Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Finnst sumu fólki hákarl góður í alvöru eða er það bara að þykjast?

Ritstjórn Vísindavefsins

Á Þorranum stóð ritstjórn Vísindavefsins fyrir rannsóknum til að fá úr þessu skorið. Töluverðan tíma tók að vinna úr þeim gögnum sem bárust en niðurstöður liggja nú loksins fyrir. Hér verður rannsóknaraðferðum lýst og niðurstöður kynntar.

Fyrsta tilraunin fór fram á ónefndu þorrablóti. Starfsmaður Vísindavefsins stóð við hliðina á hákarlsbakkanum á hlaðborðinu og spurði fólk sem fékk sér af hákarlinum “Finnst þér hákarl góður í alvöru eða ertu bara að þykjast til að gefa í skyn að þú sért svalari en þú ert?” 100% svarenda sögðu að sér fyndist hákarlinn góður en allmargir neituðu að svara. Svarhlutfall var 7%. Tveir skvettu úr glasi framan í starfsmann Vísindavefsins og þrír sögðu honum að hypja sig heim.


Er þessi að þykjast?

Næsta tilraun fór þannig fram að viðföng voru tengd við lygamæli sem fenginn var að láni frá CIA, bandarísku leyniþjónustunni, og meðal spurninga sem þau svöruðu var spurning um hvernig þeim þætti hákarl í raun og veru. Fram kom að þó nokkuð margir sögðu ósatt til um hvernig þeim líkaði hákarl. Þegar þessi tilraun stóð sem hæst fengum við af því fréttir að lygamælar þættu hin mestu ólíkindatól og ekki væri á þá treystandi. Lygamælinum var þá skipt út fyrir þumalskrúfur. Þegar þeim var beitt viðurkenndi hver einasti viðmælandi að sér þætti hákarl ekkert góður.

Að lokum var gerð tilraun þar sem svangt viðfang var látið vera eitt í herbergi með þorramatshlaðborði. Í herberginu var svo falin myndavél. Í ljós kom að 40% viðfanga fengu sér hákarl á disk en hentu honum svo í ruslið. 25% borðuðu hákarlinn en 35% fengu sér ekki af hákarlinum. Þau viðföng sem höfðu borðað hákarlinn voru svo sett í ítarlega sálgreiningarrannsókn. Um 70% þeirra reyndust illa haldin af sjálfsblekkingartilhneigingu og því allar líkur á að þeim finnist hákarl ekkert góður í alvörunni þótt þau ímyndi sér það. Þegar rætt var enn frekar við þau þrjú viðföng sem ekki voru haldin sjálfsblekkingu kom í ljós að eitt þeirra var haldið sjálfspíningarhvöt, annað hafði misst bragðskynið fimm ára að aldri vegna höfuðáverka og það þriðja hafði haft grun um földu myndavélina.

Niðurstaða okkar er því sú að þótt mögulegt sé að einhverjum finnist hákarl góður í alvörunni þá liggja ekki fyrir neinar staðfestar sannanir á því að svo sé.

Í framtíðinni hyggst Vísindavefurinn svo standa fyrir sambærilegum rannsóknum á aðdáendum mygluosta og þungarokks og þeim sem fylgjast með áramótaávarpi forseta og forsætisráðherra.

Þetta er föstudagssvar og ber því ekki að taka það bókstaflega.

Mynd: The Snorri Program.

Útgáfudagur

18.7.2003

Spyrjandi

Hilmar Hilmarsson

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Finnst sumu fólki hákarl góður í alvöru eða er það bara að þykjast?“ Vísindavefurinn, 18. júlí 2003, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3592.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2003, 18. júlí). Finnst sumu fólki hákarl góður í alvöru eða er það bara að þykjast? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3592

Ritstjórn Vísindavefsins. „Finnst sumu fólki hákarl góður í alvöru eða er það bara að þykjast?“ Vísindavefurinn. 18. júl. 2003. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3592>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Finnst sumu fólki hákarl góður í alvöru eða er það bara að þykjast?
Á Þorranum stóð ritstjórn Vísindavefsins fyrir rannsóknum til að fá úr þessu skorið. Töluverðan tíma tók að vinna úr þeim gögnum sem bárust en niðurstöður liggja nú loksins fyrir. Hér verður rannsóknaraðferðum lýst og niðurstöður kynntar.

Fyrsta tilraunin fór fram á ónefndu þorrablóti. Starfsmaður Vísindavefsins stóð við hliðina á hákarlsbakkanum á hlaðborðinu og spurði fólk sem fékk sér af hákarlinum “Finnst þér hákarl góður í alvöru eða ertu bara að þykjast til að gefa í skyn að þú sért svalari en þú ert?” 100% svarenda sögðu að sér fyndist hákarlinn góður en allmargir neituðu að svara. Svarhlutfall var 7%. Tveir skvettu úr glasi framan í starfsmann Vísindavefsins og þrír sögðu honum að hypja sig heim.


Er þessi að þykjast?

Næsta tilraun fór þannig fram að viðföng voru tengd við lygamæli sem fenginn var að láni frá CIA, bandarísku leyniþjónustunni, og meðal spurninga sem þau svöruðu var spurning um hvernig þeim þætti hákarl í raun og veru. Fram kom að þó nokkuð margir sögðu ósatt til um hvernig þeim líkaði hákarl. Þegar þessi tilraun stóð sem hæst fengum við af því fréttir að lygamælar þættu hin mestu ólíkindatól og ekki væri á þá treystandi. Lygamælinum var þá skipt út fyrir þumalskrúfur. Þegar þeim var beitt viðurkenndi hver einasti viðmælandi að sér þætti hákarl ekkert góður.

Að lokum var gerð tilraun þar sem svangt viðfang var látið vera eitt í herbergi með þorramatshlaðborði. Í herberginu var svo falin myndavél. Í ljós kom að 40% viðfanga fengu sér hákarl á disk en hentu honum svo í ruslið. 25% borðuðu hákarlinn en 35% fengu sér ekki af hákarlinum. Þau viðföng sem höfðu borðað hákarlinn voru svo sett í ítarlega sálgreiningarrannsókn. Um 70% þeirra reyndust illa haldin af sjálfsblekkingartilhneigingu og því allar líkur á að þeim finnist hákarl ekkert góður í alvörunni þótt þau ímyndi sér það. Þegar rætt var enn frekar við þau þrjú viðföng sem ekki voru haldin sjálfsblekkingu kom í ljós að eitt þeirra var haldið sjálfspíningarhvöt, annað hafði misst bragðskynið fimm ára að aldri vegna höfuðáverka og það þriðja hafði haft grun um földu myndavélina.

Niðurstaða okkar er því sú að þótt mögulegt sé að einhverjum finnist hákarl góður í alvörunni þá liggja ekki fyrir neinar staðfestar sannanir á því að svo sé.

Í framtíðinni hyggst Vísindavefurinn svo standa fyrir sambærilegum rannsóknum á aðdáendum mygluosta og þungarokks og þeim sem fylgjast með áramótaávarpi forseta og forsætisráðherra.

Þetta er föstudagssvar og ber því ekki að taka það bókstaflega.

Mynd: The Snorri Program....