Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1118 svör fundust

category-iconBókmenntir og listir

Gætu verið til óuppgötvuð handrit Íslendingasagna einhvers staðar?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Gætu mögulega verið til óuppgötvuð handrit eða Íslendingasögur á Íslandi eða erlendis? Það er mögulegt að til séu óuppgötvuð handrit Íslendingasagna en það er ekki líklegt. Það koma annað veifið handrit til Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns, Stofnunar Ár...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru margir bílar í Reykjavík?

Á heimasíðu Hagstofunnar er að finna upplýsingar um fjölda skráðra ökutækja á Íslandi og má þar sjá tölur fyrir mörg af stærri sveitarfélögum landsins. Því miður eru nýjustu upplýsingarnar frá árinu 2006 en gera má ráð fyrir að bílum hafi fjölgað eitthvað á landinu síðan þá þar sem gengi krónunnar var innflytjendu...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er meira áfengi í bjórfroðu en í bjórnum sjálfum?

Froðurannsóknir í bjór eru erfiðar þar sem froðan er síbreytileg. Þéttni froðunnar er mun minni en bjórsins en þó er vitað að froðan hefur nokkurn veginn sömu samsetningu og bjórinn sjálfur. Hlutfall prótína og humlaefna er þó eitthvað hærra í froðunni því hún er að einhverju leyti vatnsfælin (e. hydrophobic). Vat...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju eru til brjóst?

Megintilgangur brjósta er að framleiða mjólk fyrir afkvæmi. Í spenunum eru mjólkurkirtlar en þar myndast mjólkin. Kvendýr allra spendýrategunda mynda mjólk sem afkvæmi þeirra drekka. Að jafnaði fara brjóst ekki að stækka fyrr en við kynþroska en þau stækka fyrir tilstilli kvenkynhormóna. Þess vegna stækka brjóst s...

category-iconFélagsvísindi

Borgar forsetinn og maki hans skatt af tekjum sínum?

Til eru sérstök lög um launakjör forseta Íslands, nr. 10/1990. Í þeim kemur fram að launakjör hans eru ákveðin af kjararáði. Ákvæði um skattfrelsi forsetans var fellt niður árið 2000 með breytingu á fyrrnefndum lögum. Fyrir þann tíma var forsetinn "undanþeginn öllum opinberum gjöldum og sköttum". Forseti Ísland...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers vegna lifa elgir ekki á Íslandi?

Ástæðan fyrir því að elgir lifa ekki á Íslandi er sú að þeir hafa ekki verið fluttir til landsins. Eina spendýrið sem var á Íslandi þegar landnámsmenn komu hingað fyrir rúmum 1.000 árum var refurinn. Önnur landspendýr hafa borist hingað með mönnum og á það jafnt við um húsdýr og dýr sem lifa villt í náttúrunn...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er munurinn á slöngu og röri?

Við gerum ráð fyrir að spyrjandi sé ekki að velta fyrir sér lífverunni slöngu heldur hlutnum og muninum á honum og röri. Í Íslenskri nútímamálsorðabók er rör sagt vera „langt, mjótt og sívalt stykki, holt að innan“ en slanga útskýrð sem „gúmmí- eða plaströr til að leiða vökva eða loft“. Þess má geta að orðið pípa ...

category-iconHugvísindi

Hvar og hvenær var fyrsta kartaflan ræktuð á Íslandi?

Kartöflur eru upprunnar í Suður-Ameríku. Þær bárust til Evrópu um miðja 16. öld en kartöflurækt fór hægt af stað í Evrópu. Í þeim efnum voru Norðurlandabúar engin undantekning. Garðyrkja átti ekki upp á pallborðið hjá Íslendingum sem byggðu afkomu sína á bústofni. Einhverjir kálgarðar voru í rækt á Íslandi á 17. ö...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju fær fólk appelsínuhúð og hvað er hægt að gera við henni?

Appelsínuhúð (e. cellulite) er sérstök áferð á húðinni sem minnir á appelsínubörk í útliti. Þessi áferð stafar af byggingu vefja í undirhúðinni. Þar er um að ræða afbrigði af fituvef sem ásamt bandvef myndar bylgjur. Appelsínuhúð er sérstök áferð á húðinni sem minnir á appelsínubörk Í öllum fituvef og öðrum ...

category-iconLæknisfræði

Er hægt að minnka hálsbólgu í upphafi, til dæmis með því að kæla hálsinn með klökum eins og gert er við aðrar bólgur?

Það sem í daglegu tali er kallað hálsbólga eru særindi í hálsi vegna bólgu sem er viðbragð við sýkingu vegna ónæmiskerfisins. Ef það nægir ekki til að ráða niðurlögum sýkingar þarf að ræsa sértæka ónæmiskerfið. Þegar veira eða baktería kemst í vefi líkamans eru þar sérstakar átfrumur (e. macrophages) sem þekkj...

category-iconLæknisfræði

Af hverju andar fólk í bíómyndum ofan í bréfpoka þegar það er stressað?

Öndunin sem spyrjandi vísar til nefnist oföndun (e. hyperventilation) en það hugtak er notað um óeðlilega mikla og hraða öndun. Þegar við oföndum berst meira koltvíildi frá okkur en þegar við öndum eðlilega. Koltvíildið sem við losum úr líkamanum við öndun verður til þegar frumur í líkamanum sundra lífrænum efnum ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvar voru skip víkinga sem sigldu til Vesturheims smíðuð?

Öll spurningin hljóðaði svona: Við landnám uxu að öllum líkindum ekki viðartegundir hér sem hægt var að nota til að smíða víkingaskip. Endingartími þeirra var frekar stuttur. Kannski 10-20 ár. Eru einhverjar vísbendingar um að víkingaskip hafi verið smíðað í víkingaferðum til Vesturheims? Engar leifar skipa sem...

category-iconHagfræði

Hver yrði árlegur kostnaður Íslands við aðild að ESB?

Beint framlag íslenska ríkisins til Evrópusambandsins eftir hugsanlega aðild að sambandinu yrði að öllum líkindum á bilinu 13-15 milljarðar íslenskra króna árlega. Erfitt er að meta hversu mikið Ísland fengi til baka í formi styrkja; það veltur aðallega á niðurstöðum aðildarviðræðna en einnig á frumkvæði Íslending...

category-iconEfnafræði

Hvort frýs heitt eða kalt vatn hraðar?

Spurningin hljóðaði upphaflega svona: Hvort frystist heitt eða kalt vatn betur? Gert er ráð fyrir að í upprunalegu spurningunni sé spurt um hvort heitt eða kalt vatn frjósi hraðar. Stutta svarið við þeirri spurningu (að mati höfundar) er nei, heitt vatn frýs ekki hraðar en kalt vatn. Málið er hins vegar f...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu langt skríða skjaldbökur á dag?

Því miður hefur ekki tekist að finna fyllilega viðunandi svar við spurningunni en henni verða þó gerð einhver skil hér á eftir. Í heiminum lifa nú rúmlega 200 tegundir af skjaldbökum. Þær eru mjög misstórar og misfljótar. Sumar synda í sjó og koma aðeins að landi til að verpa. Aðrar eru í ám og vötnum en ganga ...

Fleiri niðurstöður