af ætt skriðdýra (Reptilia). Þær tilheyra sama ættbálki og eðlur en falla í undirættbálkinn Serpenta. Alls eru núlifandi slöngutegundir taldar vera um 2700. Eins og gefur að skilja er fæðuval snáka afar fjölbreytt og markast meðal annars af heimkynnum þeirra og stærð ásamt fleiri þáttum....

category-iconStærðfræði

Hvernig er sagan af því þegar Perelman leysti Poincaré-tilgátuna?

Alþjóðlega stærðfræðistofnunin (e. International Mathematical Union) er yfirleitt talin nokkurs konar æðsta vald í stærðfræði á alþjóðavettvangi. Stofnunin skipuleggur meðal annars heimsþing stærðfræðinga og veitir svokölluð Fields-verðlaun í greininni á fjögurra ára fresti. Verðlaunin þykja samsvara nokkurs konar...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað getið þið sagt mér um fléttur?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Hvað geturðu sagt mér um fléttur? Hver er stofn þeirra, er einhver samkeppni og hvert er kjörbýli þeirra? Fléttur eru sambýli sveppa og ljóstillífandi lífveru, ýmist blábaktería (e. cyanobacteria) eða grænþörungs. Sveppurinn er oftast ráðandi aðilinn í sambandinu og er nafn fl...

category-iconLæknisfræði

Hvers vegna er snákur notaður sem tákn læknisfræðinnar?

Það er rétt hjá spyrjanda að snákur eða slanga er einkennistákn læknisfræðinnar. Oft er slangan sýnd hringa sig utan um staf. Stafurinn tilheyrir Asklepíosi sem var grískur guð læknislistarinnar. Hann var sonur Apollons. Asklepíos kemur fyrir í Ilíonskviðu Hómers en þar er hann ekki talinn af guðakyni. Nokkrar ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er týrósín og hvaða áhrif hefur það á líkamann?

Týrósín er ein af þeim tuttugu amínósýrum sem líkami okkar þarfnast til að mynda prótín. Lifrin getur myndað týrósín úr amínósýrunni fenýlalanín og því er ekki nauðsynlegt að fá hana úr fæðunni. Týrósín er flokkuð undir arómata vegna benzenhringsins (hringur úr sex kolefnisatómum sem hvert um sig er tengt einu vet...

category-iconVeðurfræði

Eru tengsl á milli sjávarfalla og vinds þannig að vind lægi þegar fellur út?

Menn telja víða um land að samband sé á milli vinda og sjávarfalla og þá þannig að vindur aukist með aðfallinu, en það lægi þegar falla tekur út. Líklegt er að einhver raunveruleg reynsla sé að baki þessara alþýðuvísinda og er ekki aðeins talað um þetta hér á landi heldur einnig í Noregi, á Bretlandseyjum og ef ti...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getur þú sagt mér allt um svarta nashyrninginn?

Svarti nashyrningurinn (Diceros bicornis) er önnur af tveimur tegundum nashyrninga í Afríku. Hin tegundin er hvíti nashyrningurinn (Ceratotherium simum). Hvor tegund skiptist síðan í nokkrar deilitegundir. Svarti nashyrningurinn er talsvert minni en sá hvíti. Stærðarmunur milli kynja hjá svarta nashyrningnum er...

category-iconFélagsvísindi

Af hverju er Norður-Írland ekki sjálfstætt?

Hér er einnig svarað spurningunni: Hvað veldur deilunni á Norður-Írlandi og hvað eru IRA og Sinn Fein? Í stuttu máli má segja að það hefur einfaldlega ekki verið krafa neinna meginaðila átakanna á Norður-Írlandi að Norður-Írland verði sjálfstætt ríki. Vissulega hafa slíkar raddir heyrst en hugmyndir í þessa veru ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver er regla Bells? Er hægt að nota hana til að afsanna óraunverulegar veraldir?

Spurningin í heild var upphaflega sem hér segir:Hver er Bells-reglan (Bell's theorem). Er hægt að nýta hana til að afsanna allar óraunverulegar veraldir fyrir utan þá sem við skynjum daglega, t.d. draumheima og aðra ,,andaheima"?Árið 1935 gaf Albert Einstein út grein ásamt tveimur starfsfélögum sínum, þar sem þeir...

category-iconBókmenntir og listir

Hver er hin eina sanna list?

Við þessari spurningu er vitanlega ekkert eitt svar, en spurningar um hvað sé list og hvort einhverjar listgreinar séu öðrum æðri hafa lengi fylgt manninum. Í skáldskaparfræðum sínum reyndi heimspekingurinn Aristóteles (384-322 f. Kr.) að svara því hvað sé list eða skáldskapur, og hvaða tegundir skáldskapar séu...

category-iconHeimspeki

Hvað er frelsi, hve frjáls getur maður verið?

Við segjum ýmist að athafnir séu frjálsar eða ófrjálsar, og tölum þá um athafnafrelsi eða að fólk sé frjálst eða ófrjálst, og tölum þá um persónufrelsi. Þetta tvennt þarf ekki að fara saman. Ófrjálsum manni, til dæmis þræli, getur verið frjálst að gera ýmislegt og frjálsum manni, til dæmis venjulegum íslenskum rík...

category-iconHugvísindi

Hver var Comenius? Hvað gerði hann sögulegt?

John Amos Comenius, eða Jan Ámos Komenský eins og hann heitir á tékknesku, fæddist 28. mars 1592 í bænum Nivnice í Móravíu, sem tilheyrir nú Tékklandi en heyrði undir veldi Habsborgara á þeim tíma. Hann var þekktur trúarleiðtogi mótmælenda, en er frægastur fyrir að hafa bylt uppeldisfræðum samtímans og komið fram ...

category-iconTrúarbrögð

Hvernig útskýra kirkjunnar menn Adam og Evu út frá þróunarkenningunni?

Vísindi og kristin trú eru án efa þær stofnanir vestrænnar menningar sem mest áhrif hafa haft á þróun hennar undanfarnar aldir. Því hefur hins vegar löngum verið haldið fram að grundvallarágreiningur hafi ríkt milli þessara stofnana síðan katólska kirkjan dæmdi Galíleó (1564-1642) í stofufangelsi fyrir að aðhyllas...

category-iconLögfræði

Getur lögreglan handtekið einstakling fyrir öll þau brot sem varða við lög?

Nei, lögreglan getur ekki handtekið menn fyrir öll brot sem varða við lög. Lögregla hefur aðeins heimild til að handtaka menn fyrir brot sem varða við refsingu eða í sérstökum tilvikum þegar þarf að fjarlægja menn sem valda vandræðum eða eru líklegir til þess. Nánari heimildir um þetta má finna í lögreglulögum. ...

Fleiri niðurstöður