Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 469 svör fundust

category-iconÞjóðfræði

Af hverju er bannað að syngja við matarborðið?

Það er viðtekin hjátrú víða um lönd að ólánsmerki sé að syngja við matarborðið, jafnvel feigðarboði. Hér á landi er þessi hjátrú vel þekkt og stundum sagt að þá séu menn að syngja sult í bæinn. Í enskumælandi löndum er höfð yfir eftirfarandi vísa: If you sing at your table and dance by your bed you'll have no ...

category-iconGátur og heilabrot

Gáta vikunnar: Hvernig geta vísindamennirnir leyst fyrstu þrautina í musteri viskunnar?

Eitt sinn lögðu nokkrir náttúrufræðingar í rannsóknarleiðangur í Tíbet, en þeir hugðust kanna og skrásetja jarðmyndanir, flóru og fánu háfjallasvæðisins. Þeir ferðuðust um fótgangandi til þess að geta komist á milli fáfarinna svæða og rannsakað staði sem enn voru ósnortnir af mönnum. Dag einn lentu vísindamenn...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru til mörg letidýr í heiminum?

Letidýr tilheyra tveimur ættum spendýra, Bradypodidae (þrítæð letidýr) og Megalonychidae (tvítæð letidýr). Þessi dýr finnast einungis í Suður- og Mið-Ameríku. Innan ættar Bradypodidae eru nú fjórar tegundir:brúna letidýrið (Bradypus variegatus)ljósa letidýrið (Bradypus tridactylus)makkaletidýrið (Bradypus tor...

category-iconHeimspeki

Er hægt að nota orðið "þverfaglegt" án allra útskýringa?

Vissulega er hægt að nota orðið þverfaglegt án þess að skýra það frekar. Í sumum tilvikum gæti útskýring jafnvel spillt fyrir, til dæmis ef einhver vildi nota orðið til að slá um sig í þeirri von að viðmælendur vissu ekki hvað orðið þýddi. En vilji maður nota það til að gera sig skiljanlegan þá er eins víst að úts...

category-iconJarðvísindi

Hvað gefur til kynna að Heklugos sé yfirvofandi?

Eldfjöll gefa það til kynna, hvert með sínum hætti, þegar von er á gosi. Landris eða landsig á sér stað, smáskjálftavirkni eykst og stærri skjálftar ríða yfir, jarðhitavirkni fer vaxandi. Gufusprengingar og smágos geta stundum verið undanfari meiri umbrota. Heklugos hafa yfirleitt hafist án fyrirvara sem mannl...

category-iconLögfræði

Er það satt að skipstjórar geti gefið saman brúðhjón ef skipið er nógu langt frá landi?

Margir hafa væntanlega heyrt rómantískar sögur um hjónaleysi um borð í farþegaskipi sem er við það að sökkva. Þau grípa tækifærið og láta skipstjórann gifta sig til að eiga von um að eyða eilífðinni saman ef svo óskemmtilega vildi til að þau lifi sjóferðina ekki af. Þessi rómantíska aðferð til að gefa saman hjó...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig og hvenær komst sá siður á að tala dönsku á sunnudögum?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvernig og hvenær komst sá siður á að tala dönsku á sunnudögum? Var danskan staðbundin eða töluð út um allt land? Hvenær leið það undir lok? Það var aldrei almennur siður að danska væri töluð um allt land. Helst brá dönsku fyrir á verslunarstöðunum þar sem danskra ka...

category-iconHagfræði

Er eðlilegt að húsaleiga sé hluti af neysluverðsvísitölu?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Er algengt að húsnæðisverð (reiknuð húsaleiga) sé hluti af vísitölu neysluverðs (VNV) sem mæld er í OECD-ríkjum og eru einhver rök fyrir því að hafa húsnæðisverð sem hluta VNV? Tölfræðideild Sameinuðu þjóðanna (e. United Nations Statistical Department) samræmir aðferðafræði við...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getur þú sagt mér eitthvað um sæotra?

Sæotrum var fyrst lýst með vísindalegum hætti í feltbókum náttúrufræðingsins Georgs Stellers frá 1751 og komu einnig fyrir í Systema Naturae, riti Carls Linnaeus frá 1758. Upphaflega var tegundin nefnd Lutra marina á fræðimáli en hefur gengið í gegnum fjölmargar nafnabreytingar síðustu 250 árin. Nú ber tegundin h...

category-iconLandafræði

Hvernig haldið þið að ferðamannastraumurinn á Íslandi muni þróast á næstu árum?

Öll spurningin hljóðaði svona: Sæl. Hvernig teljið þið að ferðamannastraumurinn á Íslandi muni þróast á næstu árum? Mun vera aukning á honum eða jafnvel minnkun? Von um góð svör, Kristján Magnússon. Allt frá 2010 hefur ferðafólki á Íslandi fjölgað í kringum 30% milli ára. Í því ljósi og þegar horft er til þ...

category-iconFélagsvísindi

Fyrir hvað vann John Nash Nóbelsverðlaun og hvert var framlag hans til hagfræðinnar?

Um þessar mundir er sennilega óhætt að fullyrða að frægasti hagfræðingur heims sé Bandaríkjamaðurinn John Forbes Nash. Það er vel af sér vikið af manni sem ekki er hagfræðingur og hefur ekki unnið innan fræðasviðsins í nær hálfa öld. Nash fékk Nóbelsverðlaunin í hagfræði árið 1994. Þótt eftir því hafi verið tekið ...

category-iconStjórnmálafræði

Hvað þarf listi mikið fylgi til að hljóta sæti í alþingiskosningum?

Þessi spurning er efnislega seinni hluti lengri spurningar sem hljóðaði svona: Hvernig virkar kosningakerfið á Íslandi, hvað þurfa flokkar mikla kosningu til að koma manni á þing o.s.frv.? Gagnlegt er fyrir lesandann að kynna sér fyrst svar við spurningunni Hvernig virkar kosningakerfið á Íslandi? Eins og í þ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver var Wilhelm Röntgen og hver er saga hans?

Wilhelm Conrad Röntgen fæddist 27. mars árið 1845 í borginni Lennep, sem er smáborg skammt frá Düsseldorf í Þýskalandi. Foreldrar hans fluttu búferlum til Hollands þegar Röntgen var þriggja ára en faðir hans var vefnaðarkaupmaður. Röntgen gekk í skóla, fyrst í heimabæ sínum og síðan í menntaskóla í Utrecht. Röntge...

category-iconHeimspeki

Hver var Herbert Spencer?

Herbert Spencer fæddist 27. apríl árið 1820 í borginni Derby á Englandi. Faðir hans, George, var kennari og sá hann sjálfur um menntun sonar síns fyrstu tíu ár ævi hans en eftir það tóku föðurbræður hans, William, sem einnig var kennari, og presturinn Thomas, að sér að mennta drenginn. Allir voru þeir strangir, og...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver var Erwin Schrödinger og hvert var framlag hans til skammtafræðinnar?

Austurríski eðlisfræðingurinn Erwin Schrödinger (f. 12.8. 1887 í Vín, d. þar 4.1. 1961) var einn af frumkvöðlum skammtafræðinnar og meðal merkustu vísindamanna tuttugustu aldar. Bylgjujafnan, sem hann setti fram árið 1926 og við hann er kennd, er lykillinn að skilningi nútímaeðlisfræði á gerð og hegðun frumeinda o...

Fleiri niðurstöður