Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er staða vatns í dag og hvernig gæti hún breyst í náinni framtíð?

Jóhanna Björk Weisshappel

Ísland er auðugt af vatni og er talið að ástand vatns sé almennt gott. Unnið hefur verið að því síðan árið 2011 að greina hver staða vatns hér á landi er í raun í verkefninu Stjórn vatnamála. Í tengslum við verkefnið var stigið fyrsta skrefið í álagsmati á vatni sem var birt í Stöðuskýrslu fyrir vatnasvæði Íslands. Hér á landi er nokkurt staðbundið mengunarálag á vatn í stærstu þéttbýlissvæðunum og í grennd við þau. Sama á við um starfsemi sem losar mengandi efni í vatn eða jarðveg og við stærstu malbikaða vegi og steypta fleti af völdum afrennslis. Einnig má búast við að nokkurt staðbundið álag á vatn sé á þéttbýlustu landbúnaðarsvæðunum og við stærstu íbúða- og sumarhúsabyggðirnar sökum áburðarnotkunar og mengunar frá rotþróm. Að auki er þekkt að staðbundið álag er á vatn við eldri sorpurðunarstaði þar sem enn á sér stað leki mengunarefna út í jarðveg. Sjá nánar á vef Umhverfisstofnunar

Staða vatns á Íslandi er ágæt samanborið við stöðu vatns í heiminum almennt.

Samanborið við þéttbýlli lönd í heiminum er ástand vatns á Íslandi almennt gott. Meginreglan er sú að eftir því sem farið er inn á þéttbýlli svæði nær miðbaug er meira um mengun vatns og annað rask sem minnkar gæði þess. Þannig má búast við að vatn á lítt byggðum og strjábýlum svæðum eins og Íslandi sé í góðu ástandi. Víða annars staðar eru ár, vötn og grunnvatn menguð vegna þéttbýlis, iðnaðar, landbúnaðar, umferðar, sorps og annarra athafna mannsins. Einnig hafa gæði vatns minnkað víða vegna rasks og þess að farvegi vatns hefur verið breytt og land manngert. Sem dæmi má nefna að á landbúnaðarsvæðum er ofauðgun vatna víða vandamál vegna mikillar áburðarnotkunar.

Ef ekki verður gripið til aðgerða má búast við að ástand vatns í heiminum muni halda áfram að versna og ekki má gleyma því að þurrkar eru ein afleiðing hinna svokallaðra gróðurhúsaáhrifa með tilheyrandi vatnsskorti. Hér á landi er gert ráð fyrir að álagsmati á vatn verði haldið áfram í Stjórn vatnamála og síðan farið út í aðgerðir til að bæta ástand vatns. Ef þetta verkefni heldur áfram er því ljóst að hægt er að bæta ástands vatns þar sem þess er þörf.

Heimildir

  • Stöðuskýrsla fyrir vatnasvæði Íslands - Skipting vatns í vatnshlot og mat á helsta álagi af starfsemi manna á vatns. Umhverfisstofnun 2011.

Mynd

Höfundur

Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun

Útgáfudagur

9.10.2014

Spyrjandi

Stefán Jóhann Stefánsson

Tilvísun

Jóhanna Björk Weisshappel. „Hver er staða vatns í dag og hvernig gæti hún breyst í náinni framtíð?“ Vísindavefurinn, 9. október 2014, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=65374.

Jóhanna Björk Weisshappel. (2014, 9. október). Hver er staða vatns í dag og hvernig gæti hún breyst í náinni framtíð? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=65374

Jóhanna Björk Weisshappel. „Hver er staða vatns í dag og hvernig gæti hún breyst í náinni framtíð?“ Vísindavefurinn. 9. okt. 2014. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=65374>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er staða vatns í dag og hvernig gæti hún breyst í náinni framtíð?
Ísland er auðugt af vatni og er talið að ástand vatns sé almennt gott. Unnið hefur verið að því síðan árið 2011 að greina hver staða vatns hér á landi er í raun í verkefninu Stjórn vatnamála. Í tengslum við verkefnið var stigið fyrsta skrefið í álagsmati á vatni sem var birt í Stöðuskýrslu fyrir vatnasvæði Íslands. Hér á landi er nokkurt staðbundið mengunarálag á vatn í stærstu þéttbýlissvæðunum og í grennd við þau. Sama á við um starfsemi sem losar mengandi efni í vatn eða jarðveg og við stærstu malbikaða vegi og steypta fleti af völdum afrennslis. Einnig má búast við að nokkurt staðbundið álag á vatn sé á þéttbýlustu landbúnaðarsvæðunum og við stærstu íbúða- og sumarhúsabyggðirnar sökum áburðarnotkunar og mengunar frá rotþróm. Að auki er þekkt að staðbundið álag er á vatn við eldri sorpurðunarstaði þar sem enn á sér stað leki mengunarefna út í jarðveg. Sjá nánar á vef Umhverfisstofnunar

Staða vatns á Íslandi er ágæt samanborið við stöðu vatns í heiminum almennt.

Samanborið við þéttbýlli lönd í heiminum er ástand vatns á Íslandi almennt gott. Meginreglan er sú að eftir því sem farið er inn á þéttbýlli svæði nær miðbaug er meira um mengun vatns og annað rask sem minnkar gæði þess. Þannig má búast við að vatn á lítt byggðum og strjábýlum svæðum eins og Íslandi sé í góðu ástandi. Víða annars staðar eru ár, vötn og grunnvatn menguð vegna þéttbýlis, iðnaðar, landbúnaðar, umferðar, sorps og annarra athafna mannsins. Einnig hafa gæði vatns minnkað víða vegna rasks og þess að farvegi vatns hefur verið breytt og land manngert. Sem dæmi má nefna að á landbúnaðarsvæðum er ofauðgun vatna víða vandamál vegna mikillar áburðarnotkunar.

Ef ekki verður gripið til aðgerða má búast við að ástand vatns í heiminum muni halda áfram að versna og ekki má gleyma því að þurrkar eru ein afleiðing hinna svokallaðra gróðurhúsaáhrifa með tilheyrandi vatnsskorti. Hér á landi er gert ráð fyrir að álagsmati á vatn verði haldið áfram í Stjórn vatnamála og síðan farið út í aðgerðir til að bæta ástand vatns. Ef þetta verkefni heldur áfram er því ljóst að hægt er að bæta ástands vatns þar sem þess er þörf.

Heimildir

  • Stöðuskýrsla fyrir vatnasvæði Íslands - Skipting vatns í vatnshlot og mat á helsta álagi af starfsemi manna á vatns. Umhverfisstofnun 2011.

Mynd

...