Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er það satt að skipstjórar geti gefið saman brúðhjón ef skipið er nógu langt frá landi?

Lena Mjöll Markusdóttir

Margir hafa væntanlega heyrt rómantískar sögur um hjónaleysi um borð í farþegaskipi sem er við það að sökkva. Þau grípa tækifærið og láta skipstjórann gifta sig til að eiga von um að eyða eilífðinni saman ef svo óskemmtilega vildi til að þau lifi sjóferðina ekki af.

Þessi rómantíska aðferð til að gefa saman hjón virðist vera afar rótgróin mýta. Hún er sennilega sprottin út frá því að ekkert ríki hefur lögsögu utan landhelgi sinnar á hafi úti og skipstjórar gegna hlutverki eins konar alvalds á skipum sínum. Mýtan er raunar svo rótgróin að yfirvöld í Bretlandi og Bandaríkjunum hafa þurft að setja sérstakar reglur þess efnis að skipstjórar geti ekki gefið fólk saman.

Íslenskir skipstjórar hafa ekki heimild til að gefa saman brúðhjón og það sama gildir um skipstjóra flestra annarra landa.

Í hjúskaparlögum (nr. 31/1993) er fjallað um heimildir til að gifta hjónaefni. Samkvæmt lögunum eru það prestar þjóðkirkjunnar, forstöðumenn annarra skráðra trúfélaga, diplómatar, ræðismenn og sýslumenn og löglærðir fulltrúar þeirra sem hafa heimild til að gefa fólk saman. Um heimildir þessara aðila má nánar lesa í svari við spurningunni Hvaða réttindi þarf maður að hafa til þess að gifta fólk?. Samkvæmt ofangreindri upptalningu hafa íslenskir skipstjórar ekki heimild til að gefa fólk saman, nema ef þeir gegna samtímis einhverju af ofantöldum hlutverkum. Engu máli skiptir hvort skipstjórarnir séu staddir á landi eða á hafi úti og það hefur heldur ekkert að segja hvort þeir séu innan íslenskar landhelgi eða utan hennar.

Svipaða sögu má segja um flest önnur lönd. Vert er þó að nefna að samkvæmt japönskum lögum mega skipstjórar gefa saman hjón á hafi úti en aðeins ef hjónaefnin eru með gild japönsk vegabréf. Þá hafa skipstjórar skemmtiferðaskipa frá Bermúdaeyjum réttindi til að gefa fólk saman á hafi úti. Oftast fara hjónavígslur um borð í skemmtiferðaskipum fram í höfn, áður en landfestar eru leystar.

Til gamans má geta að skipstjórinn á Herjólfi gaf saman þýskt par um borð í bátnum sumarið 2010. Skipstjórinn fékk pappíra hjá prestinum í Vestmannaeyjum til að gefa þau saman. Var þetta í fyrsta sinn svo vitað sé sem hjónavígsla fór fram í áætlunarsiglingu við Ísland. Hjónavígslan var þó fyrst og fremst táknræns eðlis, enda stóðst hún ekki lög.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Lena Mjöll Markusdóttir

laganemi og verkefnastjóri á Evrópuvefnum

Útgáfudagur

6.2.2014

Spyrjandi

Fjóla María Jónsdóttir

Tilvísun

Lena Mjöll Markusdóttir. „Er það satt að skipstjórar geti gefið saman brúðhjón ef skipið er nógu langt frá landi?“ Vísindavefurinn, 6. febrúar 2014, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=61146.

Lena Mjöll Markusdóttir. (2014, 6. febrúar). Er það satt að skipstjórar geti gefið saman brúðhjón ef skipið er nógu langt frá landi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=61146

Lena Mjöll Markusdóttir. „Er það satt að skipstjórar geti gefið saman brúðhjón ef skipið er nógu langt frá landi?“ Vísindavefurinn. 6. feb. 2014. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=61146>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er það satt að skipstjórar geti gefið saman brúðhjón ef skipið er nógu langt frá landi?
Margir hafa væntanlega heyrt rómantískar sögur um hjónaleysi um borð í farþegaskipi sem er við það að sökkva. Þau grípa tækifærið og láta skipstjórann gifta sig til að eiga von um að eyða eilífðinni saman ef svo óskemmtilega vildi til að þau lifi sjóferðina ekki af.

Þessi rómantíska aðferð til að gefa saman hjón virðist vera afar rótgróin mýta. Hún er sennilega sprottin út frá því að ekkert ríki hefur lögsögu utan landhelgi sinnar á hafi úti og skipstjórar gegna hlutverki eins konar alvalds á skipum sínum. Mýtan er raunar svo rótgróin að yfirvöld í Bretlandi og Bandaríkjunum hafa þurft að setja sérstakar reglur þess efnis að skipstjórar geti ekki gefið fólk saman.

Íslenskir skipstjórar hafa ekki heimild til að gefa saman brúðhjón og það sama gildir um skipstjóra flestra annarra landa.

Í hjúskaparlögum (nr. 31/1993) er fjallað um heimildir til að gifta hjónaefni. Samkvæmt lögunum eru það prestar þjóðkirkjunnar, forstöðumenn annarra skráðra trúfélaga, diplómatar, ræðismenn og sýslumenn og löglærðir fulltrúar þeirra sem hafa heimild til að gefa fólk saman. Um heimildir þessara aðila má nánar lesa í svari við spurningunni Hvaða réttindi þarf maður að hafa til þess að gifta fólk?. Samkvæmt ofangreindri upptalningu hafa íslenskir skipstjórar ekki heimild til að gefa fólk saman, nema ef þeir gegna samtímis einhverju af ofantöldum hlutverkum. Engu máli skiptir hvort skipstjórarnir séu staddir á landi eða á hafi úti og það hefur heldur ekkert að segja hvort þeir séu innan íslenskar landhelgi eða utan hennar.

Svipaða sögu má segja um flest önnur lönd. Vert er þó að nefna að samkvæmt japönskum lögum mega skipstjórar gefa saman hjón á hafi úti en aðeins ef hjónaefnin eru með gild japönsk vegabréf. Þá hafa skipstjórar skemmtiferðaskipa frá Bermúdaeyjum réttindi til að gefa fólk saman á hafi úti. Oftast fara hjónavígslur um borð í skemmtiferðaskipum fram í höfn, áður en landfestar eru leystar.

Til gamans má geta að skipstjórinn á Herjólfi gaf saman þýskt par um borð í bátnum sumarið 2010. Skipstjórinn fékk pappíra hjá prestinum í Vestmannaeyjum til að gefa þau saman. Var þetta í fyrsta sinn svo vitað sé sem hjónavígsla fór fram í áætlunarsiglingu við Ísland. Hjónavígslan var þó fyrst og fremst táknræns eðlis, enda stóðst hún ekki lög.

Heimildir og mynd:

...