Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 848 svör fundust
Hvar er miðpunktur Íslands?
Líta má á hugtakið miðpunktur á marga vegu. Landfræðilega væri réttast að segja að miðpunktur Íslands sé staðsettur þar sem fjarlægð frá sjó er mest til allra átta. Sá punktur er rétt sunnan Hofsjökuls á um það bil 18,9°V og 64,6°N, eins og sjá má á myndinni og er í 118,3 km fjarlægð frá sjó. Þetta kort sýnir...
Hvaða þjóðflokkur er Toltekar og hver eru tengsl hans við Maya og Azteka?
Toltekar voru einn þeirra þjóðflokka sem komu fram á hálendi Mexíkó um svipað leyti og Ísland byggðist. Toltekar reistu hina frægu borg Tula, en þar voru leikvellir þar sem stundaðir voru boltaleikir, sem sumir telja undanfara körfubolta. Það er þó nokkuð langsótt. Frægastir eru þeir fyrir musteri sem þeir byggðu ...
Hvað eru til margar tegundir af geitungum á Íslandi og hvernig líta þeir út?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hvaða ár sást fyrsti geitungurinn á Íslandi? Alls hafa fundist 4 tegundir geitunga hér á landi. Þær eru: húsageitungur (Paravespula germanica)holugeitungur (Paravespula vulgaris)trjágeitungur (Dolichovespula norwegica)roðageitungur (Paravespula rufa) Þessar tegundir eru allar nýl...
Hvernig er veðurfarið á Hawaii?
Á Hawaii er hitabeltisloftslag. Mildur hiti er mest allt árið og nokkuð rakt. Litlar hitasveiflur eru yfir árið, eins og sést á því að í höfuðstaðnum Honolúlú er meðalhiti í kaldasta mánuði ársins 22° C og 26° C gráður í þeim heitasta. Á hálendi Hawaii getur orðið mun kaldara, jafnvel farið niður fyrir frostmark. ...
Af hverju vísar skottið á ljónum og rófan á köttum alltaf upp í loft?
Skottið á ljónum og rófan á köttum vísar alls ekki alltaf upp á við. Staða rófunnar (eða skottsins í tilviki ljónsins) lýsir geðslagi viðkomandi kattardýrs og er afar mikilvæg í samskiptum þess við aðra meðlimi tegundar sinnar. Sperrt rófan á þessum kettlingi gæti verið merki um áhuga eða forvitni. Oft er hægt ...
Þjóna geitungar einhverjum tilgangi í náttúrunni?
Dýr koma sér fyrir í fæðuvef tiltekins vistkerfis. Það er vafasamt að álykta að staða þeirra þar hafi einhvern sérstakan tilgang. Á Vísindavefnum er að finna svar um tilgang mannsins, Vilhálmur Árnason fjallar um það í svari við spurningunum Hver er tilgangur lífsins? / Til hvers er lífið?. Þar er ekkert komið inn...
Mig langar að vita hvort það sé vitlaust að segja að klukkan sé fimm mínútur í sjö og hvernig er þetta með að klukkan sé "gengin í " og klukkuna "vanti"?
Katrín Axelsdóttir skrifaði grein sem hún nefndi ,,Hvað er klukkan?“ í tímaritið Orð og tungu 8. hefti 2006, bls. 93–103, og er stuðst við hana hér. Katrín gerir grein fyrir ,,gömlu kerfi“ og ,,nýju kerfi“ þegar sagt er til um klukkuna. Samkvæmt gamla kerfinu var sagt þegar klukkan var 12.05: ,,Klukkan er fimm...
Er þrælahald einhvers staðar leyft?
Þrælahald var formlega afnumið með upplýsingunni á 18. öld og lagt er bann við því, án undantekninga, í öllum helstu mannréttindasamningum og að alþjóðlegum venjurétti. Bann við þrælkun er meðal elstu viðurkenndu mannréttinda og fyrsti fjölþjóðlegi mannréttindasamningurinn, alþjóðasamningur um þrælahald frá 1926, ...
Er tíðni krabbameina í heiminum að aukast?
Krabbamein eru margir ólíkir sjúkdómar sem eiga uppruna í ólíkum líffærum og batahorfur eru ákaflega misjafnar, stundum góðar og stundum slæmar. Nýgengi og dánartíðni vegna hinna ólíku meina er mismunandi eftir þjóðum. Í dag eru krabbamein í efsta sæti varðandi sjúkdómavalda þegar litið er til alls heimsins og tal...
Hver fann upp bikiní?
Bikiní eru tvískipt baðföt kvenna, upphaflega buxur og brjóstahaldari, en nú einnig til í öðrum misefnismiklum útfærslum. Sumar útfærslur hafa sérstakt nafn, til dæmis tankiní sem eru buxur og toppur eða nokkurskonar hlýrabolur. Bikiní eru einnig notuð sem íþróttaföt til dæmis í vaxtarrækt, strandblaki og frjálsum...
Hver er dánartíðni vegna hjarta- og æðasjúkdóma á Íslandi í samanburði við önnur lönd?
Upprunalega var spurningin: Eru Íslendingar hátt á heimslista yfir tíðni hjarta- og æðasjúkdóma? Kransæðasjúkdómar sem valda blóðþurrð eru algeng birtingarmynd hjarta- og æðasjúkdóma. Nýgengi kransæðasjúkdóma á Íslandi hefur farið stöðugt lækkandi undanfarna þrjá áratugi. Samkvæmt gögnum úr Hjartaáfallaskrá...
Hvað hefur vísindamaðurinn Eyja Margrét Brynjarsdóttir rannsakað?
Eyja Margrét Brynjarsdóttir er prófessor í heimspeki og hagnýtri siðfræði við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar á síðustu árum hafa verið innan félagslegrar heimspeki, einkum félagslegrar frumspeki og félagslegrar þekkingarfræði, auk femínískrar heimspeki. Meðal annars hefur hún fengi...
Hvaða rannsóknir stundaði Gunnhildur Óskarsdóttir?
Gunnhildur Óskarsdóttir var dósent í kennslufræði við Deild kennslu- og menntunarfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar beindust einkum að námi og kennslu ungra barna í grunnskóla, náttúrufræðikennslu og kennaramenntun. Bók byggð á doktorsritgerð hennar The Brain Controls Everything var gefin út af Informati...
Hvað hefur vísindamaðurinn Helga Ögmundsdóttir rannsakað?
Helga Ögmundsdóttir er prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands. Viðfangsefni hennar hafa verið af ýmsum toga, en einkum snúið að krabbameinsrannsóknum. Helga stofnsetti ásamt Jórunni Eyfjörð Rannsóknastofu Krabbameinsfélags Íslands í sameinda- og frumulíffræði og snérust rannsóknir hennar þar meðal annars að litn...
Hvernig myndast þrumur og eldingar?
Elding er þráðlaga ljósblossi frá rafstraumi sem hleypur milli staða í skýjum eða milli skýja og yfirborðs jarðar. Rafstraumurinn sem myndar eldinguna hitar loftið í næsta nágrenni svo snöggt að úr verður sprenging og hljóðbylgja sem við köllum þrumu berst í allar áttir. Elding er þráðlaga ljósblossi frá rafstr...