Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða bæir eru í hættu ef Snæfellsjökull gýs?

Ármann Höskuldsson

Hér er einnig svarað spurningunum:
  • Ef Snæfellsjökull gýs eyðileggst Ólafsvík?
  • Ef Snæfellsjökull gýs verður þá jarðskjálfti í Grundarfirði og hversu stór?

Verði eldgos í Snæfellsjökli má fullyrða að allir bæir undir hlíðarfæti jökulsins séu í hættu. Með öðrum orðum, öllum mannvirkjum og byggðum bólum frá Ólafsvík í norðri til Breiðavíkur í suðri stafar hætta af eldsumbrotum í jöklinum.

Hins vegar eru eldsumbrot misumfangsmikil og er hættan sem af þeim stafar í hlutfalli við stærð þeirra. Þannig er hægt að fullyrða að í allra stærstu eldgosum sem við getum hugsað okkur að verði í Snæfellsjökli muni öll byggð á nesinu eyðast. Meira að segja stæði Reykjavík, hinum megin við Faxaflóann, ógn af slíku gosi eins og lesa má um í svari sama höfundar við spurningunni Hvaða hlutar Reykjavíkur væru í hættu ef flóðbylgja kæmi vegna eldgoss í Snæfellsjökli?

Í smærri gosum (hraungosum) myndi áhættusvæði því fyrst og fremst afmarkast af því hvar í hlíðum jökulsins gossprungan opnaðist. Í öllum eldgosum neðan snælínu mundi hraun streyma niður brekkur fjallsins. Ef hins vegar yrði smágos innan marka jökulsins mundi hann bráðna og mynda jökulhlaup sem að steypast niður hlíðar jökulsins. Ef jökulhlaup verða þá eru það vatnaskil um jökulinn sem að ákvarða hvert hlaupvatn fer.

Í stærstu gosum mundi Ólafsvík líklega þurrkast út en í minni gosum færi það allt eftir því hvar gossprungan opnaðist hvort þorpið skaðaðist eður ei. Í smærri gosum gæti fjallaklasinn Rjúpnaborgir og Hrói reynst drjúgir bjargvættir Ólafsvíkur, en þeir skýla hluta þorpsins fyrir hugsanlegum ofanflóðum af smærri gerð.

Gjósi Snæfellsjökull má búast við miklum jarðskjálftahrinum fyrir og á meðan á því stendur. Stærstu skjálftarnir yrðu í aðdraganda eldgoss og má búast við að þeir yrðu allt að 5 að stærð og mundu klárlega hrista fólk í rúmum og á götum úti. Skemmdir á húsum og öðrum mannvirkjum ráðast af því hvenær þau voru byggð og hversu traust þau eru. Grundarfirðingar færu ekki varhluta af þessum hreyfingum.

Skoðið einnig svar Páls Einarssonar við spurningunni Hvað eru miklar líkur á því að Snæfellsjökull gjósi?

Mynd:

Höfundur

Ármann Höskuldsson

eldfjallafræðingur við Jarðvísindastofnun Háskólans

Útgáfudagur

29.1.2004

Spyrjandi

Benedikt Lárus Gunnarsson, f. 1991
Hjörtur Rósmann Ólafsson, f. 1991

Tilvísun

Ármann Höskuldsson. „Hvaða bæir eru í hættu ef Snæfellsjökull gýs?“ Vísindavefurinn, 29. janúar 2004, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3974.

Ármann Höskuldsson. (2004, 29. janúar). Hvaða bæir eru í hættu ef Snæfellsjökull gýs? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3974

Ármann Höskuldsson. „Hvaða bæir eru í hættu ef Snæfellsjökull gýs?“ Vísindavefurinn. 29. jan. 2004. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3974>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða bæir eru í hættu ef Snæfellsjökull gýs?
Hér er einnig svarað spurningunum:

  • Ef Snæfellsjökull gýs eyðileggst Ólafsvík?
  • Ef Snæfellsjökull gýs verður þá jarðskjálfti í Grundarfirði og hversu stór?

Verði eldgos í Snæfellsjökli má fullyrða að allir bæir undir hlíðarfæti jökulsins séu í hættu. Með öðrum orðum, öllum mannvirkjum og byggðum bólum frá Ólafsvík í norðri til Breiðavíkur í suðri stafar hætta af eldsumbrotum í jöklinum.

Hins vegar eru eldsumbrot misumfangsmikil og er hættan sem af þeim stafar í hlutfalli við stærð þeirra. Þannig er hægt að fullyrða að í allra stærstu eldgosum sem við getum hugsað okkur að verði í Snæfellsjökli muni öll byggð á nesinu eyðast. Meira að segja stæði Reykjavík, hinum megin við Faxaflóann, ógn af slíku gosi eins og lesa má um í svari sama höfundar við spurningunni Hvaða hlutar Reykjavíkur væru í hættu ef flóðbylgja kæmi vegna eldgoss í Snæfellsjökli?

Í smærri gosum (hraungosum) myndi áhættusvæði því fyrst og fremst afmarkast af því hvar í hlíðum jökulsins gossprungan opnaðist. Í öllum eldgosum neðan snælínu mundi hraun streyma niður brekkur fjallsins. Ef hins vegar yrði smágos innan marka jökulsins mundi hann bráðna og mynda jökulhlaup sem að steypast niður hlíðar jökulsins. Ef jökulhlaup verða þá eru það vatnaskil um jökulinn sem að ákvarða hvert hlaupvatn fer.

Í stærstu gosum mundi Ólafsvík líklega þurrkast út en í minni gosum færi það allt eftir því hvar gossprungan opnaðist hvort þorpið skaðaðist eður ei. Í smærri gosum gæti fjallaklasinn Rjúpnaborgir og Hrói reynst drjúgir bjargvættir Ólafsvíkur, en þeir skýla hluta þorpsins fyrir hugsanlegum ofanflóðum af smærri gerð.

Gjósi Snæfellsjökull má búast við miklum jarðskjálftahrinum fyrir og á meðan á því stendur. Stærstu skjálftarnir yrðu í aðdraganda eldgoss og má búast við að þeir yrðu allt að 5 að stærð og mundu klárlega hrista fólk í rúmum og á götum úti. Skemmdir á húsum og öðrum mannvirkjum ráðast af því hvenær þau voru byggð og hversu traust þau eru. Grundarfirðingar færu ekki varhluta af þessum hreyfingum.

Skoðið einnig svar Páls Einarssonar við spurningunni Hvað eru miklar líkur á því að Snæfellsjökull gjósi?

Mynd:

...