Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 585 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Hvað er blóðtappi?

Blóðtappi er blóð sem storknað hefur í æð og getur stíflað hana. Þá fær vefjasvæðið sem æðin sér um að veita blóði til ekki nægilegt súrefni og deyr. Ef þetta gerist í kransæð er talað um kransæðastíflu eða hjartaáfall og afleiðingin er hjartadrep. Gerist þetta aftur á móti í heilanum er talað um heilaáfall eða he...

category-iconLæknisfræði

Getur barn erft nýrnasjúkdóm frá foreldrum sínum, til dæmis IgA?

Nýrnasjúkdómar eru margir og margs konar. Sumir koma fram strax við fæðingu á meðan aðrir birtast ekki fyrr en á fullorðinsárum. Flestir nýrnasjúkdómar eru ekki arfgengir en flokka má þá arfgengu í sex almenna flokka. Í fyrsta flokki eru vanskapanir nýrna og annarra þvagfæra. Í öðrum flokki eru ýmsir blöðrusjú...

category-iconLæknisfræði

Hvað er flóðmiga og er til einhver meðferð við henni?

Flóðmiga (diabetes insipidus) er sjúkdómur sem stafar af vanseyti á þvagtemprandi hormóni (ÞTH - e. ADH eða vasopressin). ÞTH er myndað í undirstúku heilans og er geymt í og seytt frá afturhluta heiladinguls. Seyti ÞTH fer eftir styrk natrínjóna og vatnsmagns í blóði en þetta tvennt helst í hendur. Ef natrínjónast...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju getum við ekki drukkið sjó?

Sjór er saltvatn. Í honum eru ýmiss konar sölt en það sem skiptir mestu máli er natrínklóríð sem er hvíta borðsaltið sem allir þekkja. Í hverju kílói af sjó eru gjarnan um 35 grömm af natrínklóðríði en það samsvarar því að sjórinn er 3,5% saltur. Líkamsvökvar okkar eru einnig saltir en selta þeirra er mikið minni,...

category-iconLæknisfræði

Hvað þýðir að vera með stækkun á hjarta?

Hjartastækkun er ástand þar sem geta hjartans til að dæla blóði er skert þar sem aðal dælingarhólf þess, vinstri slegillinn, er veiklað og útþanið. Í sumum tilfellum hindrar þetta ástand að hjartað hvílist og fyllist af blóði. Eftir því sem frá líður geta hin hjartahólfin einnig orðið fyrir áhrifum. Stækkað hjarta...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru til dýr með fleiri en eitt hjarta? Hefur gíraffi 7 hjörtu til að dæla blóði upp hálsinn?

Gíraffinn hefur ekki sjö hjörtu heldur, líkt og önnur spendýr, aðeins eitt hjarta sem sér um að dæla blóði um líkamann. Þó eru til dýr sem hafa fleiri en eitt hjarta. Meðal annars eru það liðdýr (annelida) sem hafa svokölluð pípuhjörtu (e. tubular hearts). Þessi hjörtu eru ólík þeim hjörtum sem spendýr bera í...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Af hverju er ekki veður á tunglinu eins og á jörðinni?

Hér er einnig að finna svar við spurningunni "Hvers vegna er ekkert loft á tunglinu?" frá Sölva Hrafni.Nokkur atriði falla undir það sem við köllum "veður". Þar á meðal eru vindur, hiti, raki og loftþrýstingur. Vindurinn er ekkert annað en loft á hreyfingu. Þegar við segjum að nú sé heitt í veðri erum við að vísa ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig verður kuldi til?

Þótt okkur sé tamt að líta á hita og kulda sömu augum, þá er algjör grundvallarmunur á hugtökunum tveimur samkvæmt skilningi eðlisfræðinnar. Hiti tengist hreyfingum smæstu efniseindanna og því meiri sem hraðinn og hreyfiorkan eru að meðaltali, þeim mun meiri er hitinn. Um kulda gegnir öðru máli: Kuldi er ekkert ne...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru svartstrompar eða svartar hverastrýtur?

„Svartar hverastrýtur“ eru neðansjávarhverir sem spúa heitum, steinefnaríkum jarðhitavökva út í kaldan sjóinn. Þá falla út steindir, einkum súlfíð, sem byggja upp strompana og valda jafnframt svertu stróksins. Svartstrompar fundust fyrst árið 1977 á Austur-Kyrrahafshryggnum þegar vísindamenn frá Scripps-hafran...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju eru trýni á hundum alltaf blaut?

Nef hunda er venjulega rakt. Á trýni hunda eru frumur sem seyta vökva (e. mucus) og þannig helst trýnið rakt og hundarnir viðhalda sínu gríðarlega næma þefskyni, en nefið er sjálfsagt það skynfæri sem hundar styðjast helst við. Hundaeigendur kannast vel við að hundar sleiki á sér trýnið. Vökvinn sem frumurnar ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Er ekki til vindhitun þegar lofthiti fer yfir 37 stig, líkt og vindkæling annars?

Upphafleg spurning var svona: Fyrst vindkæling er til þegar vindurinn tekur burt loft sem líkaminn hitar þannig að líkaminn verður að hita upp nýtt loft (ef þetta er rangt verðið þið að leiðrétta það líka!), ætti þá ekki að vera „vindhitun“ þegar lofthiti fer yfir 37 gráður?Svarið er í stuttu máli jú; slík hitun e...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvernig er raforka framleidd með heitu vatni (ekki gufu)?

Margir þekkja hvernig raforka er framleidd með gufu. Þá er varmaorka gufunnar látin hreyfa hjól í gufuhverfli eða túrbínu sem tengt er við rafal (e. dynamo, generator). Ef heita lindin er hins vegar vatn en ekki gufa þá er gufuþrýstingurinn ekki nægur til að framleiða raforku að neinu marki. Til dæmis er ekki tali...

category-iconJarðvísindi

Hversu stór hluti jarðar er járn?

Járn kemur fyrir í jörðinni með tvennum hætti, sem málmur (Fe) og í efnasamböndum (til dæmis oxíðið magnetít: Fe3O4 og silíkatíð ólivín: (Fe,Mg)2SiO4). Því má skilja spurninguna tvennum hætti: Að spurt sé um járnmálm (sem er 32% af massa jarðar) eða allt járn, bundið og óbundið (sem er um 39%). Skoðum hvort tveggj...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvar eru mestu úrkomusvæði jarðar og hvar er úrkoman minnst?

Heimildir eru ekki alveg á einu máli um það hvaða staður í heiminum getur státað af mestri úrkomu en nokkrir staðir koma sterklega til greina. Bærinn Cherrapunji í héraðinu Meghalaya í Norðaustur-Indlandi er gjarnan nefndur þegar tilgreina á mesta úrkomusvæði jarðar. Skammt frá er annar bær, Mawsynram, sem einn...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Af hverju myndast hringlaga ský þegar flugvélar brjóta hljóðmúrinn?

Upphafleg spurning var sem hér segir: Hver er ástæðan fyrir því að hringlaga ský virðist myndast þegar flugvélar brjóta hljóðmúrinn? Yfirleitt er nokkur raki (vatnssameindir) í öllu lofti í náttúrunni. Þessi raki er í gasham sem kallað er og er með öllu ósýnilegur. Hann er kallaður vatnsgufa (e. steam) en það o...

Fleiri niðurstöður