Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju er Norður-Írland ekki sjálfstætt?

Davíð Logi Sigurðsson

Hér er einnig svarað spurningunni:
  • Hvað veldur deilunni á Norður-Írlandi og hvað eru IRA og Sinn Fein?

Í stuttu máli má segja að það hefur einfaldlega ekki verið krafa neinna meginaðila átakanna á Norður-Írlandi að Norður-Írland verði sjálfstætt ríki. Vissulega hafa slíkar raddir heyrst en hugmyndir í þessa veru hafa ekki verið ofarlega á baugi og hafa ekki skipt sköpum um þróun mála. Rétt er að taka þetta fram í upphafi áður en tekið er til við að reyna að telja til skýringar á því ástandi sem ríkt hefur á Norður-Írlandi undanfarin þrjátíu og fimm ár eða svo.




Norður-Írland er klofið samfélag og hefur verið allt frá stofnun 1920. Annars vegar er um að ræða hina svonefndu sambandssinna en þeir eru mótmælendatrúar. Orðið sambandssinni kemur til af því að sambandssinnar vilja viðhalda sambandinu við bresku krúnuna og ekki heyra á það minnst að Norður-Írland sameinist Írlandi.


Hins vegar er um að ræða þjóðernissinna, sem eru kaþólskrar trúar, líkt og meginþorri næstu nágranna Norður-Írlands, það er írska lýðveldisins. Ekki vilja þó allir þjóðernissinnar/kaþólikkar á Norður-Írlandi rjúfa tengslin við Bretland og sameinast Írlandi en krafan einkennir þó pólitísk sjónarmið meginþorra þeirra manna, sem komið hafa fram fyrir hönd kaþólikka á Norður-Írlandi undanfarna áratugi.


Sambandssinnar hafa alla tíð verið fleiri en þjóðernissinnar á Norður-Írlandi en nokkuð hefur dregið saman á síðustu árum. Nýjustu mannfjöldatölur sýna að 53,1% íbúanna eru mótmælendatrúar en 43,8% kaþólskrar trúar. Aðrir eru ekki kristinnar trúar (3,1%).


Norður-Írland varð til með lagasetningu breskra stjórnvalda árið 1920. Þá hafði í nokkur ár geisað ófremdarástand á eyjunni Írlandi, sem um aldir hafði tilheyrt Bretlandi. Íbúar Írlands voru alla tíð kaþólskir en ein sýsla skar sig þó úr, að minnsta kosti frá sautjándu öld og æ síðan; í Ulster (þar sem Norður-Írland er nú), í norðausturhlutanum, voru hlutfallslega margir mótmælendur. Þetta var ekki tilviljun því Bretakonungur hafði markvisst „flutt inn” mótmælendur, einkum frá Skotlandi. Markmiðið var að koma því til leiðar að íbúar eyjunnar sýndu honum meiri hollustu, en kaþólikkar voru litnir hornauga í hinu breska konungsveldi.


Á nítjándu öld styrktist hreyfing sjálfstæðissinna á Írlandi, þeirra sem vildu auka réttindi íbúa eyjunnar og komast undan yfirráðum stjórnvalda í Lundúnum. Framan af skipuðu margir mótmælendur þessa fylkingu (að jafnaði þó ekki þeir mótmælendur sem bjuggu í Ulster). Þeim fannst yfirvöld í Lundúnum skattpína þegna sína á Írlandi um of og vildu bregðast við því gerræði, fá aukinn hluta valdanna í eigin hendur. Sjálfstæðishreyfing Íra þróaðist þó í svipaða átt og sambærilegar hreyfingar annars staðar í Evrópu (og víðar) á þessum árum, krafan varð fullveldi, algert sjálfræði, sjálfstæði.


Eftir því sem þjóðfrelsissinnum óx ásmegin undir lok nítjándu aldar og í upphafi þeirrar tuttugustu tóku mótmælendur í Ulster að óttast um sinn hag. Þeir máttu ekki heyra á það minnst að verða skildir eftir í kaþólsku Írlandi, færi svo að sjálfstæðismenn þar næðu markmiði sínu. Árið 1916 gerði lítill hópur manna uppreisn í Dublin, sem Bretar börðu niður af hörku. Harkan vakti reiði meðal (kaþólskra) Íra, frelsisfylkingin tvíefldist og blés í herlúðra gegn breskum yfirráðum og blóðugt frelsisstríð var háð á árunum 1919-1921. Írski lýðveldisherinn, IRA (Irish Republican Army), beitti þar skæruhernaði gegn ofureflinu, breska hernum, með nægilega góðum árangri til að bresk stjórnvöld ákváðu árið 1921 að ganga til samninga. Niðurstaða samningaviðræðnanna varð sú að Írland fékk fullveldi (varð það sem kallað var „fríríki”) í konungssambandi við Bretland. En um leið varð til sérstakt ríki í Ulster – Norður-Írland – með sömu réttindi þar sem mótmælendur réðu ríkjum.


Þjóðfrelsissinnar í Dublin undu þessu illa – háðu reyndar borgarastríð 1922-1923 um samninginn við Breta – en niðurstaðan var semsagt sú, að frelsisbaráttu Íra lyktaði með þessum ófullkomna sigri, þ.e. hluti eyjunnar var skorinn frá og tilheyrði áfram Bretlandi. Voru 62% íbúa Norður-Írlands í upphafi mótmælendur, 38% voru hins vegar kaþólikkar sem hefðu kosið að deila gleðinni með félögum sínum sunnar í Írlandi. Í staðinn var þetta fólk innlyksa í hinu nýja ríki mótmælenda, Norður-Írlandi.



IRA, samtök herskárra kaþólikka, berst fyrir því að Írland verði sameinað á nýjan leik og Norður-Írland lúti ekki undir breska stjórn.

Bresk stjórnvöld voru þeirri stund fegnust þegar vandamál Írlands höfðu verið tekin af dagskrá breskra stjórnmála með samningnum árið 1921. Þau skiptu sér því lítið af framferði þeirra manna sem réðu ríkjum í Belfast, höfuðstað Norður-Írlands, frá 1921. Þar er að finna rætur þeirra átaka sem blossuðu upp á Norður-Írlandi á sjöunda áratug síðustu aldar.

Sambandsinnarnir, sem réðu ríkjum, lögðu nefnilega höfuðáherslu á að tryggja yfirráð sín og setja ýmsa varnargarða fyrir því, að kaþólikkar gætu náð því markmiði sínu að sameina Írland í eina heild á ný. Hugsanlega voru þetta skiljanleg viðbrögð – sambandssinnar litu á hina kaþólsku íbúa ríkisins sem eins konar Trójuhest, óvinaherdeild innan virkisveggjanna – en of langt var gengið í því að gera kaþólikka að annars flokks borgurum. Þeim var haldið niðri með öllum ráðum. Hlutfallskosningar voru meðal annars lagðar niður og kjördæmaskipan þannig úr vegi gerð að jafnvel þar sem kaþólikkar voru í meirihluta nýttist þeim sá meirihluti ekki til neinna pólitískra áhrifa. Þeir fengu ekki vinnu hjá hinu opinbera, nema hugsanlega störf neðst í metorðastiganum. Sem dæmi má nefna að allt fram til 1972 voru 95% háttsettra embættismanna mótmælendatrúar. Þá réðu einkafyrirtæki í eigu mótmælenda oft ekki kaþólikka í vinnu. Kaþólikkar áttu einnig erfitt með að fá úthlutað húsnæði og stafaði þetta af því að húseigendur hlutu sjálfkrafa kosningarétt og sambandssinnar töldu það ekki heillavænlegt að fjölga kaþólskum kjósendum. Fyrir vikið bjuggu kaþólskar fjölskyldur gjarnan við mikla fátækt og fjölmennar fjölskyldur máttu þola það að búa í óíbúðarhæfum og afar litlum íbúðum. Síðast en ekki síst kvörtuðu kaþólikkar undan því að lögreglan – 90% lögreglumanna voru mótmælendur – beitti þá misrétti og harðræði.


Á sjöunda áratugnum risu kaþólikkar loks upp gegn þessu harðræði, blásnir andagift frá Bandaríkjunum þar sem blökkumannaleiðtoganum Martin Luther King hafði tekist að koma aðstæðum blökkufólks á dagskrá stjórnmálanna.


Mannréttindahreyfing kaþólikka var í upphafi friðsamleg. Yfirvöld í Belfast og þá einkum lögreglan brugðust hins vegar við af offorsi og beittu ofbeldi þegar kaþólikkar gengu kröfugöngur sínar. Frá árinu 1968 ríkti skálmöld á Norður-Írland og atburðir blóðuga sunnudagsins (Bloody Sunday) 31. janúar 1972 mörkuðu síðan þáttaskil. Þá skutu breskir hermenn þrettán óbreytta og óvopnaða kaþólska borgara til bana í kröfugöngu í borginni Derry.



Á blóðuga sunnudeginum brutust út hörð átök þegar kaþólikkar hugðust fara í friðsamlega kröfugöngu.


Skálmöldin ríkti þó ekki síður vegna þess að nú var Írski lýðveldisherinn, IRA, kominn aftur fram á sjónarsviðið og hafði nú umbreyst úr frelsisher fyrri tíma í hryðjuverkasamtök sem hikuðu ekki við að fremja grimmúðleg ódæðisverk til að koma þeirri kröfu sinni á framfæri, að Írland yrði sameinað á ný. Segja má að það liggi í hlutarins eðli að hryðjuverkamenn gátu ekki komið fram opinberlega til að ítreka kröfur sínar (lögreglan hefði reynt að handtaka þá). Er fram liðu stundir komu því fram á sjónarsviðið pólitísk samtök, Sinn Féin, og eru þau jafnan sögð vera stjórnmálaarmur IRA. Margt er á huldu um starfsemi IRA, fáum blandast þó hugur um að tengsl séu á milli IRA og Sinn Féin og hafa verið fyrir hendi.


Atburðir á Norður-Írlandi frá og með árinu 1968 ollu því að bresk stjórnvöld tóku aftur að gefa málum gaum. Þrýstu þau á stjórn sambandssinna í Belfast að bregðast við umkvörtunum kaþólikka en allt kom fyrir ekki og eftir blóðuga sunnudaginn settu þau stjórnina í Belfast af og stjórnuðu héraðinu beint frá London á ný.


Talið er að um 3.500 manns hafi fallið í vargöldinni á Norður-Írlandi. Um síðir var efnt til friðarviðræðna og fæddu þær árið 1998 af sér Belfast-friðarsamkomulagið svokallaða. Samkomulagið fól meðal annars í sér að kaþólikkar og mótmælendur yrðu að deila völdum. Þá átti að auka samskiptin við írsku stjórnina í Dublin, allir öfgahópar eins og IRA skyldu afvopnast og þá var, að kröfu kaþólskra, kveðið á um endurbætur á norður-írsku lögreglunni. Framkvæmd samningsins hefur ekki gengið vandræðalaust en hægt er að fullyrða að hann hafi haft góð og varanleg áhrif. Þó að mikið vantraust ríki enn milli kaþólikka og mótmælenda er ástandið á Norður-Írlandi um þessar mundir tiltölulega stöðugt og mjög hefur dregið úr ofbeldisverkum er tengjast beint deilum mótmælenda og kaþólikka.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Helstu heimildir:
  • David Harkness, Northern Ireland since 1920 (1983).
  • David McKittrick og David McVea, Making Sense of the Troubles (2001).
  • Ed Moloney, A Secret History of the IRA (2002).
  • Brendan O´Leary og John McGarry, The Politics of Antagonism. Understanding Northern Ireland (önnur útgáfa, 1997).
  • Brendan O´Leary og John McGarry, Explaining Northern Ireland. Broken Images (1995).


Myndir:

Höfundur

MA í írskum fræðum

Útgáfudagur

25.6.2004

Spyrjandi

Jón Jónsson, f. 1988

Tilvísun

Davíð Logi Sigurðsson. „Af hverju er Norður-Írland ekki sjálfstætt?“ Vísindavefurinn, 25. júní 2004, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4374.

Davíð Logi Sigurðsson. (2004, 25. júní). Af hverju er Norður-Írland ekki sjálfstætt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4374

Davíð Logi Sigurðsson. „Af hverju er Norður-Írland ekki sjálfstætt?“ Vísindavefurinn. 25. jún. 2004. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4374>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju er Norður-Írland ekki sjálfstætt?
Hér er einnig svarað spurningunni:

  • Hvað veldur deilunni á Norður-Írlandi og hvað eru IRA og Sinn Fein?

Í stuttu máli má segja að það hefur einfaldlega ekki verið krafa neinna meginaðila átakanna á Norður-Írlandi að Norður-Írland verði sjálfstætt ríki. Vissulega hafa slíkar raddir heyrst en hugmyndir í þessa veru hafa ekki verið ofarlega á baugi og hafa ekki skipt sköpum um þróun mála. Rétt er að taka þetta fram í upphafi áður en tekið er til við að reyna að telja til skýringar á því ástandi sem ríkt hefur á Norður-Írlandi undanfarin þrjátíu og fimm ár eða svo.




Norður-Írland er klofið samfélag og hefur verið allt frá stofnun 1920. Annars vegar er um að ræða hina svonefndu sambandssinna en þeir eru mótmælendatrúar. Orðið sambandssinni kemur til af því að sambandssinnar vilja viðhalda sambandinu við bresku krúnuna og ekki heyra á það minnst að Norður-Írland sameinist Írlandi.


Hins vegar er um að ræða þjóðernissinna, sem eru kaþólskrar trúar, líkt og meginþorri næstu nágranna Norður-Írlands, það er írska lýðveldisins. Ekki vilja þó allir þjóðernissinnar/kaþólikkar á Norður-Írlandi rjúfa tengslin við Bretland og sameinast Írlandi en krafan einkennir þó pólitísk sjónarmið meginþorra þeirra manna, sem komið hafa fram fyrir hönd kaþólikka á Norður-Írlandi undanfarna áratugi.


Sambandssinnar hafa alla tíð verið fleiri en þjóðernissinnar á Norður-Írlandi en nokkuð hefur dregið saman á síðustu árum. Nýjustu mannfjöldatölur sýna að 53,1% íbúanna eru mótmælendatrúar en 43,8% kaþólskrar trúar. Aðrir eru ekki kristinnar trúar (3,1%).


Norður-Írland varð til með lagasetningu breskra stjórnvalda árið 1920. Þá hafði í nokkur ár geisað ófremdarástand á eyjunni Írlandi, sem um aldir hafði tilheyrt Bretlandi. Íbúar Írlands voru alla tíð kaþólskir en ein sýsla skar sig þó úr, að minnsta kosti frá sautjándu öld og æ síðan; í Ulster (þar sem Norður-Írland er nú), í norðausturhlutanum, voru hlutfallslega margir mótmælendur. Þetta var ekki tilviljun því Bretakonungur hafði markvisst „flutt inn” mótmælendur, einkum frá Skotlandi. Markmiðið var að koma því til leiðar að íbúar eyjunnar sýndu honum meiri hollustu, en kaþólikkar voru litnir hornauga í hinu breska konungsveldi.


Á nítjándu öld styrktist hreyfing sjálfstæðissinna á Írlandi, þeirra sem vildu auka réttindi íbúa eyjunnar og komast undan yfirráðum stjórnvalda í Lundúnum. Framan af skipuðu margir mótmælendur þessa fylkingu (að jafnaði þó ekki þeir mótmælendur sem bjuggu í Ulster). Þeim fannst yfirvöld í Lundúnum skattpína þegna sína á Írlandi um of og vildu bregðast við því gerræði, fá aukinn hluta valdanna í eigin hendur. Sjálfstæðishreyfing Íra þróaðist þó í svipaða átt og sambærilegar hreyfingar annars staðar í Evrópu (og víðar) á þessum árum, krafan varð fullveldi, algert sjálfræði, sjálfstæði.


Eftir því sem þjóðfrelsissinnum óx ásmegin undir lok nítjándu aldar og í upphafi þeirrar tuttugustu tóku mótmælendur í Ulster að óttast um sinn hag. Þeir máttu ekki heyra á það minnst að verða skildir eftir í kaþólsku Írlandi, færi svo að sjálfstæðismenn þar næðu markmiði sínu. Árið 1916 gerði lítill hópur manna uppreisn í Dublin, sem Bretar börðu niður af hörku. Harkan vakti reiði meðal (kaþólskra) Íra, frelsisfylkingin tvíefldist og blés í herlúðra gegn breskum yfirráðum og blóðugt frelsisstríð var háð á árunum 1919-1921. Írski lýðveldisherinn, IRA (Irish Republican Army), beitti þar skæruhernaði gegn ofureflinu, breska hernum, með nægilega góðum árangri til að bresk stjórnvöld ákváðu árið 1921 að ganga til samninga. Niðurstaða samningaviðræðnanna varð sú að Írland fékk fullveldi (varð það sem kallað var „fríríki”) í konungssambandi við Bretland. En um leið varð til sérstakt ríki í Ulster – Norður-Írland – með sömu réttindi þar sem mótmælendur réðu ríkjum.


Þjóðfrelsissinnar í Dublin undu þessu illa – háðu reyndar borgarastríð 1922-1923 um samninginn við Breta – en niðurstaðan var semsagt sú, að frelsisbaráttu Íra lyktaði með þessum ófullkomna sigri, þ.e. hluti eyjunnar var skorinn frá og tilheyrði áfram Bretlandi. Voru 62% íbúa Norður-Írlands í upphafi mótmælendur, 38% voru hins vegar kaþólikkar sem hefðu kosið að deila gleðinni með félögum sínum sunnar í Írlandi. Í staðinn var þetta fólk innlyksa í hinu nýja ríki mótmælenda, Norður-Írlandi.



IRA, samtök herskárra kaþólikka, berst fyrir því að Írland verði sameinað á nýjan leik og Norður-Írland lúti ekki undir breska stjórn.

Bresk stjórnvöld voru þeirri stund fegnust þegar vandamál Írlands höfðu verið tekin af dagskrá breskra stjórnmála með samningnum árið 1921. Þau skiptu sér því lítið af framferði þeirra manna sem réðu ríkjum í Belfast, höfuðstað Norður-Írlands, frá 1921. Þar er að finna rætur þeirra átaka sem blossuðu upp á Norður-Írlandi á sjöunda áratug síðustu aldar.

Sambandsinnarnir, sem réðu ríkjum, lögðu nefnilega höfuðáherslu á að tryggja yfirráð sín og setja ýmsa varnargarða fyrir því, að kaþólikkar gætu náð því markmiði sínu að sameina Írland í eina heild á ný. Hugsanlega voru þetta skiljanleg viðbrögð – sambandssinnar litu á hina kaþólsku íbúa ríkisins sem eins konar Trójuhest, óvinaherdeild innan virkisveggjanna – en of langt var gengið í því að gera kaþólikka að annars flokks borgurum. Þeim var haldið niðri með öllum ráðum. Hlutfallskosningar voru meðal annars lagðar niður og kjördæmaskipan þannig úr vegi gerð að jafnvel þar sem kaþólikkar voru í meirihluta nýttist þeim sá meirihluti ekki til neinna pólitískra áhrifa. Þeir fengu ekki vinnu hjá hinu opinbera, nema hugsanlega störf neðst í metorðastiganum. Sem dæmi má nefna að allt fram til 1972 voru 95% háttsettra embættismanna mótmælendatrúar. Þá réðu einkafyrirtæki í eigu mótmælenda oft ekki kaþólikka í vinnu. Kaþólikkar áttu einnig erfitt með að fá úthlutað húsnæði og stafaði þetta af því að húseigendur hlutu sjálfkrafa kosningarétt og sambandssinnar töldu það ekki heillavænlegt að fjölga kaþólskum kjósendum. Fyrir vikið bjuggu kaþólskar fjölskyldur gjarnan við mikla fátækt og fjölmennar fjölskyldur máttu þola það að búa í óíbúðarhæfum og afar litlum íbúðum. Síðast en ekki síst kvörtuðu kaþólikkar undan því að lögreglan – 90% lögreglumanna voru mótmælendur – beitti þá misrétti og harðræði.


Á sjöunda áratugnum risu kaþólikkar loks upp gegn þessu harðræði, blásnir andagift frá Bandaríkjunum þar sem blökkumannaleiðtoganum Martin Luther King hafði tekist að koma aðstæðum blökkufólks á dagskrá stjórnmálanna.


Mannréttindahreyfing kaþólikka var í upphafi friðsamleg. Yfirvöld í Belfast og þá einkum lögreglan brugðust hins vegar við af offorsi og beittu ofbeldi þegar kaþólikkar gengu kröfugöngur sínar. Frá árinu 1968 ríkti skálmöld á Norður-Írland og atburðir blóðuga sunnudagsins (Bloody Sunday) 31. janúar 1972 mörkuðu síðan þáttaskil. Þá skutu breskir hermenn þrettán óbreytta og óvopnaða kaþólska borgara til bana í kröfugöngu í borginni Derry.



Á blóðuga sunnudeginum brutust út hörð átök þegar kaþólikkar hugðust fara í friðsamlega kröfugöngu.


Skálmöldin ríkti þó ekki síður vegna þess að nú var Írski lýðveldisherinn, IRA, kominn aftur fram á sjónarsviðið og hafði nú umbreyst úr frelsisher fyrri tíma í hryðjuverkasamtök sem hikuðu ekki við að fremja grimmúðleg ódæðisverk til að koma þeirri kröfu sinni á framfæri, að Írland yrði sameinað á ný. Segja má að það liggi í hlutarins eðli að hryðjuverkamenn gátu ekki komið fram opinberlega til að ítreka kröfur sínar (lögreglan hefði reynt að handtaka þá). Er fram liðu stundir komu því fram á sjónarsviðið pólitísk samtök, Sinn Féin, og eru þau jafnan sögð vera stjórnmálaarmur IRA. Margt er á huldu um starfsemi IRA, fáum blandast þó hugur um að tengsl séu á milli IRA og Sinn Féin og hafa verið fyrir hendi.


Atburðir á Norður-Írlandi frá og með árinu 1968 ollu því að bresk stjórnvöld tóku aftur að gefa málum gaum. Þrýstu þau á stjórn sambandssinna í Belfast að bregðast við umkvörtunum kaþólikka en allt kom fyrir ekki og eftir blóðuga sunnudaginn settu þau stjórnina í Belfast af og stjórnuðu héraðinu beint frá London á ný.


Talið er að um 3.500 manns hafi fallið í vargöldinni á Norður-Írlandi. Um síðir var efnt til friðarviðræðna og fæddu þær árið 1998 af sér Belfast-friðarsamkomulagið svokallaða. Samkomulagið fól meðal annars í sér að kaþólikkar og mótmælendur yrðu að deila völdum. Þá átti að auka samskiptin við írsku stjórnina í Dublin, allir öfgahópar eins og IRA skyldu afvopnast og þá var, að kröfu kaþólskra, kveðið á um endurbætur á norður-írsku lögreglunni. Framkvæmd samningsins hefur ekki gengið vandræðalaust en hægt er að fullyrða að hann hafi haft góð og varanleg áhrif. Þó að mikið vantraust ríki enn milli kaþólikka og mótmælenda er ástandið á Norður-Írlandi um þessar mundir tiltölulega stöðugt og mjög hefur dregið úr ofbeldisverkum er tengjast beint deilum mótmælenda og kaþólikka.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Helstu heimildir:
  • David Harkness, Northern Ireland since 1920 (1983).
  • David McKittrick og David McVea, Making Sense of the Troubles (2001).
  • Ed Moloney, A Secret History of the IRA (2002).
  • Brendan O´Leary og John McGarry, The Politics of Antagonism. Understanding Northern Ireland (önnur útgáfa, 1997).
  • Brendan O´Leary og John McGarry, Explaining Northern Ireland. Broken Images (1995).


Myndir:

...