Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2179 svör fundust

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er deus ex machina?

Latneska orðasambandið deus ex machina þýðir bókstaflega 'guð úr vélinni'. Það kemur úr skáldskaparfræðum og vísar til sérstaks leiksviðsbúnaðar sem notaður var til forna, eins konar körfu sem hægt var að hala upp og niður. Grísk leikritaskáld nýttu sér 'guð úr vélinni' til að leysa úr erfiðum flækjum leikrita sin...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvernig í ósköpunum kom Hannibal fílum yfir ískalda Alpana?

Leiðin sem Hannibal fór er ekki þekkt í öllum smáatriðum þótt fornir sagnaritarar greini frá leiðangrinum í löngu máli. Enn fremur er ekki alltaf ljóst hvaðan upplýsingar sagnaritaranna koma og vert að velta því aðeins fyrir sér áður en lengra er haldið. Elsta og besta ritaða heimildin um Alpaför Hannibals, sem en...

category-iconJarðvísindi

Hvað getið þið sagt mér um Brennisteinsfjöll?

Ein megingosrein þessa kerfis liggur um Brennisteinsfjöll og kallast Brennisteinsfjallarein. Hún er með suðvestur-norðaustur stefnu og um 45 kílómetra löng, sjá mynd 1. Gosstöðvar ná yfir syðstu 33 kílómetrana. Suðurmörk reinarinnar eru við Geitahlíð, um tvo kílómetra frá sjó, og norðurmörkin norður undir Borgarhó...

category-iconTrúarbrögð

Hver eru inntökuskilyrðin í Himnaríki?

Handan heimsins, rúms og tíma, er til Guð og ímyndað aðsetur hans má kalla himna. En þegar spurt er hvort Himnaríki sé til og hverjir komist þangað er sennilega einnig verið að spyrja um staðinn sem börnum er kennt að afi þeirra og amma fari til eftir dauðann, og dveljist þar með Guði. Þessi heimur er sá sem Jesús...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Í hvora áttina vex tunglið, frá hægri til vinstri eða vinstri til hægri?

Á myndinni má sjá hvernig örmjó ræma eða sigð sést fyrst meðfram hægri kantinum á tunglinu um sólsetur. Mánasigðin vex síðan smám saman eftir því sem líður á tunglmánuðinn þar til hann er hálfnaður og komið er fullt tungl. Þá verður hægri kanturinn fyrst dökkur og myrkrið færist síðan smám saman yfir um leið og tu...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er hvíldarpúls og hvað getur hann orðið hægur?

Hvíldarpúls er fjöldi hjartslátta á mínútu í hvíld. Eðlilegur hvíldarpúls er einstaklingsbundinn og breytilegur eftir aldri. Nýfædd börn hafa hraðann hvíldarpúls, um 100-160 slög á mínútu, en þegar þau stækka hægist á púlsinum. Eðlilegur hvíldarpúls fullorðinna er á bilinu 35-100 slög á mínútu, að meðaltali er han...

category-iconJarðvísindi

Hvaða bæir eru í hættu ef Snæfellsjökull gýs?

Hér er einnig svarað spurningunum: Ef Snæfellsjökull gýs eyðileggst Ólafsvík?Ef Snæfellsjökull gýs verður þá jarðskjálfti í Grundarfirði og hversu stór? Verði eldgos í Snæfellsjökli má fullyrða að allir bæir undir hlíðarfæti jökulsins séu í hættu. Með öðrum orðum, öllum mannvirkjum og byggðum bólum frá Ólafsvík ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað geta selir verið lengi í kafi í einu?

Rannsóknir á landselum sem meðal annars lifa hér við land hafa sýnt að þeir geta verið í kafi í allt að 25 mínútur í einu og farið niður á 300 metra dýpi í leit að fæðu. Enginn selur kafar þó lengur en Weddelselurinn sem lifir við suðurheimskautið. Hann er vanalega 20 mínútur í kafi en mælingar hafa sýnt að ha...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Ef allir bílar í heiminum gengju fyrir vetni myndi þá rigna endalaust um allan heim?

Í stuttu máli: Nei það myndi ekki gerast. Vert er að líta á nokkur atriði í þessu sambandi. Þegar bílar eru í gangi gefa þeir frá sér bæði vatnsgufu og koltvísýring (CO2). Nú þegar berst því mikil vatnsgufa út í andrúmsloftið frá allri umferð. Umferðin ásamt hitun frá húsum og ljósum í borginni veldur því einn...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju getum við ekki andað í vatni?

Öndunarfæri okkar, sem kallast lungu, hafa þróast til að vinna súrefni úr andrúmsloftinu. Lungun eru svampkenndur poki með flókinni innri byggingu og þau eru staðsett í brjóstholinu. Lungun samanstanda af barka sem gengur inn í þau, barkinn greinist síðan niður í berkjur og þær greinast ennfrekar niður í lungunum ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig verður hunang til og hvernig koma býflugurnar því í býflugnabúið?

Býflugur búa til hunang úr blómasykri (e. nectar). Blómasykur er aðallega vatn eða um 80% en í honum eru einnig flóknar fjölsykrur. Býflugurnar nota langa rörlaga tungu eða rana til að sjúga upp blómasykurinn og geyma hann síðan í eins konar hunangssarpi. Býflugur hafa í reynd tvo maga, annars vegar hunangssarpinn...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig myndast þúfur?

Þúfur eru afleiðingar frostlyftingar og frostþenslu á gróinni jörð. Jarðvegur á Íslandi inniheldur talsvert af vatni. Á veturna frýs jarðvegurinn smám saman niður á ákveðið dýpi, fyrst myndast ísnálar sem síðan renna saman og geta myndað klakahellu. Þegar vatnið frýst þenst það út í jarðveginum og til verður s...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er eitthvað til í því að gos og bjór í glerflöskum bragðist betur en sömu drykkir í áldósum?

Líklega hefur þetta meira að gera með hvernig fólk upplifir að drekka úr dós samanborið við flösku. Varmaleiðni umbúðanna gæti skipt máli í þessu samhengi en gler er verri varmaleiðari en ál og innihaldið helst því lengur kalt í hendi sé það í flöskum. Það má hins vegar færa sterk rök fyrir því að glerflöskur ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Ef það kemur kvika upp úr jörðinni við eldgos myndast þá ekki tómarúm annars staðar eða er kvikuframleiðsla endalaus?

Ágæt spurning, en svarið er nei – ekkert tómarúm myndast. Reyndar er til merk regla í jarðfræðinni sem segir: Náttúran þolir ekki tómarúm (á ensku: Nature abhors vacuum). Kannski mætti líkja eldstöð við vatnsfyllta blöðru sem hleypt er úr: rúmmál blöðrunnar minnkar sem svarar vatnstapinu en blaðran er jafnfull...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað merkir það þegar köttur dillar rófunni?

Rófan er eitt mikilvægasta tjáningartæki katta og gegnir veigamiklu hlutverki í táknmáli þeirra. Með því að fylgjast með rófunni má fá miklar upplýsingar um líðan katta. Sem dæmi má nefna að þegar köttur dillar skottinu taktfast, til dæmis þegar hann liggur og einhver klappar honum, þá er það merki um pirring og ...

Fleiri niðurstöður