Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 6167 svör fundust
Hvað heitir bókstafurinn "œ" á íslensku og hvernig er hljóðið borið fram?
Þessi bókstafur er oftast nefndur o-e límingur vegna þess að hann er settur saman ("límdur saman") úr bókstöfunum o og e. Hann var einstaka sinnum notaður í elstu íslensku handritunum á tólftu og fram á þrettándu öld en í íslensku nú á dögum sést hann fyrst og fremst í prentuðum útgáfum fornra texta, einkum ritum ...
Hverjar eru hugmyndir Platons um eðli og hlutverk karla og kvenna?
Þegar haft er í huga að heimspeki vestrænnar menningar hefur verið sögð lítið annað en “neðanmálsgreinar við heimspeki Platons” (A. N. Whitehead) er ekki að undra að hugmyndir Platons um kynin hafi í ríkum mæli mótað skilning okkar á hlutverkum kynjanna. Í heimspeki Platons er að finna tvíhyggju hins karllega og h...
Hver setti fram þá tilgátu að hreyfing væri ekki til? Er hún sönn?
Þá tilgátu að ekkert geti hreyfst má rekja til Parmenídesar frá Eleu, sem var grískur heimspekingur á fimmtu öld fyrir Krist. Parmenídes setti kenningu sína um að hreyfing og raunar öll breyting væri ómöguleg fram í löngu kvæði sem enn er varðveitt að hluta. Og þótt kenningin gangi í berhögg við daglega reynslu al...
Er hægt að setja rafsegulfræðina fram með hnikareikningi, svipað og aflfræði og ljósfræði?
Spurningin í heild sinni:Í eðlisfræði má setja aflfræðina fram þannig að ögn fer þá leið sem hefur minnstu verkun (eða verkunin fyrir þá leið er útgildi eða söðulpunktur). Ljósfræðina má skýra með því að sama gildi fyrir tíma. En er eitthvert sambærilegt lögmál sem við höfum fyrir rafsegulfræðina? [flókið svar ósk...
Hvenær er líklegt að hamsturinn minn gjóti ef getnaður fór fram 25. júní?
Hamstrar eru ekki ein tegund heldur er um að ræða 18 tegundir evrasískra spendýra af ættbálki nagdýra (Rodentia). Meðgöngutími þessara tegunda er nokkuð mismunandi. Svarið fer auðvitað eftir því hvaða hamstrategund spyrjandinn heldur á heimili sínu, en tegund sem kallast gullhamstur (e. golden hamster, Mesocric...
Tengjast mótorhjólaklúbbar eins og Hells Angels vafasamri starfsemi eins og margir halda fram?
Fyrir tveimur árum var unnið BA-verkefni í félagsfræði við Háskóla Íslands um svonefnd 1% samtök mótorhjólamanna (Snædís Góa Guðmundsdóttir, 2010). Eitt prósent nafngiftin vísar til þess að 99% mótorhjólamanna eru löghlýðnir borgarar en einungis 1% álíta sig útlaga handan við lög og rétt. Samtökin Hells Angels (Ví...
Hvað gerðist eftir að risaeðlur dóu út og þangað til maðurinn kom fram?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Getur einhver útskýrt hvað gerðist frá því að risaeðlurnar dóu út og til ísaldar þegar spendýrin komu fram? Miklar breytingar urðu á dýralífi jarðar fyrir um 66 milljón árum, á mörkum miðlífsaldar og nýlífsaldar. Þá dóu um 75% allra dýrategunda út, þar með taldar allar ...
Hvernig nákvæmlega voru Skaftáreldarnir? Hvernig var aðdragandinn og hvernig fór þetta allt fram?
Hér er einnig að finna svör við spurningunum:Hversu lengi stóð gosið í Lakagígum yfir? Hvert fór askan sem kom upp í Skaftáreldum? Skaftáreldar hófust 8. júní 1783 og stóðu yfir í átta mánuði eða til 7. febrúar 1784. Þeir eru annað stærsta flæðibasaltgos Íslandssögunnar á eftir Eldgjárgosinu 934-940.[1] Mei...
Get ég sem leigjandi farið fram á endurgreiðslu leigu vegna vanrækslu á viðhaldi?
Öll spurningin hljóðaði svona: Ég er með spurningu, er búinn að leigja timburhús í 5 ár og búið að leka mikið vatn niður loftin og timbrið farið að gliðna í sundur og í 4 ár gerði eigandinn ekkert í þessu. Hef ég einhvern rétt sem leigjandi að fá eitthvað af leigunni til baka. Engin sérstök ákvæði um afslæt...
Hvaða áhrif hefur COVID-19 á börn og geta hættulegir fylgikvillar komið fram?
Þegar nýr heimsfaraldur skellur á er forgangsatriði að átta sig á hvaða einstaklingsbundnu þættir hafa áhrif á alvarleika sjúkdómsins. Sá einstaklingsbundni þáttur sem virðist skipta mestu máli í COVID-19 er aldur: með hækkandi aldri eykst hættan á alvarlegum veikindum og dauðsföllum. Hins vegar ber að undirstrik...
Hvenær í þróunarsögu hryggdýra kom kjálkinn fyrst fram og hvaða áhrif hafði það?
Tilkoma kjálkans er talin vera eitt af merkilegustu atvikum í þróunarsögu hryggdýra því hún opnaði nýja möguleika í fæðuöflun. Kjálkar gerðu hryggdýrum kleift að bíta í önnur dýr og þannig nýta aðra fæðu og beita veiðiaðferðum sem voru kjálkleysingjum ómögulegar.[1] Uppruni hryggdýra er að mörgu leyti nokkuð ól...
Hvernig er hægt að sýna fram á að koltvíoxið valdi gróðurhúsaáhrifum á jörðinni?
Í heild hljóðaði spurningin um það bil svona:Er hægt að sanna að sameindin CO2 valdi gróðurhúsaáhrifum með því að senda innrauða geislun sem stefnir út í geim og mæla endurkast hennar af CO2 sameindum sem berst aftur til jarðar? Spurningin ber með sér að spyrjandi veit í hverju gróðurhúsaáhrif koltvíoxíðs (CO2;...
Hvað eru kuldahillingar og hvernig er hægt að útskýra þær á vísindalegan hátt?
Með misleitu efni, þar sem svonefndur ljósbrotstuðull (e. index of refraction) breytist með staðsetningu í efninu, verður tilveran fjölbreyttari en þegar brotstuðulinn er sá sami alls staðar í efninu. Þá svigna ljósgeislar á ferð sinni um efnið. Þar sem breyting á hitastigi með hæð í loftlögum næst jörðu veldur br...
Hvort er vorboðinn ljúfi lóa eða þröstur?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvor er eiginlega vorboðinn ljúfi: Lóa eða þröstur? Er nafngiftin ekki komin frá Jónasi Hallgrímssyni? Það leikur enginn vafi á því að 'vorboðinn ljúfi' í kvæðinu Ég bið að heilsa eftir Jónas Hallgrímsson er þröstur. Í kvæðinu ávarpar ljóðmælandinn fuglinn sem vorboðann ljú...
Hvað eru til margar tegundir af álftum og svönum?
Til þess að forðast misskilning er rétt að útskýra betur hugtökin álft og svanur. Í almennu tali eru þau samheiti enda erum við þá að hugsa um íslenska fugla sem lifa í íslenskri náttúru. Líffræðingar nota orðin hins vegar ekki endilega sem samheiti, heldur er orðið svanur notað um ættkvíslina Cygnus sem tegundin ...