Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju er grjótið svart?

JGÞ

Grjót er ekki alltaf svart. Til eru mörg þúsund steintegundir og hver þeirra hefur ákveðna efnasamsetningu og atómuppbyggingu sem greinir hana frá öðrum steintegundum.

Litur steintegundarinnar ræðst af efnasamsetningunni og því hvernig atómin í henni raðast upp, einnig geta ýmis snefilefni breytt lit steinanna.

Það er hins vegar algengast að grjót á Íslandi sé svart eða dökkgrátt á litinn og það er þá oftast blágrýti.

Þegar steinar blotna virðast þeir dekkri en þegar þeir eru þurrir. Ástæðan fyrir þessu er sú að þá fyllir vatnið upp í smáholur á grjótinu og misfellur. Yfirborðið verður jafnara og ljósgeislar endurkastast meira og reglulegar og steininn virðist dekkri.

Hægt er að lesa meira um liti á steinum í svari við spurningunni Af hverju eru steinar mismunandi á litinn?

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

25.4.2005

Spyrjandi

Anna Sesselja, f. 1993
Berglind Þorgeirsdóttir, f. 1993

Efnisorð

Tilvísun

JGÞ. „Af hverju er grjótið svart?“ Vísindavefurinn, 25. apríl 2005, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4922.

JGÞ. (2005, 25. apríl). Af hverju er grjótið svart? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4922

JGÞ. „Af hverju er grjótið svart?“ Vísindavefurinn. 25. apr. 2005. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4922>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju er grjótið svart?
Grjót er ekki alltaf svart. Til eru mörg þúsund steintegundir og hver þeirra hefur ákveðna efnasamsetningu og atómuppbyggingu sem greinir hana frá öðrum steintegundum.

Litur steintegundarinnar ræðst af efnasamsetningunni og því hvernig atómin í henni raðast upp, einnig geta ýmis snefilefni breytt lit steinanna.

Það er hins vegar algengast að grjót á Íslandi sé svart eða dökkgrátt á litinn og það er þá oftast blágrýti.

Þegar steinar blotna virðast þeir dekkri en þegar þeir eru þurrir. Ástæðan fyrir þessu er sú að þá fyllir vatnið upp í smáholur á grjótinu og misfellur. Yfirborðið verður jafnara og ljósgeislar endurkastast meira og reglulegar og steininn virðist dekkri.

Hægt er að lesa meira um liti á steinum í svari við spurningunni Af hverju eru steinar mismunandi á litinn?

...