Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig rannsóknir stundar vísindamaðurinn Þóra Árnadóttir?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Þóra Árnadóttir er vísindamaður við Norræna eldfjallasetrið á Jarðvísindastofnun Háskólans. Hún vinnur við mælingar á færslum á yfirborði jarðar með gervitunglatækni (GPS og radarbylgjuvíxlmyndum, það er InSAR) og túlkun þeirra útfrá eðlisfræðilíkönum.

Ísland er á mið-Atlantshafshryggnum og því tilvalinn staður til að öðlast betri skilning á eðli jarðskorpunnar og þeim öflum sem valda færslum á yfirborði, svo sem landreki, jarðskjálftum, kvikusöfnun í eldfjöllum, landrisi vegna jöklabráðnunar og landsigi vegna vinnslu á jarðhitasvæðum. Með endurteknum mælingum á GPS-neti er hægt að reikna færslur sem fall af staðsetningu og tíma. Líkangerð á jarðskorpumælingum getur hins vegar verið snúin þar sem fleiri en eitt ferli getur valdið færslunum.

Þóra við GPS-landmælingar á Reykjanesskaga.

Þóra Árnadóttir hefur stundað mælingar og líkangerð á færslum á yfirborði jarðar með GPS-mælitækni frá því slíkar mælingar hófust á Íslandi árið 1986. Hún er í hópi vísindamanna sem unnið hafa ötullega að uppbyggingu á neti samfelldra GPS-mælitækja á Íslandi. Færslur á yfirborði jarðskorpunnar gefa til kynna hvaða innri og ytri öfl eru að verki og Þóru finnst mælingar á jarðskorpuhreyfingum og líkangerð vegna jarðskjálfta og hægum hreyfingum í kjölfar þeirra sérstaklega áhugaverðar. Hún hefur rannsakað jarðskjálfta á Hawaii, Kaliforníu, Nýja-Sjálandi og Íslandi – þar á meðal Suðurlandsskjálftana árið 2000 og Ölfusskjálftana 2008.

Niðurstöður landmælinga á Suðurlandsskjálftabeltinu sýna meðal annars að skjálftarnir árin 2000 og 2008 losuðu einungis um helming af þeirri spennu sem byggst hefur upp vegna landreks yfir svæðið og því líklegt að fleiri skjálftar af stærð M6-7 verði á Suðurlandi á næstunni. Samfelldar GPS-mælingar voru notaðar til að ákvarða að skjálftarnir í Ölfusi voru á tveimur misgengjum, sem brustu með aðeins 3 sekúndna millibili. Þetta eru niðurstöður sem hefðbundnar jarðskjálftamælingar sýndu ekki og undirstrika mikilvægi þess að samtúlka gögn sem fást með mismunandi mæliaðferðum.

Þóra hefur einnig unnið í samstarfi við hóp vísindamanna við að ráðleggja Almannavörnum, meðal annars vegna kvikuhreyfinga í Bárðarbungu haustið 2014. Þar gegndu samfelldar GPS-mælingar lykilhlutverki við að ákvarða legu og stærð kvikugangs sem braut sér leið frá Bárðarbunguöskjunni og leiddi til goss í Holuhrauni.

Mælingar á lóðréttum hreyfingum vegna bráðnunar jökla, sem mældar voru í neti sem spannar allt Ísland (ÍSNET), sýna landris af sömu stærðargráðu og láréttar hreyfingar vegna gliðnunar yfir landið (~2 cm á ári). Mælingarnar voru notaðar til að gera líkan af jarðskorpunni og deiga möttlinum undir Íslandi – og túlka láréttar hreyfingar vegna landreks á Íslandi. Nýlegar rannsóknir á Hengilssvæðinu sýna meðal annars að sig við Hellisheiða- og Nesjavallavirkjanir eru í samræmi við þrýstingslækkanir í jarðhitageymum vegna vinnslu jarðhitavökva og aukin jarðskjálftavirkni í Húsmúla er vegna niðurdælingar á afrennsli jarðhitavökva.

Þóra Árnadóttir er fædd 1963. Hún lauk BS-prófi í jarðeðlisfræði frá Háskóla Íslands árið 1986, meistaraprófi frá Princeton-háskóla árið 1989 og doktorsprófi í jarðeðlisfræði frá Stanford-háskóla árið 1993. Hún var nýdoktor við Viktoría-háskóla í Wellington á Nýja-Sjálandi. Eftir að Þóra flutti aftur til Íslands starfaði hún sem sérfræðingur við Veðurstofu Íslands og Norrænu Eldfjallastöðina. Þóra hefur unnið við Jarðvísindastofnun Háskólans frá því hún var stofnuð árið 2004 og meðal annars verið formaður stjórnar stofnunarinnar. Hún hefur leiðbeint framhaldsnemum og ritað eða verið meðhöfundur fjölda vísindagreina, sem birtar hafa verið í alþjóðlegum vísindatímaritum og bókaköflum.

Mynd:
  • Úr safni ÞÁ.

Útgáfudagur

14.4.2018

Síðast uppfært

8.3.2021

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvernig rannsóknir stundar vísindamaðurinn Þóra Árnadóttir?“ Vísindavefurinn, 14. apríl 2018, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75650.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 14. apríl). Hvernig rannsóknir stundar vísindamaðurinn Þóra Árnadóttir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75650

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvernig rannsóknir stundar vísindamaðurinn Þóra Árnadóttir?“ Vísindavefurinn. 14. apr. 2018. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75650>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig rannsóknir stundar vísindamaðurinn Þóra Árnadóttir?

Þóra Árnadóttir er vísindamaður við Norræna eldfjallasetrið á Jarðvísindastofnun Háskólans. Hún vinnur við mælingar á færslum á yfirborði jarðar með gervitunglatækni (GPS og radarbylgjuvíxlmyndum, það er InSAR) og túlkun þeirra útfrá eðlisfræðilíkönum.

Ísland er á mið-Atlantshafshryggnum og því tilvalinn staður til að öðlast betri skilning á eðli jarðskorpunnar og þeim öflum sem valda færslum á yfirborði, svo sem landreki, jarðskjálftum, kvikusöfnun í eldfjöllum, landrisi vegna jöklabráðnunar og landsigi vegna vinnslu á jarðhitasvæðum. Með endurteknum mælingum á GPS-neti er hægt að reikna færslur sem fall af staðsetningu og tíma. Líkangerð á jarðskorpumælingum getur hins vegar verið snúin þar sem fleiri en eitt ferli getur valdið færslunum.

Þóra við GPS-landmælingar á Reykjanesskaga.

Þóra Árnadóttir hefur stundað mælingar og líkangerð á færslum á yfirborði jarðar með GPS-mælitækni frá því slíkar mælingar hófust á Íslandi árið 1986. Hún er í hópi vísindamanna sem unnið hafa ötullega að uppbyggingu á neti samfelldra GPS-mælitækja á Íslandi. Færslur á yfirborði jarðskorpunnar gefa til kynna hvaða innri og ytri öfl eru að verki og Þóru finnst mælingar á jarðskorpuhreyfingum og líkangerð vegna jarðskjálfta og hægum hreyfingum í kjölfar þeirra sérstaklega áhugaverðar. Hún hefur rannsakað jarðskjálfta á Hawaii, Kaliforníu, Nýja-Sjálandi og Íslandi – þar á meðal Suðurlandsskjálftana árið 2000 og Ölfusskjálftana 2008.

Niðurstöður landmælinga á Suðurlandsskjálftabeltinu sýna meðal annars að skjálftarnir árin 2000 og 2008 losuðu einungis um helming af þeirri spennu sem byggst hefur upp vegna landreks yfir svæðið og því líklegt að fleiri skjálftar af stærð M6-7 verði á Suðurlandi á næstunni. Samfelldar GPS-mælingar voru notaðar til að ákvarða að skjálftarnir í Ölfusi voru á tveimur misgengjum, sem brustu með aðeins 3 sekúndna millibili. Þetta eru niðurstöður sem hefðbundnar jarðskjálftamælingar sýndu ekki og undirstrika mikilvægi þess að samtúlka gögn sem fást með mismunandi mæliaðferðum.

Þóra hefur einnig unnið í samstarfi við hóp vísindamanna við að ráðleggja Almannavörnum, meðal annars vegna kvikuhreyfinga í Bárðarbungu haustið 2014. Þar gegndu samfelldar GPS-mælingar lykilhlutverki við að ákvarða legu og stærð kvikugangs sem braut sér leið frá Bárðarbunguöskjunni og leiddi til goss í Holuhrauni.

Mælingar á lóðréttum hreyfingum vegna bráðnunar jökla, sem mældar voru í neti sem spannar allt Ísland (ÍSNET), sýna landris af sömu stærðargráðu og láréttar hreyfingar vegna gliðnunar yfir landið (~2 cm á ári). Mælingarnar voru notaðar til að gera líkan af jarðskorpunni og deiga möttlinum undir Íslandi – og túlka láréttar hreyfingar vegna landreks á Íslandi. Nýlegar rannsóknir á Hengilssvæðinu sýna meðal annars að sig við Hellisheiða- og Nesjavallavirkjanir eru í samræmi við þrýstingslækkanir í jarðhitageymum vegna vinnslu jarðhitavökva og aukin jarðskjálftavirkni í Húsmúla er vegna niðurdælingar á afrennsli jarðhitavökva.

Þóra Árnadóttir er fædd 1963. Hún lauk BS-prófi í jarðeðlisfræði frá Háskóla Íslands árið 1986, meistaraprófi frá Princeton-háskóla árið 1989 og doktorsprófi í jarðeðlisfræði frá Stanford-háskóla árið 1993. Hún var nýdoktor við Viktoría-háskóla í Wellington á Nýja-Sjálandi. Eftir að Þóra flutti aftur til Íslands starfaði hún sem sérfræðingur við Veðurstofu Íslands og Norrænu Eldfjallastöðina. Þóra hefur unnið við Jarðvísindastofnun Háskólans frá því hún var stofnuð árið 2004 og meðal annars verið formaður stjórnar stofnunarinnar. Hún hefur leiðbeint framhaldsnemum og ritað eða verið meðhöfundur fjölda vísindagreina, sem birtar hafa verið í alþjóðlegum vísindatímaritum og bókaköflum.

Mynd:
  • Úr safni ÞÁ.

...