Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Helga Ögmundsdóttir rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Helga Ögmundsdóttir er prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands. Viðfangsefni hennar hafa verið af ýmsum toga, en einkum snúið að krabbameinsrannsóknum. Helga stofnsetti ásamt Jórunni Eyfjörð Rannsóknastofu Krabbameinsfélags Íslands í sameinda- og frumulíffræði og snérust rannsóknir hennar þar meðal annars að litningabreytingum og frumusamskiptum í brjóstakrabbameini.

Frá upphafi rannsóknaferils síns hefur Helga rannsakað íslenskar fjölskyldur með ættlæga tilhneigingu til afbrigðilegrar einstofna fjölgunar mótefnamyndandi frumna með offramleiðslu á tilheyrandi einstofna mótefni. Þessi frumufjölgun er oftast góðkynja fyrirbæri en getur stöku sinnum þróast í illkynja sjúkdóm með einkennum krabbameins. Rannsóknir Helgu hafa meðal annars sýnt mælanlegan mun í viðbrögðum mótefnamyndandi frumna meðal heilbrigðra ættingja, sem gæti þá tengst undirliggjandi genaafbrigði. Þótt ekkert genaafbrigði hafi enn fundist er ljóst að B-eitilfrumur, forverar mótefnamyndandi frumna, þroskast að nokkru leyti á annan hátt en venjulegt er hjá þeim sem sýna þennan mun.

Viðfangsefni Helgu hafa verið af ýmsum toga, en einkum snúið að krabbameinsrannsóknum.

Aðrar rannsóknir Helgu hafa beinst að áhrifum efna úr íslenskum fléttum á krabbameinsfrumur, en þær rannsóknir vann hún í samstarfi við Kristínu Ingólfsdóttur, prófessor í lyfjafræði og fyrrverandi rektor Háskóla Íslands. Eitt slíkt efni úr fléttum, usnínsýra, heftir frumufjölgun og hindrar framgang sjálfsáts með því að skutla vetnisjónum yfir frumuhimnur og hefur þannig áhrif á sýrustig. Annað efni er prótólíchesterínsýra sem finnst í fjallagrösum. Rannsóknir á því hafa nýlega leitt inn á svið efnaskiptabreytinga í krabbameinum, en á síðustu árum hafa menn einmitt gert sér sívaxandi grein fyrir mikilvægi þeirra. Nýjasta verkefni Helgu er unnið í samstarfi við Krishna Damodaran, dósent í efnafræði, þar sem efni sem hann hefur nýsmíðað sýna talsverða virkni gegn sumum gerðum krabbameina og liggur fyrir að kanna verkunarmáta þeirra.

Helga er fædd árið 1948. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1968, læknaprófi frá Háskóla Íslands 1975 og doktorsprófi í ónæmisfræði frá Edinborgarháskóla 1979. Viðfangsefni hennar í doktorsverkefninu voru ósértæk og meðfædd viðbrögð ónæmiskerfisins. Helga hefur kennt frumulíffræði við læknadeild frá 1986, sem prófessor frá 2001. Frá sama tíma var hún ráðin til að hafa umsjón með meistara- og doktorsnámi við læknadeild.

Mynd:
  • Úr safni HÖ.

Útgáfudagur

29.10.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Helga Ögmundsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn, 29. október 2018, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76536.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 29. október). Hvað hefur vísindamaðurinn Helga Ögmundsdóttir rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76536

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Helga Ögmundsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn. 29. okt. 2018. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76536>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Helga Ögmundsdóttir rannsakað?
Helga Ögmundsdóttir er prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands. Viðfangsefni hennar hafa verið af ýmsum toga, en einkum snúið að krabbameinsrannsóknum. Helga stofnsetti ásamt Jórunni Eyfjörð Rannsóknastofu Krabbameinsfélags Íslands í sameinda- og frumulíffræði og snérust rannsóknir hennar þar meðal annars að litningabreytingum og frumusamskiptum í brjóstakrabbameini.

Frá upphafi rannsóknaferils síns hefur Helga rannsakað íslenskar fjölskyldur með ættlæga tilhneigingu til afbrigðilegrar einstofna fjölgunar mótefnamyndandi frumna með offramleiðslu á tilheyrandi einstofna mótefni. Þessi frumufjölgun er oftast góðkynja fyrirbæri en getur stöku sinnum þróast í illkynja sjúkdóm með einkennum krabbameins. Rannsóknir Helgu hafa meðal annars sýnt mælanlegan mun í viðbrögðum mótefnamyndandi frumna meðal heilbrigðra ættingja, sem gæti þá tengst undirliggjandi genaafbrigði. Þótt ekkert genaafbrigði hafi enn fundist er ljóst að B-eitilfrumur, forverar mótefnamyndandi frumna, þroskast að nokkru leyti á annan hátt en venjulegt er hjá þeim sem sýna þennan mun.

Viðfangsefni Helgu hafa verið af ýmsum toga, en einkum snúið að krabbameinsrannsóknum.

Aðrar rannsóknir Helgu hafa beinst að áhrifum efna úr íslenskum fléttum á krabbameinsfrumur, en þær rannsóknir vann hún í samstarfi við Kristínu Ingólfsdóttur, prófessor í lyfjafræði og fyrrverandi rektor Háskóla Íslands. Eitt slíkt efni úr fléttum, usnínsýra, heftir frumufjölgun og hindrar framgang sjálfsáts með því að skutla vetnisjónum yfir frumuhimnur og hefur þannig áhrif á sýrustig. Annað efni er prótólíchesterínsýra sem finnst í fjallagrösum. Rannsóknir á því hafa nýlega leitt inn á svið efnaskiptabreytinga í krabbameinum, en á síðustu árum hafa menn einmitt gert sér sívaxandi grein fyrir mikilvægi þeirra. Nýjasta verkefni Helgu er unnið í samstarfi við Krishna Damodaran, dósent í efnafræði, þar sem efni sem hann hefur nýsmíðað sýna talsverða virkni gegn sumum gerðum krabbameina og liggur fyrir að kanna verkunarmáta þeirra.

Helga er fædd árið 1948. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1968, læknaprófi frá Háskóla Íslands 1975 og doktorsprófi í ónæmisfræði frá Edinborgarháskóla 1979. Viðfangsefni hennar í doktorsverkefninu voru ósértæk og meðfædd viðbrögð ónæmiskerfisins. Helga hefur kennt frumulíffræði við læknadeild frá 1986, sem prófessor frá 2001. Frá sama tíma var hún ráðin til að hafa umsjón með meistara- og doktorsnámi við læknadeild.

Mynd:
  • Úr safni HÖ.

...