Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1891 svör fundust
Heyra fiskar hljóð og hafa þeir eitthvað jafnvægisskyn?
Fiskar hafa kvarnir eða eyrnasteina en það eru litlar steinagnir sem finnast í pokalaga líffærum eða skjóðum í innra eyra allra beinfiska (Osteichthyes). Kvarnirnar eru í þremur vökvafylltum hólfum í innri eyrunum beggja megin við aftari hluta heilans og eru því sex talsins (þrjú pör). Veggir hólfanna eru alsettir...
Er jörðin fullkomlega hnöttótt?
Við þessari spurningu er til einfalt svar: Nei, það er hún ekki. Jörðin er mjög nálægt því að vera hnöttótt, en vegna snúnings hennar um möndul sinn og ónógs miðsóknarkrafts er hún eins og miðaldra karl með vömb; örlítið flatari við pólana og með bungu um miðbauginn. Þetta frávik frá kúlulögun veldur því að þve...
Hvað getið þið sagt mér um eldstöðvakerfið í Ljósufjöllum?
Ljósufjallareinin teygir sig frá Kolgrafafirði í vestri að Norðurá í Borgarfirði. Hún er nær 90 kílómetra löng og stefnir vestnorðvestur til austsuðausturs. Miðja hennar virðist vera í Ljósufjöllum, og dregur hún því nafn sitt af þeim. Þar er eldvirknin mest og fjölbreyttust. Ljósufjöll standa fyrir miðjum vest...
Hvaða upplýsingar er hægt að lesa úr litrófi stjarna?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvaða upplýsingar er hægt að lesa úr litrófi stjarna? Svo sem hvernig vitum við hitastig, stærð, hreyfingu og efnasamsetningu stjarnanna? Litrófsgreiningar á geislun sem berst frá stjörnum er helsta aðferðin til að afla upplýsinga um eiginleika stjarna á borð við þá se...
Getur þú sagt mér allt um hvíta nashyrninginn?
Hvíti nashyrningurinn (Ceratotherium simum) er önnur af tveimur tegundum nashyrninga í Afríku. Hin tegundin er svarti nashyrningurinn (Diceros bicornis). Hvor tegund skiptist síðan í nokkrar deilitegundir. Hvíti nashyrningurinn er mikill um sig og grófgerður í öllu vaxtalagi. Hann minnir helst á forsögulegt spe...
Hvað orsakar beinþynningu?
Beinþynning er sjúkdómur sem hrjáir einkum konur (um 80% eru konur). Beinmassi kvenna nær hámarki nálægt 30-35 ára aldri, fer hægt minnkandi eftir það en nálægt tíðahvörfum verður hreinlega hrun á beinum sumra kvenna sem geta tapað 20-30% beinmassans á örfáum árum. Þetta getur haft mjög alvarlegar afleiðingar með ...
Hvaða áhrif hefur of mikið estrógen á karlmenn?
Það er eðlilegt að karlar framleiði estrógen í einhverju mæli, bæði örlítið í nýrnahettum en einnig í eistum. Talið er að estrógen sé nauðsynlegt fyrir frjósemi karla og rannsóknir sýna að það hefur áhrif á vatns- og jónajafnvægi í þekjuvef innri æxlunarfæra og þroskun sáðfrumna. Það er aftur á móti ekki eðlilegt...
Af hverju var Jesús með lærisveina?
Frá þessu er sagt í svari Hjalta Hugasonar við spurningunni Átti Jesús konu og er vitað hvað hún hét? Þar segir Hjalti:Um það leyti sem Jesús varð fullorðinn (um 30 ára aldur) tók hann að ferðast um og kenna fólki. Slíkir farandkennarar eða ferðaprédikarar sem voru margir á þessum tíma gengu almennt ekki í hj...
Hvað er eldgos?
Þrátt fyrir að eldgos geti verið ógnvænleg og valdi oft tjóni á mannvirkjum og stundum dauðsföllum eru þau skýrustu merki þess að plánetan okkar er við góða heilsu. Þetta kann að hljóma einkennilega í fyrstu, en við skulum reyna að útskýra þetta nánar. Jörðin er enn heit og kröftug pláneta, en frá því að hún my...
Hvað er miðbaugur langur?
Hér er einnig svarað spurningunum:Hvaða breiddarbaugur er lengstur?Hver er radíus jarðar frá miðju að pól?Hvert er ummál jarðar um miðbaug? Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvernig er bauganet jarðar uppbyggt? þá byggist þetta net á ímynduðu hnitakerfi lengdar- og breiddarbauga sem lagt er yfir jarðark...
Af hverju myndast ský og af hverju falla þau ekki til jarðar?
Ský er safn ótalmargra örsmárra vatnsdropa sem myndast við að vatnsgufa í andrúmsloftinu kólnar og þéttist. Oftast tengist kólnunin uppstreymi, en bæði þrýstingur og hiti loftsins lækkar þegar það lyftist (sjá svar við spurningu um kulda á fjöllum og í háloftum). Uppstreymi á sér stað við ýmsar aðstæður, til dæmis...
Mundi vindakerfi jarðar breytast mikið við það að jörðin væri fullkomlega hnöttótt?
Vindar á jörðinni stafa af mismuni í loftþrýstingi sem er til kominn af mismun í hitun loftsins milli svæða. Þættir á borð við snúning jarðar, viðnám við jörð og fasaskipti vatns hafa svo einnig áhrif á hvernig vindar blása. Þótt jörðin væri fullkomlega hnöttótt, þannig að öll fjöll væru jöfnuð út og ummál jar...
Hvernig er bauganet jarðar uppbyggt og hver eru hnit Íslands á hnettinum?
Hér er einnig svar við spurningunum:Geturðu sagt mér eitthvað um bauganet jarðar og tímabeltin?Hver er ástæða þess að núll-lengdarbaugurinn er þar sem hann er en ekki á einhverjum öðrum stað?Bauganet jarðar byggist á ímynduðu hnitakerfi sem lagt er yfir jarðarkúluna og er notað til að gefa upp nákvæma staðsetningu...
Hvers vegna fær maður æðaslit?
Litlar, þunnar bláæðar liggja nálægt yfirborði húðar. Þær tengjast bláæðakerfi líkamans en eru ekki nauðsynlegur hluti þess. Æðaslit eða háræðaslit (e. spider veins eða telangiectasias) felur ekki í sér að æðarnar slitni eins og nafnið kann að gefa til kynna heldur myndast það þegar þessar æðar víkka út þannig að ...
Við vitum að fitufrumum getur ekki fjölgað eftir ákveðinn aldur, en getur þeim þá fækkað með einhverjum hætti?
Á meðan líkami okkar er að vaxa getur fitufrumum okkar fjölgað. Flestir eru búnir að taka út allan vöxt þegar eitthvað er liðið á unglinsárin og eftir það fjölgar fitumfrumum líkamans því ekki. En fitufrumunum í okkur getur ekki fækkað. Þær geta aðeins minnkað með hreyfingu og brennslu. Hægt er lesa meira um...