Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5542 svör fundust
Hvaða áhrif hafa tölvuleikir sem innihalda klám og ofbeldi á börn?
Hér er svarað eftirtöldum spurningum:Hvaða áhrif hafa tölvuleikir sem innihalda klám og ofbeldi á börn? (Ágústa Guðmundsdóttir)Hafa tölvuleikir vond áhrif á börn? Ef svo er hvers vegna? (Andrés Garðar)Eru títtnefndir bardagatölvuleikir á borð við Quake og Half-Life taldir hættulegir börnum og unglingum? (Frosti He...
Éta ísbirnir mörgæsir?
Stutta svarið er nei; villtir ísbirnir éta ekki mörgæsir úti í náttúrunni. Mörgæsum datt nefnilega það snjallræði í hug að koma sér fyrir á suðurhveli, einkum allra syðst, en ísbirnir eru hins vegar fastir á norðurheimskautssvæðinu og ná ekki einu sinni til Íslands með fasta búsetu þó að þeir slæðist hingað einsta...
Hver var Eratosþenes?
Nokkrir menn í fornöld hétu Eratosþenes. Þeirra frægastur er vísinda- og fræðimaðurinn Eratosþenes frá Kýrenu sem var uppi um 285-194 f.Kr. Hann var nemandi gríska skáldsins og fræðimannsins Kallímakkosar og eftirmaður Apollóníosar frá Ródos sem yfirbókavörður bókasafnsins mikla í Alexandríu. Eratosþenes var g...
Er hægt að fylgjast með talningu atkvæða í kosningum og hverjir sjá um að telja?
Um kosningar, og þar með talningu atkvæða, er fjallað í lögum um kosningar til Alþingis nr. 24/2000. Sömu lög gilda að mestu leyti um kosningar til Alþingis og forsetakjör. Samkvæmt fyrrnefndum lögum er landinu skipt í sex kjördæmi. Í hverju kjördæmi er fimm manna yfirkjörstjórn sem kosin er af Alþingi. Hún ber...
Er vitað hve mörg prósent þjóðarinnar horfir á Eurovision?
Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva eða Evróvisjón (e. Eurovision) hefur löngum þótt afar gott sjónvarpsefni á Íslandi en fáir sjónvarpsviðburðir hafa notið jafn mikilla vinsælda í gegnum árin. Íslendingar hafa tekið þátt í keppninni frá árinu 1986, en það ár var Icy-hópurinn fulltrúi landsmanna með lagið Gleði...
Hvað var vistarbandið?
Vistarband má skilgreina á þessa leið:Ef karl og kona réðu ekki eigin búi skyldu þau vera hjú á heimili bónda og eiga þar grið. Venjan var sú að fólk réði sig í ársvist í senn. (Gísli Gunnarsson, 1987, kafli 2.7).Bóndi réði allri vinnu hjúa sinna og fékk af henni allan arð hvort sem vinnan var unnin á heimili hans...
Hvað getur þú sagt mér um gæsir?
Gæsir eru meðalstórir fuglar, talsvert stærri en endur og hálslengri og háfættari. Þorri gæsa er mjög norðlægur, það er að segja fljúga langt norður á auðnir heimskautssvæðanna til varps. Áður náðu varpsvæði þessara norðlægu gæsa mun sunnar en vegna ágangs manna, aukins veiðiálags og röskunar búsvæða hafa þau færs...
Hver var Kurt Martin Hahn og hvert var hans framlag til skólamála?
Þýska skólamanninum Kurt Martin Hahn hefði ekki líkað við þá óvirku athöfn að glápa á síður veraldarvefsins í tíma og ótíma. Hann vildi að ungt fólk væri virkt, skapandi og áræðið. Hahn fæddist í Berlín 5. júní 1886. Hann var þýskur gyðingur, undir sterkum áhrifum af Ríkinu eftir Platon og hafði mikil áhrif á skól...
Af hverju gerir NATO ekkert stórtækt varðandi stríðið milli Ísraels og Palestínu?
Á alþjóðavettvangi er engin alheimsstjórn sem setur sameiginlegar reglur og fylgir þeim eftir. Alþjóðakerfið er sjálfshjálparkerfi sem byggir á samstarfi fullvalda ríkja. Sameinuðu þjóðirnar eru stærsti sameiginlegi vettvangur fullvalda ríkja til að leita lausna á vandamálum heimsins með friðsamlegum hætti. ...
Hvers vegna er fólk samkynhneigt? Er það aðferð náttúrunnar til að halda fólksfjölda í skefjum?
Ekki hefur tekist að finna neina eina skýringu á því hvers vegna fólk er samkynhneigt (eða gagnkynhneigt ef því er að skipta), enda hæpið að hægt sé að finna einhvern einn orsakaþátt til að útskýra jafn flókið og margþætt fyrirbæri og kynvitund og mannlegar þrár. Spurningin verður hinsvegar til í samfélagi gagnkyn...
Er löglegt að menn taki ljósmyndir á veitinga- og skemmtistöðum og setji þær svo á Netið?
Ef við gerum ráð fyrir að spyrjandi eigi við að myndirnar séu af einstaklingum vegast hér á tvenns konar réttindi – annars vegar réttur myndefnisins til einkalífs og hins vegar réttindi myndatökumannsins til tjáningarfrelsis. Þessi réttindi eru varin af stjórnarskránni og Mannréttindasáttmála Evrópu, sem veitt ...
Hver er Nancy Chodorow og hvert er hennar framlag til fræðanna?
Nancy Chodorow er bandarísk fræðikona, fædd 1944. Hún hefur fræðilegan bakgrunn í félagsfræði, mannfræði, sálgreiningu og fleiri greinum. Hún hefur skrifað fjölda bóka og greina og fengið margvíslegar viðurkenningar fyrir störf sín. Rannsóknir Chodorow hafa að mestu snúist um þverfræðilega úrvinnslu á kenningum og...
Getið þið sagt mér allt um moldvörpur?
Moldvörpur (Talpidae) tilheyra ættbálki skordýraæta (Insectivore). Þekktar eru að minnsta kosti 29 tegundir í 12 ættkvíslum. Moldvörpur finnast á þrem afmörkuðum útbreiðslusvæðum: í Evrópu, Asíu og austurhluta Norður-Ameríku. Í Evrópu finnast 3 tegundir. Fyrst skal nefna hina eiginlegu moldvörpu eða evrópsku moldv...
Getur líkamsrækt aukið fjölda háræða í vöðvum?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Öll vitum við að líkamsrækt styrkir vöðva og örvar blóðflæði um líkamann, flutning súrefnis frá lungum til vöðva og koltvísýrings frá vöðvum að lungum. En getur líkamsrækt aukið fjölda háræða í vöðvum? Kjarni þess sem ég er hugsa, er að ég vildi gjarnan fá einfalt svar við því hv...
Hvernig er ekkert á litinn?
Við þessari spurningu koma mörg svör til greina. Við skulum skoða nokkur þeirra: Ekkert er væntanlega litlaust. Ef við gerum ráð fyrir að "ekkert" hljóti að vera það sem er ekki neitt, þá hefur það ekki lit. Þetta þýðir þó ekki að þetta ekkert sé gegnsætt, þar sem orðið gegnsætt felur í sér að til staðar sé ein...