Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 884 svör fundust

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju hafa konur betra lyktarskyn en karlar? Og af hverju er fólk með mismunandi þefskyn? Skiptir einhverju máli að þrífa nefið reglulega?

Undirritaður kannast ekki við það að konur eigi að hafa betra eða næmara lyktarskyn en karlar. Oftast stafar dauft lyktarskyn af nefstíflu, en einhvern mismun verður væntanlega að skýra með breytileika einstaklingsins. Nefið á ekki að þurfa að þrífa nema við séum með sýkingu. Þó kemur fyrir, einkum hjá öldruðum, a...

category-iconEfnafræði

Hvers vegna er sjórinn saltur?

Öll uppleyst efni í sjónum eiga uppruna sinn í bergi á landi og hafa borist þangað með ánum. Svo að dæmi sé tekið, þá bera árnar 190 milljón tonn af natríni (Na+) árlega til sjávar. Helstu jónir aðrar sem eru í upplausn í árvatni eru magnesín, kalín, kalsín og kísill, svo og klór, bíkarbónat og súlfat. Upphaflega ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna frýs vatn?

Jón A. Stefánsson spurði 'Hvers vegna er eðlismassi vatns mestur við +4°C en annarra meiri eftir því sem þau kólna meira?' Í vatnssameindinni eru tvær einingar af vetni (vetnisfrumeindir eða vetnisatóm, H) og ein eining af súrefni (O). Vatnssameindin hefur því efnatáknið H2O. Í fljótandi vatni eru þessa...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Sjá selir í lit?

Talsverðar rannsóknir hafa verið gerðar á ýmsum þáttum í lífeðlisfræði sela, þar á meðal á skynjun þeirra. Margt er því vitað um sjónskynjun þeirra sem og aðrar skynleiðir. Selategundir flokkast í tvær ættir eftir því hvort þær hafa ytri eyru eða ekki. Til eyrnalausra tegunda (Phocidae) teljast meðal annarra sæfíl...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er það sem helst tefur fyrir því að vetni og aðrir "hreinir" orkugjafar leysi olíuna af hólmi?

Það er samspil ýmissa þátta sem helst ,,tefja” fyrir því að vetnisrík sambönd geti að fullu tekið við af olíu sem eldsneyti í heiminum. Það sem þeir eiga helst sameiginlegt er að lögð er ofuráhersla á að nýta sem allra best þá gríðarmiklu möguleika sem felast í vetni sem hreinum orkubera (eldsneyti). Slíkt krefst ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hægt að breyta loftþrýstingseiningunni hPa yfir í cm vatns?

Þrýstingur (e. pressure) er skilgreindur sem kraftur á flatareiningu, það er newton á fermetra, og er hann táknaður með bókstafnum p. Auðvelt er að reikna þrýsting á ákveðnu dýpi h í vökva eða gasi með tiltekinn eðlismassa ρ (ρ er gríski bókstafurinn "hró" eða "ró" og SI-einingin fyrir eðlismassa er kg/m...

category-iconJarðvísindi

Hvað er jökulhlaup?

Jökulhlaup eru snögg vatnsflóð frá lónum við jökuljaðar eða jökulbotn sem bræðsluvatn og regn safnast í. Jaðarlónin myndast þar sem jökull stíflar þverdal eða gil. Vatn rís uns það nær að þrengja sér undir ísstífluna og opna rásir. Í fyrstu eru þær örsmáar en víkka síðan við ísbráðnun vegna núningsvarma því að ísf...

category-iconLífvísindi: almennt

Fellur súrt regn á Íslandi? Hvert er viðnám íslenskra vatna við því?

Súrt regn fellur þar sem regnið er blandað brennisteinssýru (H2SO4), saltpéturssýru (HNO3) og lífrænum sýrum. Þessar sýrur myndast við bruna á kolum og olíu og eru því mjög algengar þar sem iðnaður er mikill. Áhrifa súrs regns gætir aðallega á austurströnd Bandaríkjanna, á Bretlandseyjum, í Norður-Evrópu og í Suðu...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna kemur olíubrák á vatn?

Í fullri lengd var spurningin sem hér segir:Allir vita að þegar að olía blandast vatni þá kemur regnbogalituð brák á vatnið. Hvað veldur þessari brák og hversvegna er hún endilega regnbogalituð?Olía er eðlisléttari en vatn og leysist ekki upp í því. Þess vegna flýtur olían á vatni í flekkjum og myndar þunnar himnu...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hversu margir lítrar koma upp í einu gosi í Strokki og hver er hitinn á vatninu?

Hitastig á yfirborði Strokks er mjög breytilegt og skiptir þá vindur og hitastig umhverfisins miklu. Á 1 m dýpi er hitastig um 90-95°C og hitnar hverinn niður pípuna. Við mælingu í Strokki 9. júní 2000 var unnt að mæla niður á 23 m dýpi. Þegar vatnið í hvernum kólnar verður það eðlisþyngra og sekkur, við þetta myn...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig fer laxinn að því að lifa bæði í sjó og ferskvatni?

Við höfum áður fjallað um hvað gerist ef sjávarfiskur er settur í ferskvatn, fiskurinn deyr fljótlega vegna þess að allt vökvajafnvægi raskast. Um þetta má lesa í svari við spurningunni Hvað gerist ef sjávarfiskur er settur í ferskvatn? Það er þess vegna eðlilegt að menn furði sig á því hvernig laxar fari að því a...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er glópagull og hvernig verður það til?

Glópagull hefur verið notað um steindina járnkís, FeS2, vegna þess að það „glóir eins og gull.“ Á íslensku eru önnur nöfn steindarinnar brennisteinskís (þ. Schwefelkies) og pýrít (e. pyrite). Nafnið pýrít er úr grísku, πυριτησ – pyritis, eldsteinn – sem vísar til þess að neisti v...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir sögnin að kalóna? Er hún íslensk eða er til annað íslenskt orð um þetta?

Sögnin að kalóna, sem einnig er til í myndinni kalúna, er notuð um að hita vambir sláturdýra í sjóðandi vatni til þess að losa slímhúð innan úr þeim. Hún hefur líklegast orðið til við dönsk áhrif en í dönsku er nafnorðið kallun notað um 'vinstur jórturdýra'. Danska orðið á rætur að rekja til miðaldalatínu calduna ...

category-iconEfnafræði

Úr hverju er lanolín og hvaða áhrif hefur það á húðina?

Lanolín er þykk, gulleit og klísturkennd feiti sem unnin er úr ull. Lanolín er notað til ýmissa hluta, svo sem í smyrsl og áburði, sápur, til að vatnsverja leður, í málningu og jafnvel í tyggigúmmí. Það hefur þann eiginleika að hrinda frá sér vatni og er jafnframt mýkjandi fyrir húð, sem skýrir breiddina í nýtingu...

category-iconHugvísindi

Hvað var oftast borðað á víkingatímanum?

Norrænir menn á tímum víkinga borðuðu mikið lamba- og nautakjöt, einnig hrossakjöt, og voru þá langflestir hlutar dýrsins nýttir eins og menn þekkja sem borðað hafa þorramat. Þeir neyttu einnig fisks, kornvara, mjólkurvara og eggja villifugla. Lítið var um grænmeti en sums staðar borðuðu menn ber og epli þar se...

Fleiri niðurstöður