Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 9472 svör fundust
Hvað geta mörgæsir lifað lengi?
Mörgæsir lifa mislengi eftir tegundum. Til dæmis lifa keisaramörgæsir, stærstu mörgæsir heims, venjulega í um 20 ár, en geta náð hærri aldri. Talið er að konungsmörgæsir, sem eru næst stærstu mörgæsir heims, verði 15-20 ára gamlar í sínu náttúrlega umhverfi en í haldi manna geta þær orðið allt að 30 ára. Afrískar...
Hvað eru sleipurök?
Fótfesturökin Undirritaður hefur ekki rekist á íslenska orðið sleipurök áður en líklegt er að átt sé við tegund raka sem á ensku heitir slippery slope, og kallast yfirleitt fótfesturök á íslensku. Fótfesturök eru notuð til þess að vara einhvern við því að fallast á tiltekið atriði því þá þurfi sá hinn sami ...
Hvaða spendýr lifir lengst?
Það spendýr sem nær að jafnaði hæstum aldri er maðurinn (latína Homo sapiens). Ævilengd mannsins, ef allt gengur að óskum, er 70 til 90 ár. Hins vegar taka sjúkdómar, vannæring, styrjaldir og slys óneitanlega stóran toll af mannafla heimsins. Elstu menn sögunnar hafa hins vegar náð meira en 115 ára aldri og er nok...
Hvernig get ég búið til sólarrafhlöðu og hvað þarf í hana?
Ljósspennurafhlöð sem gerð voru úr hreinum kísli voru aflgjafar gerfitungla á sjötta áratug 20. aldar. Ljósspennurafhlað er í raun sólknúin rafhlaða þar sem eina eldsneytið er ljósið sem drífur hana. Ljósspennurafhlað er gert úr hálfleiðandi efni sem í hefur verið myndað pn-skeyti, sem hefur mikið flatarmál. Þetta...
Af hverju hafa konur betra lyktarskyn en karlar? Og af hverju er fólk með mismunandi þefskyn? Skiptir einhverju máli að þrífa nefið reglulega?
Undirritaður kannast ekki við það að konur eigi að hafa betra eða næmara lyktarskyn en karlar. Oftast stafar dauft lyktarskyn af nefstíflu, en einhvern mismun verður væntanlega að skýra með breytileika einstaklingsins. Nefið á ekki að þurfa að þrífa nema við séum með sýkingu. Þó kemur fyrir, einkum hjá öldruðum, a...
Hvað eru til margar fuglategundir?
Talið er fuglategundir séu um 9.700 í öllum heiminum. Flestar fuglategundir er að finna í Suður-Ameríku, um 3.700 talsins, enda eru regnskógar Amazon-svæðisins með tegundaauðugustu búsvæðum í heimi. Asía er næst í röðinni með 2.900 tegundir og í Afríku eru tegundirnar 2.300. Í Norður-Ameríku (frá Panama og norð...
Hver er þyngd og rúmmál eins milljarðs íslenskra króna í fimm þúsund króna seðlum?
Þær upplýsingar fengust frá Seðlabanka Íslands að einn milljarður króna í fimm þúsund króna seðlum sé 186,7 kíló að þyngd og því sem næst fjórðungi úr rúmmetra að rúmmáli. Þessar tölur miðast við að seðlarnir séu ónotaðir. Til að setja þessar tölur í samhengi má benda á að eins lítra mjólkurferna vegur um það bil...
Er ekki hægt að nýta varmaorkuna í andrúmsloftinu til orkuframleiðslu?
Spyrjandi bætir við:... þá á ég við að við nýtum 5°C eins og 100°X á háhitasvæðum.Hér verður fyrst einföld og stutt útgáfa af svari, en neðar er ítarlegra svar. Berum fyrst saman varmavél og vatnsorkuvirkjun. Í vatnsorkuvirkjun streymir vatn frá hærri þrýstingi til lægri þrýstings, rennur í gegn um hverfil og f...
Hverjar eru úthlutunarreglur jöfnunarþingsæta?
Þingmenn á alþingi Íslendinga eru 63 talsins og er landinu skipt upp í 6 kjördæmi: Suðvesturkjördæmi (12 þingmenn) Reykjavíkurkjördæmi norður (11 þingmenn) Reykjavíkurkjördæmi suður (11 þingmenn) Suðurkjördæmi (10 þingmenn) Norðausturkjördæmi (10 þingmenn) Norðvesturkjördæmi (9 þingmenn) Af þessum 63 ...
Geymist "gosið" (koltvísýringurinn) betur í hálffullri gosflösku ef hún er pressuð saman þannig að lítið sem ekkert loft verði eftir í henni?
Svarið er nei, því miður, og jafnvel þvert á móti! Plastið í flöskunni leitast við að ná upphaflegri lögun og við það dregst koltvíildi úr vökvanum upp í loftrýmið sem eftir er í flöskunni. Margir kannast líklega við það að þurfa að henda stórum hluta þeirra gosdrykkja sem keyptir eru vegna þess að þeir eru orð...
Gæti ég fengið að vita allt um hornsíli?
Hornsíli (Gasterosteus aculeatus) er ein af tólf tegundum síla innan ættarinnar Gasterosteidae. Þessar tegundir lifa á norðurhveli jarðar. Hornsíli draga nafn sitt af broddum sem eru á bakinu framan við bakuggann. Hornsílið hefur þrjá slíka brodda enda kallast hornsílið á ensku threespice stickleback. Aðrar teg...
Hvaðan er komin sú mýta að konungborið fólk sé með blátt blóð í æðum?
Eftir því sem næst verður komist á þessi vésögn rót að rekja til spænska aðalsins í lok miðalda. Elstu og að eigin dómi göfugustu ættirnar vildu aðskilja sig frá samlöndum sínum, hinum arabísku Márum og ekki síður gyðingum. Litarháttur þeirra fyrst nefndu var ljósari og bláæðarnar því meira áberandi en hjá hinum þ...
Ég missti mæli með kvikasilfri í gólfið og hann brotnaði, hvað á ég að gera?
Kvikasilfur er baneitrað og þess vegna forðast menn að nota það nema nauðsyn beri til. Kvikasilfursgufur eru hættulegar og ef menn brjóta mæli með kvikasilfri er mikilvægt að hreinsa allt kvikasilfrið upp sem fyrst. Við hreinsunina er ráðlegt að hafa góða loftræstingu, opna til dæmis glugga og dyr. Börn ættu ekki ...
Af hverju eru mandarínur bara seldar á jólunum?
Í hugum margra eru mandarínur nátengdar jólunum en það er þó ekki svo að þær séu aðeins fáanlegar um það leyti árs. Mandarínur eru seldar allt árið um kring en vissulega verður meira um þær í kringum jólin. Ástæðan er sú að þá kemur á markaðinn fyrsta uppskera frá Spáni sem venjulega þykir vera sú besta, en uppske...
Hvers vegna sofna sjúklingar við svæfingu?
Við innleiðslu svæfinga á fullorðnum og eldri börnum, eru yfirleitt notuð svæfingalyf, sem gefin eru í æð. Nú er lyfið propofol mest notað. Það virkar hratt, eða byrjar að verka eftir þann tíma, sem tekur lyfið að berast frá indælingarstað (venjulega bláæð á handlegg) til heilans. Hámarksverkun eftir einn innleiðs...