Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 330 svör fundust
Hvernig verður sjálfsmynd faghópa til og hvernig má styrkja hana?
Rannsóknir á faghópum eiga sér langa hefð í félagsfræði og er sjálfsmynd faghópanna þar veigamikill þáttur. Fyrsta skeið faghóparannsókna, sem hófst á fjórða áratugnum, einkenndist af nokkurs konar flokkunar- eða skilgreiningaráráttu. Fræðimenn leituðu að hinum sönnu eiginleikum sem gerðu starfsstétt að faghópi og...
Hve mikið er af koltvísýringi kringum jörðina?
Koltvísýringur sem einnig er nefndur koltvíoxíð og koltvíildi, er lofttegund sem hefur á síðustu árum vakið meiri athygli en ætla mætti af því hve sáralítið er af henni í andrúmsloftinu, en hlutfall koltvíoxíðs af rúmmáli lofthjúpsins er einungis 0,037%. Ef allt koltvíoxíð lofthjúpsins væri samankomið óblandað öðr...
Var algengt að Forngrikkir ættu í ástarsamböndum við unga drengi?
Svarið er já en þó er að ýmsu að gæta. Í fyrsta lagi ber að hafa varann á þegar alhæft er um Forngrikki. Fornöld var langur tími. Frá ritun Hómerskviða um miðja 8. öld f.Kr. til loka fornaldar liðu rúmlega 1200 ár. Á þessum langa tíma héldust ekki öll viðhorf óbreytt. Heimildir okkar um Aþenu eru einnig miklu ríka...
Hver fann upp ritvélina og hvenær var það?
Tilkoma ritvélarinnar, líkt og margra annarra uppfinninga, átti sér langa sögu og því hefur til dæmis verið haldið fram að einhvers konar ritvél hafi verið fundin upp 52 sinnum! Eitt helsta markmið ritvélarinnar var að gera fólki kleift að skrifa hraðar en mögulegt var með pennan einan að vopni. Árið 1714 fékk...
Hvaða stjörnur og stjörnumerki sjást á himninum fyrstu vetrarmánuðina?
Í hverjum mánuði koma í ljós ný stjörnumerki á kvöldin á meðan önnur hverfa undir sjóndeildarhringinn. Hér er fjallað stuttlega um það sem má sjá á næturhimninum frá nóvember og fram í febrúar. Um miðjan vetur er kjörið tækifæri til þess að skoða mörg af þekktustu stjörnumerkjum og fyrirbærum á himninum. Stjör...
Hvað hefur vísindamaðurinn Jónas R. Viðarsson rannsakað?
Jónas R. Viðarsson er faglegur leiðtogi á sviði Rannsókna og nýsköpunar hjá Matís ohf. þar sem hann fer fyrir faghóp er kallast „örugg virðiskeðja matvæla“. Rannsóknir Jónasar eru af ýmsum toga og snúa meðal annars að fiskveiðistjórnun, sjálfbærni, úrbótum í virðiskeðjum sjávarafurða og rekjanleika, svo fátt eitt ...
Hvað hefur vísindamaðurinn Þorvarður Árnason rannsakað?
Þorvarður Árnason er forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Hornafirði. Á síðari árum hafa rannsóknir hans einkum beinst að fjórum sviðum; náttúrlegu landslagi og óbyggðum víðernum, náttúru- og umhverfisvernd, sjálfbærri ferðaþjónustu og loftslagsmálum. Rannsóknir Þorvarðar hafa oftast verið þverfaglegar ...
Finnast kolvetni í mat?
Orðið kolvetni hefur verið notað um tvenns konar efnasambönd. Annars vegar um það sem á ensku heitir carbohydrate, kolhýdröt í máli efnafræðinga, og hins vegar það sem á ensku heitir hydrocarbon, sem efnafræðingar kalla kolvetni. Þessi mismunandi notkun á sér langa sögu. Tvö dæmi úr ritmálssafni Árnastofnunar v...
Er til eitthvað sem nefnist kínversk læknisfræði og eru aðferðir hennar enn í notkun?
Kínversk læknisfræði er svo sannarlega til og hún er enn mikið ástunduð, jafnt innan sem utan Kína. Almennt er raunar vísað til hennar sem „hefðbundinnar kínverskrar læknisfræði“ (kínv. chuantong zhongguo yixue 傳統中國醫學, e. traditional Chinese medicine, oft stytt sem TCM), e...
Hvað eru klumpahraun?
Lengi vel var basalthraunum aðeins skipt í tvær tegundir, helluhraun og apalhraun, en nú er ljóst að þetta eru jaðartegundir í samfelldu rófi með nokkrum millitegundum sem endurspegla breytingar á myndunarskilyrðum og flæðimynstri. Hér verður fjallað um klumpahraun (e. rubbly pahoehoe lava) sem eru mjög algeng hra...
Hver er erfiðasta spurningin í heiminum?
Ég geri ráð fyrir að þú sért að velta fyrir þér hvaða einstök spurning af öllum þeim, sem menn hafa raunverulega glímt við, sé erfiðust (hvað sem það nú þýðir!). En það má líka hugleiða almennt og heimspekilega, hvaða spurning er eða gæti verið erfiðust. Fyrst skulum við snúa okkur að því, hvaða spurningar hafa...
Hvað er liðagigt og er hægt að lækna hana?
Orsakir þessa sjúkdóms eru óþekktar en hann er talinn stafa af flóknu samspili erfða og umhverfisþátta. Liðagigt (rheumatoid arthritis) er venjulega flokkuð sem sjálfsofnæmissjúkdómur en í slíkum sjúkdómum ræðst ónæmiskerfi líkamans gegn eigin frumum og skemmir þær. Sjúkdómurinn er langvarandi, nánast ólæknandi, o...
Hve stórar virkjanir þyrftum við til að keyra bílaflotann okkar þegar bensínið er orðið of dýrt?
Bílum á Íslandi hefur fjölgað mikið síðustu áratugi og í árslok 2000 var fjöldi þeirra um 180.000. Þar af voru fólksbílar 89%, sendibílar tæplega 7% og vöruflutningabílar rúmlega 4%. Þá voru fólksbílar 561 á hverja þúsund íbúa sem er með því mesta sem þekkist í heiminum. Í Bandaríkjunum eru þó hlutfallslega fleiri...
Hvernig þróaðist heilinn í hryggdýrum?
Talið er að hryggdýr hafi komið fram fyrir um 500 milljónum ára. Mikil tegundaútgeislun (lesa má um tegundaútgeislun í svari sama höfundar við spurningunni Hvað geturðu sagt mér um þróun apa?) varð meðal fiska fyrir um 400 milljónum ára og um 50 milljónum árum síðar varð mikil fjölgun nýrra tegunda meðal frosk- og...
Hvað getur þú sagt mér um Aserbaídsjan?
Aserbaídsjan er í suðaustur Kákasus, liggur að Kaspíahafi og á landamæri að Íran, Armeníu, Georgíu og Rússlandi. Til Aserbaídsjan heyrir einnig sjálfsstjórnarsvæðið Nakhichevan (Naxcivan) sem er í suður Armeníu við landamæri Írans alveg aðskilið frá Aserbaídsjan. Nakichevan er því svokölluð útlenda (e. exclave) e...