Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna komast óskautaðar sameindir greiðar gegnum frumuhimnuna en flestar skautaðar sameindir og jónir?

Pétur Orri Heiðarsson

Hver einasta fruma þarf að geta tekið upp nauðsynleg efni frá umhverfinu og losað sig við úrgangsefni. Þetta gerist í gegnum frumuhimnuna sem gegnir því afar mikilvægu hlutverki í frumum líkamans. Himnan samanstendur að mestu af fosfólípíðum og prótínum en nákvæm samsetning fer eftir staðsetningu og gerð frumunnar sem um ræðir. Fosfólípíðin mynda tvöfalt himnulag (e. bilayer) þar sem óskautaði hluti hvers himnulags snýr inn að miðju himnunnar á meðan skautaður höfuðhópur þeirra snýr út (sjá mynd).

Frumuhimnan er valgegndræp, sem þýðir að ekki geta allar sameindir flætt í gegnum hana. Valgegndræpið er til komið vegna efnasamsetningar himnunnar sem veldur því að sameindir eru mismunandi vel leysanlegar í frumuhimnunni. Þar sem lípíðin í frumuhimnunni eru að mestum parti óskautaðir kolefnahalar (-CH2 og -CH3 hópar) fitusýruhlutans eiga óskautaðar sameindir sem eru nægilega smáar auðvelt með að flæða í gegnum himnuna. Þetta er vegna þess að „líkur leysir líkan“.

Frumuhimnur eru valgegndræpar, það er smáar og óskautaðar sameindir komast greiðlega í gegnum frumuhimnur á meðan skautaðar sameindir og jónir geta ekki flætt í gegnum hana án aðstoðar frá göngum og pumpum.

Óskautaðar sameindir eru fituleysanlegar og kjósa að víxlverka við aðrar óskautaðar sameindir en skautaðar sameindir vilja vera í slagtogi við aðrar skautaðar sameindir. Flestar stærri, skautaðar sameindir og jónir þurfa virkan flutning í gegnum himnuna en því er stjórnað af göngum og pumpum sem mynduð eru af himnuprótínum.

Heimild:
  • Lehninger Principles of Biochemistry, 4. útgáfa.

Mynd:
    Pétur Orri Heiðarsson

Höfundur

Ph.D. í lífefnafræði

Útgáfudagur

18.11.2013

Spyrjandi

Ragnar Lárusson

Tilvísun

Pétur Orri Heiðarsson. „Hvers vegna komast óskautaðar sameindir greiðar gegnum frumuhimnuna en flestar skautaðar sameindir og jónir?“ Vísindavefurinn, 18. nóvember 2013, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7630.

Pétur Orri Heiðarsson. (2013, 18. nóvember). Hvers vegna komast óskautaðar sameindir greiðar gegnum frumuhimnuna en flestar skautaðar sameindir og jónir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7630

Pétur Orri Heiðarsson. „Hvers vegna komast óskautaðar sameindir greiðar gegnum frumuhimnuna en flestar skautaðar sameindir og jónir?“ Vísindavefurinn. 18. nóv. 2013. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7630>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna komast óskautaðar sameindir greiðar gegnum frumuhimnuna en flestar skautaðar sameindir og jónir?
Hver einasta fruma þarf að geta tekið upp nauðsynleg efni frá umhverfinu og losað sig við úrgangsefni. Þetta gerist í gegnum frumuhimnuna sem gegnir því afar mikilvægu hlutverki í frumum líkamans. Himnan samanstendur að mestu af fosfólípíðum og prótínum en nákvæm samsetning fer eftir staðsetningu og gerð frumunnar sem um ræðir. Fosfólípíðin mynda tvöfalt himnulag (e. bilayer) þar sem óskautaði hluti hvers himnulags snýr inn að miðju himnunnar á meðan skautaður höfuðhópur þeirra snýr út (sjá mynd).

Frumuhimnan er valgegndræp, sem þýðir að ekki geta allar sameindir flætt í gegnum hana. Valgegndræpið er til komið vegna efnasamsetningar himnunnar sem veldur því að sameindir eru mismunandi vel leysanlegar í frumuhimnunni. Þar sem lípíðin í frumuhimnunni eru að mestum parti óskautaðir kolefnahalar (-CH2 og -CH3 hópar) fitusýruhlutans eiga óskautaðar sameindir sem eru nægilega smáar auðvelt með að flæða í gegnum himnuna. Þetta er vegna þess að „líkur leysir líkan“.

Frumuhimnur eru valgegndræpar, það er smáar og óskautaðar sameindir komast greiðlega í gegnum frumuhimnur á meðan skautaðar sameindir og jónir geta ekki flætt í gegnum hana án aðstoðar frá göngum og pumpum.

Óskautaðar sameindir eru fituleysanlegar og kjósa að víxlverka við aðrar óskautaðar sameindir en skautaðar sameindir vilja vera í slagtogi við aðrar skautaðar sameindir. Flestar stærri, skautaðar sameindir og jónir þurfa virkan flutning í gegnum himnuna en því er stjórnað af göngum og pumpum sem mynduð eru af himnuprótínum.

Heimild:
  • Lehninger Principles of Biochemistry, 4. útgáfa.

Mynd:
    Pétur Orri Heiðarsson

...