Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3192 svör fundust
Af hverju eru Kínverjar skáeygðir en ekki við?
Í rauninni eru allir með örlítið skásett augu því hjá öllu fólki lækkar augnrifan inn að nefinu. Hins vegar er misjafnt hversu áberandi það er. Augun virðast meira skásett vegna húðfellingar sem liggur yfir efra augnlokinu að nefninu. Haraldur Ólafsson fjallar um þetta mál í svari sínu við spurningunni Af hverj...
Af hverju þarf maður að pissa oftar og fyrr eftir kaffi- og bjórdrykkju en eftir til dæmis djús eða mjólk?
Þvagmagn sem myndast hverju sinni fer fyrst og fremst eftir því hversu mikinn vökva maður drekkur en það er rétt hjá spyrjanda að það er ekki alveg sama hver vökvinn er. Í kaffi og bjór eru efni sem hafa bein áhrif á þvagmyndun. Þessi efni virka þó á ólíkan hátt. Manneken Pis er eitt þekktasta kennileitið í B...
Hver er munurinn á gulri, grænni og rauðri papriku?
Til eru margar gerðir af paprikum, ólíkar að stærð, lögun og lit. Allar paprikur mynda fyrst græn aldin en þegar þau þroskast breyta þau um lit og verða rauð, gul, appelsínugul, hvít eða dökkfjólublá. Græn paprika er því í raun óþroskuð. Það er þó meira en liturinn sem breytist við þroskun, bragð og næringaref...
Hvers vegna verða kaffiblettir dekkstir við jaðarinn þegar þeir þorna?
Mörg fyrirbæri í umhverfi okkar virðast svo sjálfsögð að okkur dettur ekki í hug að undrast fyrr en við nánari skoðun. Kaffiblettir eru gott dæmi um slíkt. Þegar kaffi þornar upp skilur það eftir sig bletti sem eru dökkir á jaðrinum en ljósir innan hans. Skýringin á þessu er kannski ekki augljós en þó í raun einfö...
Hvernig urðu risaeðlur til?
Risaeðlur eiga að öllum líkindum ættir að rekja til svokallaðra boleðla sem hægt er að lesa meira um í svari við spurningunni Hvernig varð fyrsta risaeðlan til? Fyrstu risaðlurnar voru í raun ekki risar. Stjakeðlur og sindreðlur voru um 30 kg á þyngd. Risavöxtur dýranna kom fyrst fram hjá jurtaætunum og síðan h...
Af hverju er grjótið svart?
Grjót er ekki alltaf svart. Til eru mörg þúsund steintegundir og hver þeirra hefur ákveðna efnasamsetningu og atómuppbyggingu sem greinir hana frá öðrum steintegundum. Litur steintegundarinnar ræðst af efnasamsetningunni og því hvernig atómin í henni raðast upp, einnig geta ýmis snefilefni breytt lit steinanna...
Er það ekki örugglega rétt að við notum aðeins 10% heilans? - Myndband
Nei það er ekki rétt. Sú sögusögn að fólk noti aðeins lítinn hluta heilans virðist hins vegar ætla að verða ansi lífseig. Óhætt er samt að segja að hún er fjarri sannleikanum. Heilinn er allur meira eða minna virkur, hvort sem fólk vakir eða sefur. Hægt er að lesa meira starfsemi heilans í svari Heiðu Maríu...
Er lífrænt ræktað grænmeti hollara en annað og hvers vegna er það svona dýrt?
Aðalástæða þess að lífrænt ræktaðar vörur eru taldar hollari en aðrar er sú að þær innihalda minna af varnarefnum, en notkun þeirra er bönnuð í lífrænni ræktun. Menn eru þó ekki á einu máli varðandi hollustu lífrænt ræktaðra matvæla og telja sumir að lífrænt ræktað hráefni innihaldi mikið magn af gerlum sem gætu ...
Af hverju kemur vetur?
Veturinn kemur af því að möndull jarðar er ekki hornréttur á brautarsléttu hennar. Hins vegar vísar hann alltaf í sömu stefnu í geimnum. Þess vegna snýr norðurpóll og norðurhvel jarðar stundum frá sól, mest á vetrarsólhvörfum. Þá er vetur vegna þess að minna sólarljós fellur á hverja flatareiningu heldur en á su...
Eru eða hafa einhvern tímann verið til svartir ísbirnir?
Einu svörtu ísbirnirnir (Ursus maritimus) sem höfundi er kunnugt um, voru á viðvörunarskiltum á Svalbarða. Samkvæmt nýjustu fréttum eru þeir ísbirnir meira að segja orðnir hvítir! Eftir rannsóknum að dæma greindust ísbirnir frá brúnbjörnum (skógarbjörnum, Ursus arctos) fyrir rúmlega 100 þúsund árum á ísöld (ple...
Hvers vegna er himinninn blár?
Litir hluta ráðast að miklu leyti af því hvaða bylgjulengdum ljóss þeir endurvarpa; bláir hlutir hafa þann lit af því að þeir endurvarpa ljósi sem við köllum blátt og svo framvegis. Ef hluturinn er gagnsær eins og lofthjúpurinn getur liturinn líka ráðist af því hvaða ljósi hann hleypir gegnum sig. Ljósið f...
Eru meiri líkur á vinningi í lottóinu ef maður notar alltaf sömu tölur?
Lottóútdráttur fer þannig fram að 40 kúlur eru settar í lottóvél, þeim er þeytt til og frá í vélinni og síðan er 5 kúlum lyft upp úr henni. Hvorki kúlurnar né lottóvélin muna hvernig fyrri útdrættir hafa farið og þess vegna geta þeir ekki haft áhrif á niðurstöðuna. Sérhver útdráttur er handahófskenndur og allar ta...
Af hverju er minna andrúmsloft í geimnum en á jörðinni?
Lofthjúpurinn er þunnt gaslag sem umlykur jörðina. Hann er að mestu úr nitri og súrefni en einnig úr öðrum gastegundum. Lofthjúpurinn myndaðist líklega á löngum tíma úr gosgufum frá eldfjöllum. Það sama á reyndar við um hafið, eins og lesa má um í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hvaðan kom hafið? ...
Hvað eru tekjuáhrif?
Hagfræðingar nota hugtakið tekjuáhrif (e. income effect) oftast til að lýsa áhrifum tiltekinnar verðbreytingar á eftirspurn vegna þeirrar breytingar á kaupmætti sem verðbreytingin veldur. Að auki veldur verðbreyting alla jafna svokölluðum staðkvæmdaráhrifum (e. substitution effect) en með því er átt við þá breytin...
Er það rétt að skógar á norðurslóðum bindi bara brot af því kolefni sem skógar í hitabeltinu gera?
Segja má að spurningin sé tvíþætt: Er nú þegar bundið meira kolefni í skógum hitabeltisins en í norðlægum skógum? Eru hitabeltisskógarnir mikilvirkari í nýbindingu en skógar á norðurslóðum? Varðandi geymslu kolefnis er talið að í öllum skógum heimsins séu bundin um 283 gígatonn (Gt) af kolefni (skýrsla FAO 200...