Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Kattbelgir eru nefndir meðal íslenskra söluvara á miðöldum. Er vitað til að kettir hafi verið ræktaðir til þess arna?

Gunnar Karlsson (1939-2019)

Kattbelgir og kattarskinn eru nefnd í verðlagsskrá sem hefur verið samþykkt á Alþingi á miðöldum, líklega á 12. öld, og er varðveitt í öðru aðalhandriti lögbókarinnar Grágásar, Konungsbók. Þar er talið upp: „Kattbelgir af fressum gömlum tveir fyrir eyri. Af sumrungum þrír fyrir eyri.“

Með eyri er þarna átt við sex álnir vaðmáls, þannig að belgur af gömlu fressi var jafndýr vaðmálsbút sem var þrjár íslenskar miðaldaálnir á lengd (um 1,5 m) og tvær álnir á breidd. Melrakkabelgir voru aðeins metnir á eina alin vaðmáls, lambagærur sömuleiðis, þannig að kattbelgirnir hafa þótt talsvert veðmætir.

Annars staðar í sömu skrá eru kattaskinn sögð vera metfé, það er þau skyldi meta til verðs hverju sinni. Ekki er ástæða til að álykta af þessari heimild að kattbelgir eða kattaskinn hafi verið flutt út; í skránni ægir saman íslenskum útflutningsvörum (vaðmál og vararfeldir), vörum sem hafa eingöngu verið seldar innanlands (kýr, sauðfé, geitur, svín) og útlendum vörum (léreft, vax, eirkatlar).


Köttur á málverki frá síðari hluta 15. aldar. Myndin er af fæðingu Maríu meyjar en samkvæmt ýmsum sögnum átti móðir hennar að hafa verið heilög Anna. Á hana er þó hvergi minnst í Nýja testamentinu.

Engar heimildir eru um að kettir hafi verið ræktaðir á Íslandi til skinnaframleiðslu. Þeir eru óvíða nefndir í heimildum en koma þó fyrir. Í kristinna laga þætti Grágásar er tekið fram að óheimilt sé að hafa þá til matar, eins og önnur klódýr.

Í einni Íslendingasögu, Vatnsdæla sögu, segir frá óspektarmanni og þjófi, Þórólfi sleggju, sem átti tuttugu ketti svarta, stóra og tryllta, og hafði þá til að verja híbýli sín. Hann var þó yfirunninn, en þar sem hann hafði búið „sást jafnan kettir, og illt þótti þar oftliga síðan.“ Þetta á að hafa gerst í heiðni og er auðvitað aðeins sögn. Ekkert bendir til að Þórólfur hafi alið ketti sína til að selja af þeim skinnin. Annars eru kettir varla nefndir á Íslandi á þjóðveldistímanum, og verður hver og einn að meta hvort það stafi fremur af því að þeir hafi verið sjaldgæfir eða svo sjálfsagðir gripir á hverjum bæ að þeir komi ekki við sögu.

Kattabein hafa líka lítt eða ekki fundist í íslenskum fornleifum, en þeirra er varla að vænta þar heldur, því að beinaleifar sem hafa verið tegundargreindar koma aðallega úr öskuhaugum þar sem matarúrgöngum hefur verið kastað.

Heimildir og mynd:
  • Thomas Amorosi: „Contributions to the Zooarchaeology of Iceland: Some Preliminary Notes.“ The Anthropology of Iceland. Ed. by E. Paul Durrenberger and Gísli Pálsson (Iowa City, University of Iowa Press, 1989), 203-227.
  • Grágás. Lagasafn íslenska þjóðveldisins. Gunnar Karlsson, Kristján Sveinsson, Mörður Árnason sáu um útgáfuna. Reykjavík, Mál og menning, 1992.
  • Helgi Þorláksson: Vaðmál og verðlag. Vaðmál í utanlandsviðskiptum og búskap Íslendinga á 13. og 14. öld. Reykjavík [1992].
  • Íslenzk fornrit VIII. Vatnsdæla saga. Reykjavík, Fornritafélag, 1939.
  • Jón Jóhannesson: Íslendinga saga I. Reykjavík, Almenna bókafélagið, 1956.
  • Cats in Art. Sótt 21.1.2004.

Höfundur

Gunnar Karlsson (1939-2019)

prófessor emeritus í sagnfræði við HÍ

Útgáfudagur

21.1.2004

Spyrjandi

Friðrik Erlingsson

Tilvísun

Gunnar Karlsson (1939-2019). „Kattbelgir eru nefndir meðal íslenskra söluvara á miðöldum. Er vitað til að kettir hafi verið ræktaðir til þess arna?“ Vísindavefurinn, 21. janúar 2004, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3960.

Gunnar Karlsson (1939-2019). (2004, 21. janúar). Kattbelgir eru nefndir meðal íslenskra söluvara á miðöldum. Er vitað til að kettir hafi verið ræktaðir til þess arna? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3960

Gunnar Karlsson (1939-2019). „Kattbelgir eru nefndir meðal íslenskra söluvara á miðöldum. Er vitað til að kettir hafi verið ræktaðir til þess arna?“ Vísindavefurinn. 21. jan. 2004. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3960>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Kattbelgir eru nefndir meðal íslenskra söluvara á miðöldum. Er vitað til að kettir hafi verið ræktaðir til þess arna?
Kattbelgir og kattarskinn eru nefnd í verðlagsskrá sem hefur verið samþykkt á Alþingi á miðöldum, líklega á 12. öld, og er varðveitt í öðru aðalhandriti lögbókarinnar Grágásar, Konungsbók. Þar er talið upp: „Kattbelgir af fressum gömlum tveir fyrir eyri. Af sumrungum þrír fyrir eyri.“

Með eyri er þarna átt við sex álnir vaðmáls, þannig að belgur af gömlu fressi var jafndýr vaðmálsbút sem var þrjár íslenskar miðaldaálnir á lengd (um 1,5 m) og tvær álnir á breidd. Melrakkabelgir voru aðeins metnir á eina alin vaðmáls, lambagærur sömuleiðis, þannig að kattbelgirnir hafa þótt talsvert veðmætir.

Annars staðar í sömu skrá eru kattaskinn sögð vera metfé, það er þau skyldi meta til verðs hverju sinni. Ekki er ástæða til að álykta af þessari heimild að kattbelgir eða kattaskinn hafi verið flutt út; í skránni ægir saman íslenskum útflutningsvörum (vaðmál og vararfeldir), vörum sem hafa eingöngu verið seldar innanlands (kýr, sauðfé, geitur, svín) og útlendum vörum (léreft, vax, eirkatlar).


Köttur á málverki frá síðari hluta 15. aldar. Myndin er af fæðingu Maríu meyjar en samkvæmt ýmsum sögnum átti móðir hennar að hafa verið heilög Anna. Á hana er þó hvergi minnst í Nýja testamentinu.

Engar heimildir eru um að kettir hafi verið ræktaðir á Íslandi til skinnaframleiðslu. Þeir eru óvíða nefndir í heimildum en koma þó fyrir. Í kristinna laga þætti Grágásar er tekið fram að óheimilt sé að hafa þá til matar, eins og önnur klódýr.

Í einni Íslendingasögu, Vatnsdæla sögu, segir frá óspektarmanni og þjófi, Þórólfi sleggju, sem átti tuttugu ketti svarta, stóra og tryllta, og hafði þá til að verja híbýli sín. Hann var þó yfirunninn, en þar sem hann hafði búið „sást jafnan kettir, og illt þótti þar oftliga síðan.“ Þetta á að hafa gerst í heiðni og er auðvitað aðeins sögn. Ekkert bendir til að Þórólfur hafi alið ketti sína til að selja af þeim skinnin. Annars eru kettir varla nefndir á Íslandi á þjóðveldistímanum, og verður hver og einn að meta hvort það stafi fremur af því að þeir hafi verið sjaldgæfir eða svo sjálfsagðir gripir á hverjum bæ að þeir komi ekki við sögu.

Kattabein hafa líka lítt eða ekki fundist í íslenskum fornleifum, en þeirra er varla að vænta þar heldur, því að beinaleifar sem hafa verið tegundargreindar koma aðallega úr öskuhaugum þar sem matarúrgöngum hefur verið kastað.

Heimildir og mynd:
  • Thomas Amorosi: „Contributions to the Zooarchaeology of Iceland: Some Preliminary Notes.“ The Anthropology of Iceland. Ed. by E. Paul Durrenberger and Gísli Pálsson (Iowa City, University of Iowa Press, 1989), 203-227.
  • Grágás. Lagasafn íslenska þjóðveldisins. Gunnar Karlsson, Kristján Sveinsson, Mörður Árnason sáu um útgáfuna. Reykjavík, Mál og menning, 1992.
  • Helgi Þorláksson: Vaðmál og verðlag. Vaðmál í utanlandsviðskiptum og búskap Íslendinga á 13. og 14. öld. Reykjavík [1992].
  • Íslenzk fornrit VIII. Vatnsdæla saga. Reykjavík, Fornritafélag, 1939.
  • Jón Jóhannesson: Íslendinga saga I. Reykjavík, Almenna bókafélagið, 1956.
  • Cats in Art. Sótt 21.1.2004.
...