Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 492 svör fundust
Hvaðan koma nöfnin á mánuðunum?
Hér er einnig svarað spurningunum:Af hverju heita mánuðirnir júlí, september o.s.frv? Hvernig gefa nöfn mánuðanna september, október, nóvember og desember til kynna að þeir séu 7., 8., 9. og 10. mánuðirnir? Mánaðanöfnin sem við notum í dag eru byggð á latneskum heitum sem Rómverjar notuðu um mánuðina í sínu alma...
Finnst sumu fólki hákarl góður í alvöru eða er það bara að þykjast?
Á Þorranum stóð ritstjórn Vísindavefsins fyrir rannsóknum til að fá úr þessu skorið. Töluverðan tíma tók að vinna úr þeim gögnum sem bárust en niðurstöður liggja nú loksins fyrir. Hér verður rannsóknaraðferðum lýst og niðurstöður kynntar. Fyrsta tilraunin fór fram á ónefndu þorrablóti. Starfsmaður Vísindavefsin...
Hvað eru til mörg trúarbrögð í heiminum?
Það er eiginlega ómögulegt að svara þessari spurningu nákvæmlega þar sem erfitt er að skilgreina hugtakið trúarbrögð. Flestir myndu til að mynda samþykkja að kristni, búddismi og hindúatrú væru mismunandi trúarbrögð. En innan kristninnar eru margir "skólar", til dæmis mótmælendatrú og rómversk-kaþólsk trú. Á þ...
Hvenær fóru konur að erfa til jafns við karla?
Sé litið til fornra hátta á vestrænu menningarsvæði í víðum skilningi birtast tvær leiðir við skiptingu arfs eftir kynjum. Í Gamla testamentinu er gert ráð fyrir því að synir erfi á undan dætrum, enda segir Drottinn í 4. Mósebók: En til Ísraelsmanna skalt þú mæla þessum orðum: Nú deyr maður og á ekki son, skul...
Hver er að hringja bjöllunni?
Ritstjórn Vísindavefsins hefur rætt þessa erfiðu spurningu rækilega. Við byrjuðum að sjálfsögðu á að hugleiða hvort hún væri á verksviði okkar, en stundum fáum við spurningar sem eru það ekki. Síðan veltum við því fyrir okkur hvort þetta hefði verið mamma eða afi, stóri bróðir, Davíð eða Ingibjörg, Guð eða kannski...
Hvað þýðir "í herrans nafni og 40" eins og Össur komst að orði þegar ný ríksstjórn tók við?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvað þýðir "í herrans nafni og 40" eins og Össur Skarphéðinsson komst að orði í sjónvarpsviðtali eftir að ný ríksstjórn tók við völdum?Orðtakið í herrans nafni og fjörutíu er notað í merkingunni 'í guðanna bænum, fyrir alla muni'. Upphafleg notkun hefur verið trúarlegs eðlis...
Af hverju er talað um að menn séu apar?
Það er ekki alveg ljóst við hvað spyrjandi á við. Stundum segjum við að einhver sé algjör api eða algjör asni og þá meinum við það ekki bókstaflega heldur eignum við viðkomandi eiginleika sem við teljum að tilheyri þessum dýrategundum. Svo gæti verið að spyrjandi sé að velta því fyrir sér hvort menn og mannapar...
Er Elvis Presley á lífi?
Áhugi Vísindavefsins á því hvort Elvis Presley sé látinn eða á lífi er nær eingöngu menningarfræðilegur (næringarfræðin gæti einnig spilað inn í miðað við síðustu æviár Elvis). Ábyrgir fjölmiðlar og aðrir sem vilja láta taka sig alvarlega, skipta sér yfirleitt ekki af þessari spurningu sem þó leitar á fjölmarga. ...
Hvernig útskýra kirkjunnar menn Adam og Evu út frá þróunarkenningunni?
Vísindi og kristin trú eru án efa þær stofnanir vestrænnar menningar sem mest áhrif hafa haft á þróun hennar undanfarnar aldir. Því hefur hins vegar löngum verið haldið fram að grundvallarágreiningur hafi ríkt milli þessara stofnana síðan katólska kirkjan dæmdi Galíleó (1564-1642) í stofufangelsi fyrir að aðhyllas...
Hvað snýr upp og hvað niður í veröldinni samkvæmt Biblíunni annars vegar og raunvísindum hins vegar?
Vísindavefnum hafa borist margar spurningar um efni sem tengist þessu. Meðal annars bendum við þá á eftirfarandi svör:Samrýmist það vísindalegri hugsun að lífverur hafi þróast úr dauðum efnum án sköpunar?Hvað gerist ef vísindin sanna að Guð er ekki til og var aldrei til?Hvenær kviknaði líf á jörðinni og hvers vegn...
Hvað getið þið sagt um heimspekinginn Simone Weil?
Franski heimspekingurinn og baráttukonan Simone Weil (1909-1943) var dóttir læknisins Bernards Weils og konu hans Salomea sem vann alla tíð þétt við hlið manns síns og var vel að sér í læknisfræði. Á æskuheimilinu var mikið lagt upp úr menntun og sá Salomea um nám barna sinna tveggja, Simone og André sem bæði voru...
Hvaða reglur giltu um z í íslensku?
Bókstafurinn z barst snemma inn í íslenskt stafróf og var hann talsvert notaður í fornu máli. Í bókinni Íslenzkar rjettritunarreglur eftir Halldór Kr. Friðriksson frá árinu 1859 voru settar fram reglur sem giltu nær óbreyttar fram til ársins 1974 en þá var z felld brott í stafsetningnu, annars staðar en í mannanöf...
Hvaða þjóðflokkur er Toltekar og hver eru tengsl hans við Maya og Azteka?
Toltekar voru einn þeirra þjóðflokka sem komu fram á hálendi Mexíkó um svipað leyti og Ísland byggðist. Toltekar reistu hina frægu borg Tula, en þar voru leikvellir þar sem stundaðir voru boltaleikir, sem sumir telja undanfara körfubolta. Það er þó nokkuð langsótt. Frægastir eru þeir fyrir musteri sem þeir byggðu ...
Hvernig urðu mennirnir til?
Samkvæmt vísindum nútímans varð tegundin maður eða nútímamaður (Homo sapiens) til við þróun á sama hátt og aðrar tegundir lífs á jörðinni. Það er talið að þetta hafi gerst fyrir um það bil 130.000 árum. Í svari Hauks Más Helgasonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Skapaði Guð mennina eða urðu þeir t...
Er piparminta búin til úr mintu og pipar? Ef það er enginn pipar í henni af hverju heitir hún þá piparminta?
Piparminta er kryddjurt af svonefndri varablómaætt. Á fræðimáli kallast hún Mentha x piperita. Piparminta er blendingur tveggja mintutegunda, Mentha aquatica og Mentha spicata. Orðið piparminta er líka notað um sælgætistöflur með piparmintubragði en jurtin er oft notuð til að gefa sælgæti, ís, tyggjói og tannkremi...