Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Páskaeyja (e. Easter Island) er 166 km2 eyja á Kyrrahafi. Hún er tæplega 4.000 km fyrir vestan Síle í Suður-Ameríku og hefur verið undir stjórn Síle síðan 1888. Eyjan kom upp úr hafinu fyrir rúmum 10.000 árum.
Fornleifar benda til þess að eyjan hafi verið uppgötvuð af Pólýnesíumönnum um 400 árum eftir Krist. Hæsti tindur eyjarinnar er Rano Aroi sem er 539 m hár.
Hollendingar voru fyrstu Evrópubúarnir sem heimsóttu eyjuna, það var árið 1722, og þeir nefndu hana Páskaeyju (Paaseiland) vegna þess að þeir komu þangað á páskadag. Á máli frumbyggja nefnist hún 'Rapa Nui' sem þýðir mikla Rapa eða 'Te Pito te Henua' sem merkir nafli heimsins.
Rúmlega 10.000 manns búa á eyjunni, nær allir í höfuðstaðnum Hanga Roa.
Heitustu mánuðurnir á Páskaeyju eru janúar, febrúar og mars, þá er meðalhitinn 23° en köldustu mánuðirnir eru júní, júlí og ágúst, þá er meðalhitinn 18°.
Þekktasta sérkenni eyjunnar eru svonefndar Akivistyttur sem eru móbergslíkneski, um 600 talsins, flest um 5-10 m á hæð.
Heimildir og myndir:
Íslenska alfræðiorðabókin, Örn og Örlygur, Reykjavík 1990.