Elsti bróðir minn greinir sjúkdóma þegar þeir eru enn óáþreifanlegir, hafa enn ekki tekið á sig mynd, og upprætir þá síðan. Þess vegna er hann ekki nafnkunnur utan fjölskyldunnar. Sá næstelsti nær tökum á sjúkdómum þegar þeir gera vart við sig í smæstu líkamshárum. Þess vegna er hann ekki nafnkunnur utan þorpsins. En ég, Bian Que, sting í æðar, gef lyf og meðul og risti í sundur húð og vöðva en sökum þessarar vanhæfni minnar er ég jafnvel nafnkunnur út fyrir furstadæmið.Innan kínverskrar menningar er hefðbundin læknisfræði skilin mjög víðum skilningi og sett í samband við daglegan lífsstíl, mataræði og hreyfingu. Þannig miðar hún fyrst og fremst að forvörnum, að því að koma í veg fyrir kvilla fremur en að fengist sé við erfiðan vanda sem hefur fengið að þróast óáreittur um langa hríð. Kínverska matseld má því líta á sem hluta kínverskrar læknisfræði; hún snýst ekki einungis um bragð heldur þarf samsetning hráefnis og rétta að stuðla að jafnvægi í ferlum líkamans. Einnig hafa líkamsþjálfunaraðferðir á borð við taijiquan 太極拳 og qigong 氣功 þróast til að stuðla að langlífi og betri heilsu.
- Kaptchuk, Ted. J. The Web that has no Weaver. Understanding Chinese Medicine. Chicago: Contemporary Books, 2000.
- Unschuld, Paul U. Huang Di Nei Jing Su Wen. Nature, Knowledge, Imagery in an Ancient Chinese Medical Text. Berkeley, Los Angeles & London: University of California Press, 2003.
- Yuan, Chun-Su, Eric J. Bieber & Brent A. Bauer (ritst.). Traditional Chinese Medicine. London & New York: Informa Healthcare, 2006.
- CHINESE MEDICINE; Foot Massage Wellcome V0018518.jpg - Wikimedia Commons. Birt undir Creative Commons Attribution 4.0 International leyfi. (Sótt 22.2.2021).
- Acupuncture Needles - Free photo on Pixabay. (Sótt 22.2.2021).
Ég var að pæla hvers konar læknisfræði sem Kínverjar notuðu er notuð enn í dag?