Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 600 svör fundust
Hver er staða kvenna innan Kwermin-ættflokksins í Papúa Nýju-Gíneu?
Fyrst verð ég að leiðrétta þann misskilning að Kwermin-fólkið sé einn ættflokkur. Svo er ekki heldur vísar nafnið Kwermin til fólks af ólíkum ættflokkum sem býr á tilteknu landsvæði í fjallendi Papúa Nýju-Gíneu. Staða Kwermin-kvenna hefur breyst mjög mikið á undanförnum áratugum, eða frá því að fulltrúar áströl...
Kattbelgir eru nefndir meðal íslenskra söluvara á miðöldum. Er vitað til að kettir hafi verið ræktaðir til þess arna?
Kattbelgir og kattarskinn eru nefnd í verðlagsskrá sem hefur verið samþykkt á Alþingi á miðöldum, líklega á 12. öld, og er varðveitt í öðru aðalhandriti lögbókarinnar Grágásar, Konungsbók. Þar er talið upp: „Kattbelgir af fressum gömlum tveir fyrir eyri. Af sumrungum þrír fyrir eyri.“ Með eyri er þarna átt við...
Af hverju heitir Nýja-Sjáland þessu nafni?
Hér er einnig svarað spurningunum: Hvar er Sjálandið í nafninu Nýja-Sjáland?Hvaðan fær Nýja-Sjáland nafnið sitt? Er það eitthvað tengt Sjálandi í Danmörku? Árið 1642 kom hollenski sæfarinn og landkönnuðurinn Abel Janszoon Tasman fyrstur Evrópumanna auga á landið sem við þekkjum í dag undir nafninu Nýja-Sjáland. Þ...
Hvernig eru lifnaðarhættir adeliemörgæsa?
Adeliemörgæsin (Pygoscelis adeliae) er meðal smæstu núlifandi tegunda mörgæsa í heiminum, um 3-5 kg að þyngd og um 70 cm á hæð. Heimkynni adeliemörgæsarinnar er Suðurskautslandið og nokkrar aðliggjandi eyjar og er hún eina mörgæsin fyrir utan keisaramörgæsina (Aptenodytes forsteri) sem verpir á Suðurskautsland...
Hvernig fiskar eru barrakúðar?
Barrakúðar eru fiskar af ættbálki borra (Perciformes) og tilheyra ættinni Sphyraenidae. Alls eru tegundir barrakúða um 18 og teljast þær allar til Sphyraena-ættkvíslarinnar. Kunnasta tegundin er líklega stóri barrakúði (Sphyraena barracuda), en aðrar tegundir eru til dæmis:miðjarðarhafs-barrakúðinn (Sphyraena sphy...
Eru kakkalakkar á Íslandi?
Svarið verður að vera játandi, það hafa fundist kakkalakkar á Íslandi en þeir berast iðulega með varningi til landsins. Almennt þrífast kakkalakkar þó ekki hér á landi þar sem veðurfarið er þeim mjög óhagstætt. Þrátt fyrir það eru dæmi um að dýr sem hingað hafa borist hafi náð að hreiðra um sig í heimahúsum og hef...
Hvers vegna halda Bandaríkjamenn þakkargjörðarhátíð?
Bandaríski þakkargjörðardagurinn er haldinn hátíðlegur fjórða fimmtudag í nóvember ár hvert. Hann er einn af fáum hátíðisdögum þar í landi sem alfarið er upprunninn í Bandaríkjunum sjálfum. Flestar hátíðir Bandaríkjamanna bárust vestur með evrópskum innflytjendum, en tóku þar ýmsum breytingum og þá jafnvel mismuna...
Er lambablóð í Guinness-bjór?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Er notað lambablóð við bruggun á Guinness-bjór? Ef ekki, af hverju er hann þá svona járnríkur og hressandi?Flökkusögur spretta oft upp í kringum fyrirbæri sem almenningi er tíðrætt um. Það er einmitt raunin með dökka Guinness-bjórinn. Hann hefur verið bruggaður síðan 1759 og...
Ógna tilraunir CERN með stóra sterkeindahraðlinum tilvist heimsins?
Svarið er einfalt nei. Á bak við það liggja margvísleg rök sem byggjast á þekkingu sem menn hafa aflað sér á náttúrunni á umliðnum öldum og árþúsundum. Auk þess má segja að náttúran svari þessu sjálf á einfaldan hátt því að í náttúrunni gerast svipaðar "tilraunir" ótt og títt, til dæmis þegar orkumiklir geimgeisla...
Hvers vegna voru konur 20% fleiri en karlar í manntalinu 1703?
Þegar fyrst var tekið manntal á Íslandi, árið 1703, töldust karlar vera 22.867 en konur 27.491. Yfirfjöldi kvenna var þannig 4.624 eða rúmlega 20% af fjölda karla. Það merkti til dæmis að hefðu allir Íslendingar verið paraðir saman, karlar og konur, svo lengi sem karlarnir hrukku til, hefðu 4.624 konur orðið afgan...
Hvenær er sumardagurinn fyrsti og er hann vel valinn sem upphaf sumarsins?
Sumardagurinn fyrsti er í almanakinu talinn annar fimmtudagur eftir Leonisdag sem er 11. apríl hvert ár, eða með öðrum orðum fyrsti fimmtudagur eftir þann 18. Hann er því aldrei fyrr en 19. apríl og ekki síðar en þann 25. Á þessum tíma er hlýnun á vori komin vel í gang, meðalhiti 25. apríl er 0,3 stigum hærri en 1...
Er götuheitið Laugavegur alltaf skrifað þannig og af hverju dregur gatan nafn sitt?
Laugavegurinn liggur úr miðbænum inn í Laugardal. Hann tekur við af Bankastræti (sem áður hét Bakarastígur eða Bakarabrekka) og stefnir austur á bóginn. Neðsti hluti Laugavegar hét áður Vegamótastígur en þá lá gatan ekki nema skammt upp holtið. Bæjarstjórnin í Reykjavík ákvað 1885 að hefja skyldi vegarlagningu inn...
Hvað er pipar og hvernig verður hann til?
Pipar er krydd úr berjum piparjurtarinnar (Piper nigrum). Piparjurtin er klifurjurt upprunnin í hitabelti Asíu. Jurtin getur náð 4-6 metra hæð. Þriggja til fjögurra ára gömul byrjar jurtin að blómstra litlum hvítum blómum sem verða að berjum og kallast piparkorn. Til eru nokkrar gerðir af pipar og fer bragð og lit...
Af hverju er mjólkin hvít?
Einn spyrjandi spurði sérstaklega: Ég er leikskólakennari og fékk þessa spurningu, af hverju er mjólkin hvít? Ástæða þess að mjólk er hvít er að hún endurkastar öllu ljósi. Litir sem hlutir taka á sig fara eftir því hversu mikið ljós þeir draga í sig. Ef hlutur dregur allt ljós í sig og endurkastar engu þá ...
Af hverju er Venus heitari en Merkúríus þó Merkúríus sé nær sólinni?
Merkúríus er sú reikistjarna sem er næst sólinni en Venus kemur þar á eftir. Merkúríus er að meðaltali 57.900.000 km frá sólinni en Venus 108.200.000 km frá sólinni. Það er því eðlilegt að spyrjandi velti fyrir sér hvers vegna heitara sé á Venus en á Merkúríusi þegar Venus er um tvöfalt lengra frá sólinni! Hátt...