Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1045 svör fundust
Hvar er Páskaeyja?
Páskaeyja (e. Easter Island) er 166 km2 eyja á Kyrrahafi. Hún er tæplega 4.000 km fyrir vestan Síle í Suður-Ameríku og hefur verið undir stjórn Síle síðan 1888. Eyjan kom upp úr hafinu fyrir rúmum 10.000 árum. Fornleifar benda til þess að eyjan hafi verið uppgötvuð af Pólýnesíumönnum um 400 árum eftir Krist. Hæ...
Er götuheitið Laugavegur alltaf skrifað þannig og af hverju dregur gatan nafn sitt?
Laugavegurinn liggur úr miðbænum inn í Laugardal. Hann tekur við af Bankastræti (sem áður hét Bakarastígur eða Bakarabrekka) og stefnir austur á bóginn. Neðsti hluti Laugavegar hét áður Vegamótastígur en þá lá gatan ekki nema skammt upp holtið. Bæjarstjórnin í Reykjavík ákvað 1885 að hefja skyldi vegarlagningu inn...
Hver fann upp plásturinn?
Plástur sem margir þekkja undir heitinu Band-Aid var fundinn upp árið 1920. Bandaríkjamennirnir Thomas Anderson og Earle Dickson þróuðu hann handa eiginkonu Dicksons. Hún átti það til að skera sig við eldamennsku og með plástrinum gat hún lokað litlum sárum án aðstoðar. Dickson vann sem bómullarkaupmaður hjá ba...
Er höfuðborgarsvæðið orðið að sérnafni og ritað með stórum staf?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Er höfuðborgarsvæðið sérnafn líkt og Vesturland, sem ber að rita með stórum staf? Mér þætti það verra! Ég er sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu en heiti stofnunarinnar rita ég Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu. Er ég úti á túni í þessu? Höfuðborgarsvæði er landsvæð...
Hvaða rannsóknir hefur Helgi Gunnlaugsson stundað?
Helgi Gunnlaugsson er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og lúta rannsóknir hans einkum að afbrotum og afbrotafræði. Í doktorsverkefni sínu tók Helgi fyrir afbrot á Íslandi í alþjóðlegu samhengi þar sem hann skoðaði meðal annars ólík viðbrögð samfélagsins gagnvart annars vegar áfengis- og vímuefnum og hin...
Hvers vegna lifa pöndur bara í Kína en ekki í nágrannaríkjunum?
Nú á tímum eru einu náttúrulega heimkynni risapöndunnar (Ailuropoda melanoleuca) bundin við mjög takmarkað svæði í miðhluta í Kína. Svo hefur þó ekki alltaf verið. Fundist hafa leifar risapöndu frá pleistósen-tímabilinu (sem stóð yfir frá því um það bil 2,6 milljón árum til loka síðustu ísaldar), í norður Mjan...
Hvað er Haugsnesbardagi, getið þig sagt mér frá honum?
Næstum allt sem vitað er um Haugsnesbardaga er í Sturlunga sögu, í þeim hluta hennar sem talið er að hafi upphaflega verið saminn sem Þórðar saga kakala en síðan tekinn inn í safnritið Sturlungu. Bardaginn var háður 19. apríl 1246 við Djúpadalsá í Skagafirði þar sem hún rennur að austan niður í Skagafjörð. Bardagi...
Af hverju er Ísland í NATO?
Norður-Atlantshafsbandalagið (NATO) var stofnað árið 1949 og var Ísland eitt af stofnríkjum þess. Aðild Íslands að bandalaginu má einkum rekja til hernaðarlegs mikilvægis Íslands en landfræðileg lega þess var talin mundu henta vel til árása á Bandaríkin eða Sovétríkin ef til átaka kæmi milli þessara stórvelda. Þá ...
Hvers vegna eru hreindýr í útrýmingarhættu?
Hreindýr (Rangifer tarandus) eru útbreidd á heimskautasvæðum allt í kringum norðurpól. Stórir stofnar finnast í austanverði Síberíu, í Noregi, Kanada, Grænlandi, Alaska og í Asíu allt suður til 50° gráðu N-breiddar í Kína. Áður fyrr lifðu þau mun sunnar og voru útbreidd um Kanada og allt suður til Maine á vesturst...
Hvað eru pylsur og úr hverju er húðin utan um þær?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvað er það sem er utan um pylsur eða pulsur, þ.e.a.s. húðin? Getgátur hafa verið uppi um að þetta séu grísaþarmar er það satt? Pylsugerð er gömul aðferð til þess að nýta afurðir sláturdýra og auka geymsluþol þeirra. Pylsugerð þekktist bæði meðal Grikkja og Rómverja...
Hvaða rannsóknir hefur Aðalheiður Guðmundsdóttir stundað?
Aðalheiður Guðmundsdóttir er prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda við Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar spanna vítt svið innan íslenskra fræða og hefur hún meðal annars fengist við rannsóknir á handritum, frásagnarfræði, fornaldarsögum, riddarasögum og rímum. Doktorsrannsókn Aðalheiður fjallaði um Úlfhams ...
Ég sýð allan minn mat upp úr hitaveituvatni, er það óhollt?
Spurningin hljóðaði svona í heild sinni: Ég sýð allan minn mat upp úr hitaveituvatni en fékk athugasemd frá aðila sem fullyrti að í því væru óæskileg efni. Því spyr ég: Er það manninum óhollt að sjóða mat upp úr hitaveituvatni? Hitaveituvatn er ekki skilgreint sem neysluvatn í reglugerð um neysluvatn. Það e...
Hvað fáið þið margar spurningar á dag?
Þegar farið var af stað með Vísindavefinn 29. janúar árið 2000 óraði engan fyrir hversu vinsæll hann yrði. Búist var við að nokkrar spurningar bærust á viku og þeim yrði svarað svo til jafnóðum. Fljótlega kom hins vegar í ljós að fróðleiksþyrstir Íslendingar voru fjölmargir og spurningaflóðið langtum meira en nokk...
Af hverju má ljúga þann 1. apríl?
Sá siður að vera með grín og hrekki þann 1. apríl er margra alda gamall. Líklega má rekja hann til Evrópu á miðöldum en þá tíðkaðist að halda upp á nýtt ár á vorjafndægri 25. mars. Samkvæmt fornri hefð stóðu merkar hátíðir í átta daga og 1. apríl var því áttundi og síðasti dagur nýárshátíðarinnar. Nýárið var fæ...
Af hverju heitir Ísland ekki Grænland og Grænland þá Ísland?
Alþekkt er sögnin um Hrafna-Flóka Vilgerðarson í Landnámabók sem sat í Vatnsfirði við Barðaströnd heilan vetur en kvikfé hans féll um veturinn af heyleysi. „Var vor heldur kalt. Þá gekk Flóki norður á fjöll og sá fjörð einn fullan af hafísum; því kölluðu þeir landð Ísland.“ (Íslenzk fornrit I:38-39). Ísland stóð...