Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 617 svör fundust
Af hverju er bergrisi, sem táknar eitthvað vont í norrænni goðafræði, verndari Íslands?
Með verndara Íslands er í spurningunni sennilega átt við bergrisa þann sem í Heimskringlu segir að óð út á sjóinn fyrir sunnan land til móts við sendimann Haralds konungs Gormssonar, en sá fór í hvalslíki. Risinn var reyndar einn af fjórum helstu landvættum í sögunni, en hinar voru griðungur, gammur og dreki. Auk ...
Hvað eru vættir? Eru þeir til í alvörunni?
Vegna orðalagsins í spurningunni skal þess fyrst getið að í íslensku mun orðið vættur upphaflega hafa verið notað í kvenkyni. Þannig er það í fornritum og karlkynsmyndin sést ekki með vissu í rituðu máli fyrr en á 19. öld. Uppruni orðsins er ekki fyllilega ljós. Mynd þess finnst í fornenskum og fornþýskum mállýsku...
Hvernig mynduðust Rauðhólar?
Rauðhólar eru þyrping af gervigígum — fyrirbæri sem sagt er að ekki hafi fundist annars staðar en á Íslandi og reikistjörnunni Mars. Önnur dæmi hér á landi eru Álftavershólar og Landbrotshólar í Skaftafellssýslu (hvoru tveggja taldir vera í Eldgjárhrauni frá 934) og gígarnir við Mývatn, til dæmis Skútustaðagígar. ...
Af hverju hafa páfuglar svona langar stélfjaðrir?
Páfugl (Pavo cristatus) er ein af tveimur tegundum páfugla af ættkvíslinni Pavo sem er innan ættar Phasianidae eða fasanaættar. Hin tegundin er grænpáfuglinn (P. muticus) sem lifir í Indókína. Páfuglinn, sem einnig er nefndur indverski páfuglinn (e. indian peafowl), er þjóðarfugl Indlands. Þar þykir hann mikil ger...
Er kók gott fyrir magann þegar maður er með ælupest?
Það er vel þekkt ráð við gubbupest að drekka gos, kók er mjög gjarnan nefnt en sprite er einnig þekkt. Þetta ráð er ekki séríslenskt fyrirbæri því ef leitað er á Netinu má víða sjá að mælt er með gosdrykkju við ælupest. Þar er reyndar gjarnan mælt með goslausum drykkjum, en einnig kóki og sprite auk þess sem engif...
Er orðið tískulaukur til?
Upprunalega spurningin hljóðaði svo: Er til orðið tískulaukur? Er búin að rekast á þetta orð tvisvar nýlega á sitthvorum netmiðlinum og er að velta því fyrir mér hvort einhver sé að misskilja eitthvað eða hvort að þetta sé orð... Orðið tískulaukur hefur stundum verið notað um þann sem fylgist vel með nýjum tís...
Er til fólk með rafsegulóþol?
Rafsegulóþoli, eða ofurnæmi fyrir rafsegulsviði (e. electromagnetic hypersensitivity) hefur verið lýst, meðal annars af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) á síðunni Radiation and health. Einkenni rafsegulóþols eru ósértæk, mismunandi milli einstaklinga og ekki hefur tekist að finna á þeim læknisfræðilegar ...
Hvernig „verkar“ afstæðiskenning Einsteins? Hvernig getur hún útskýrt betur hvað er að gerast í alheiminum?
Fyrst bendum við lesendum á að kynna sér ýmis önnur svör sem þegar hafa birst hér á Vísindavefnum um afstæðiskenninguna og efni sem tengist henni. Þessi svör má kalla fram með því að setja orðið 'afstæðiskenning' inn í leitarvél okkar. Afstæðiskenning Einsteins er yfirleitt sett fram í tvennu lagi eins og hann ...
Af hverju er Ástralía meginland en Grænland eyja?
Hér er einnig svarað spurningunum:Hvað er það sem greinir eyju frá landi?Hver er skilgreining á eyju? Af hverju er t.d. Grænland eyja en ekki heimsálfa? Af hverju er Ástralía ekki eyja?Er Ástralía heimsálfa eða er hún eyja? Eina og áður hefur verið fjallað um á Vísindavefnum í svari við spurningunni Hvernig eru ...
Af hverju er Plútó ekki lengur talin reikistjarna?
Þegar bandaríski stjörnufræðingurinn Clyde Tombaugh uppgötvaði Plútó árið 1930 töldu flestir að þar hefði fundist níunda reikistjarna sólkerfisins. Stjörnufræðingar komust þó fljótt að því að Plútó er talsvert frábrugðinn hinum átta. Hann er til dæmis miklu minni en nokkur önnur reikistjarna (minni en tunglið okka...
Hvað segir eðlisfræðin um vitundina út frá skammtafræðinni?
Eins og fram kemur í öðrum svörum um skammtafræði hér á Vísindavefnum þá lýsir skammtafræðin hegðun smárra efniseinda og hana má einnig nota til að skýra eiginleika ákveðinna stærri hluta, til dæmis gastegunda og kristalla. Skammtafræðin varpar ekki beinlínis nýju ljósi á eðli vitundar en vitundin leikur ákveðið h...
Hve margir íbúar eru í þriðja heiminum?
Það er hreint ekki eins einfalt og ætla mætti að svara þessari spurningu. Aðalvandamálið felst auðvitað í þeirri spurningu hvað þetta fyrirbæri þriðji heimurinn er og hvaða lönd teljast til hans. Hugtakið þriðji heimurinn var upphaflega notað árið 1952 af Alfred Sauvy, frönskum hagfræðingi og landfræðingi. Hug...
Hvaða hlutverki gegna kvarkar í eiginleikum efnis?
Ef átt er við efni eins og við sjáum það yfirleitt þá er svarið að bein áhrif kvarka sjást ekki í hreyfingu efnis eða uppbyggingu stærri efniseinda, en fjöldi og tegund kvarka í tiltekinni öreind ræður því hins vegar hver öreindin er. Um það má lesa nánar í svari Kristjáns Rúnars Kristjánssonar við spurningunni Hv...
Hafa leikmenn fengið að gefa stjörnum og öðrum fyrirbærum í geimnum nöfn?
Heyrst hefur af fyrirtækjum sem auglýsa stjörnur himinsins til sölu. Fyrir um 4000 krónur eða svo, stundum meira eða minna, gefst manni kostur á að nefna eina stjörnu eftir sér, ástvini sínum eða einhverjum öðrum. Í kaupbæti er fallegt skírteini með nafninu sem þú valdir, stundum bók eða stjörnukort, einhverjir að...
Hvaða gildi hafa dagdraumar?
Dagdraumar eru hluti af hugsanaflæði okkar í vöku. Fræðimenn hafa komist að því að dagdraumar eru mestir á unglingsárunum en eftir því sem fólk eldist dregur úr dagdraumum þess. Á gamals aldri eru kynferðislegir dagdraumar og hetjudraumar afar fátíðir. Þegar fólk er upptekið af krefjandi verkefnum gefast fá tækifæ...