Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 397 svör fundust
Hvað er wahhabismi sem er ríkjandi í Sádi-Arabíu?
Íslam skiptist í tvær greinar, súnníta og sjíta. Flestir Sádi-Arabar eru súnnítar. Wahhabismi er nafnið á hugmyndafræði sem er ríkjandi í Sádi-Arabíu. Hugmyndafræðin á upphaflega rætur sínar að rekja til fræðimanns að nafni Múhammeð ibn Abd Wahhab (1703-1792) sem var uppi á 18. öld. Wahhab var frá Najd, sem er...
Hvernig rannsóknir stundar vísindamaðurinn Þóra Árnadóttir?
Þóra Árnadóttir er vísindamaður við Norræna eldfjallasetrið á Jarðvísindastofnun Háskólans. Hún vinnur við mælingar á færslum á yfirborði jarðar með gervitunglatækni (GPS og radarbylgjuvíxlmyndum, það er InSAR) og túlkun þeirra útfrá eðlisfræðilíkönum. Ísland er á mið-Atlantshafshryggnum og því tilvalinn staðu...
Í hverju felst munurinn á verðtryggðum og óverðtryggðum vöxtum á lánum?
Munurinn á milli verðtryggðra og óverðtryggðra vaxta á lánum endurspeglar undir eðlilegum kringumstæðum ýmsa þætti en þar vega væntingar um verðbólgu mestu. Söguleg verðbólga skiptir almennt ekki máli nema að því marki sem hún mótar væntingar um verðbólgu í framtíð. Ýmsar aðrar væntingar skipta líka máli, sérstakl...
Hvað er svarthol?
Talið er að massamiklar stjörnur endi æviskeið sitt sem svarthol. Svarthol verða til þegar kjarnar stjarnanna falla saman undan eigin massa. Kjarninn fellur saman þangað til hann er orðinn geysilega þéttur og allur massinn er saman kominn á örlitlu svæði. Umhverfis það er þyngdarsviðið svo sterkt að ekkert sleppur...
Hver skírði stjörnurnar og hvernig fór hann að, því að þær eru svo margar?
Í fornöld litu menn upp í himinninn og greindu þar ýmsar stjörnur. Þessum stjörnum gáfu þeir nöfn úr umhverfi sínu eða nefndu þær eftir verum úr goðafræði sinni. Á síðari öldum þegar stjörnusjónaukar urðu betri sífellt og fleiri stjörnur uppgötvuðust varð að koma á skipulagðara nafnakerfi. Ýmsir hafa safnað listum...
Eftir hvaða guðum heita allar reikistjörnurnar?
Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...
Hver var Jón Ögmundsson?
Jón Ögmundsson er einn frægasti kirkjumaður Íslandssögunnar. Hann varð fyrsti biskup Hólabiskupsdæmis árið 1106 og beitti sér mjög fyrir eflingu kristinnar trúar í landinu. Jón þótti stjórnsamur en hann vann öflugt starf á ýmsum sviðum og vegna meinlætis síns og hugulsemi við þá sem minna máttu sín, þótti mörgum h...
Hafa sjónvarp, tónlistarmyndbönd og tónlist, slæm áhrif á börn og unglinga?
Þessi spurning er of víðtæk til að hægt sé að gera henni ítarleg skil á Vísindavefnum og verður hér aðeins stiklað á stóru. Frá upphafsdögum sjónvarps, upp úr 1950, hafa fræðimenn og foreldrar barna og unglinga haft áhyggjur af hugsanlegum neikvæðum áhrifum miðilsins á þroska, viðhorf og hegðun ungmenna. Hefur ...
Hvaða breytingar á hugmyndafræði í menntamálum eru líklegar eða fyrirhugaðar á næstu árum eða áratugum?
Menntun fer fram á ýmsum ólíkum sviðum. Menntastefna er mótuð á landsvísu þar sem ákvörðun er tekin um inntak og meginviðfangsefni náms. Hvert sveitarfélag ákveður svo hversu miklu fjármagni skuli veita til skóla og hvaða kröfur eigi að gera um menntun og hæfni kennara sem ráðnir eru þar til starfa. Skólastjórar o...
Hvers vegna verður mannfólkið sífellt gáfaðra?
Orðin gáfur og gáfaður merkja ekki nákvæmlega það sama og greind og greindur. Okkur grunar þó að spyrjendur eigi við vaxandi greind. Hér verður því í raun og veru svarað spurningunni:Hvers vegna fer mæld greind fólks sífellt vaxandi?Þótt ótrúlegt megi virðast hefur frammistaða fólks á greindarprófum batnað með h...
Hver er munurinn á veirum og ormum í tölvum?
Orðið tölvuveira (e. computer virus) er bæði notað í almennum skilningi um hvers kyns óæskileg forrit (e. malware, stytting á malicious software) en einnig um tiltekna undirtegund slíkra forrita. Hér verður fjallað örstutt um helstu flokka tölvuveira. Veirur (e. viruses, file infectors) eru forrit sem koma sér ...
Er eitthvað um lífrænan landbúnað á Íslandi?
Lífrænn landbúnaður hefur verið stundaður lengi hér á landi. Í dag eru um 40 aðilar með staðfesta vottun á því að þeir séu með lífrænan landbúnað og er fjölbreytileiki afurða frá þessum framleiðendum og vinnslustöðvum mjög mikill. Stærstur hluti íslenskra bænda framleiðir sínar afurðir í sátt við umhverfi sitt...
Hvernig stendur á því að hlutföllin á atlaskorti eru röng en rétt á hnetti?
Ástæðan fyrir því að hnattlíkan gefur nokkuð rétta mynd af yfirborði jarðar en landakort af heiminum ekki, er sú að hnattlíkan er í raun smækkuð mynd af jörðinni þar sem einungis mælikvarðanum hefur verið breytt en löguninni haldið. Á landakortinu er hins vegar búið að fletja hnöttinn út, en það er ekki hægt að ge...
Hver er Nancy Chodorow og hvert er hennar framlag til fræðanna?
Nancy Chodorow er bandarísk fræðikona, fædd 1944. Hún hefur fræðilegan bakgrunn í félagsfræði, mannfræði, sálgreiningu og fleiri greinum. Hún hefur skrifað fjölda bóka og greina og fengið margvíslegar viðurkenningar fyrir störf sín. Rannsóknir Chodorow hafa að mestu snúist um þverfræðilega úrvinnslu á kenningum og...
Hvað er gagnrýnin hugsun?
Samkvæmt íslenskri orðabók merkir lýsingarorðið „gagnrýninn“ annaðhvort „skarpur í gagnrýni sinni, athugull á allar hliðar máls“ eða „aðfinnslusamur“. Sú merking sem er mest viðeigandi í orðasambandinu „gagnrýnin hugsun“ er að vera „athugull á allar hliðar máls“. Ekkert bendir til að þegar hugsun einhvers er lýst...