Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 967 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað getið þið sagt mér um örnefnið Nollur?

Örnefnið Nollur er þekkt sem nafn á þremur stöðum í Þingeyjarsýslu: Bæjarnafn í Grýtubakkahreppi í Suður-Þingeyjarsýslu. Nafnið er ritað Gnollur („af gnoll“) í Auðunarmáldögum 1318 (Íslenskt fornbréfasafn II:447). Eyðikot við Mývatn, einnig Nollsel (Þorvaldur Thoroddsen, Ferðabók I:288). Hvorttveggja segir hann ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver fann upp geisladiskinn?

Geisladiskurinn (e. Compact Disc, CD) kom fyrst fram árið 1982. Hollenska fyrirtækið Philips og japanska fyrirtækið Sony þróuðu geisladiskana í samvinnu, en bæði fyrirtækin höfðu nokkru áður hafist handa við að búa til tækni til að geyma og spila tónlist á stafrænan hátt. Philips hafði náð lengra í að þróa leysige...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig virka geisladiskar?

Geisladiskar geyma stafræna útgáfu af tónlist eða stafræn gögn (CD-ROM). Tónlistardiskarnir geta geymt allt að 80 mínútur af tónlist, en CD-ROM (e. compact disc read-only memory) diskarnir geta geymt allt að 700MB af gögnum. Tónlistin er kóðuð með 16 bita PCM-kóðun í stereó með 44,1 kHz úrtakstíðni. Þetta þýðir í ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru allir hestar sem eru albínóar blindir?

Hestar sem eru kallaðir albínóar, eða litleysingjar á íslensku, eru í raun ekki litleysingjar samkvæmt nákvæmustu skilgreiningu orðsins þar sem þeir bera alltaf eitthvað litarefni í sér. Hjá hestum eru nokkur erfðavísasæti sem ráða lit þeirra. Eitt þeirra er svokallað C-sæti. Í því geta komið fyrir tvenns konar ge...

category-iconHugvísindi

Hvað var kosningabandalag Alþýðuflokks og Framsóknarflokks árið 1956 kallað?

Andstæðingar kosningabandalagsins sem Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur gerðu með sér fyrir alþingiskosningarnar 24. júní 1956 kölluðu það gjarnan Hræðslubandalagið. Forsvarsmenn bandalagsins kölluðu það ýmist Umbótabandalagið eða Bandalag umbótaflokkanna. Með sameiginlegu framboði í öllum kjördæmum freistuðu flo...

category-iconFélagsvísindi almennt

Er þrælahald einhvers staðar leyft?

Þrælahald var formlega afnumið með upplýsingunni á 18. öld og lagt er bann við því, án undantekninga, í öllum helstu mannréttindasamningum og að alþjóðlegum venjurétti. Bann við þrælkun er meðal elstu viðurkenndu mannréttinda og fyrsti fjölþjóðlegi mannréttindasamningurinn, alþjóðasamningur um þrælahald frá 1926, ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er það rétt að Þorgeir Ljósvetningagoði hafi hent goðum í Goðafoss?

Örnefnið Goðafoss er að minnsta kosti til í 6 ám á landinu:Fyrst er að nefna Goðafoss í Hallardalsá í landi Klúku í Kaldrananeshreppi í Strandasýslu. Í Goðdalsá í Kaldrananeshreppi í Strandasýslu. Í örnefnaskrá er talað um að Goði sem fossinn sé kenndur við sé heygður í Goða í túninu í Goðdal. Í Hofsá í Svarfaða...

category-iconJarðvísindi

Hvað getið þið sagt mér um Brennisteinsfjöll?

Ein megingosrein þessa kerfis liggur um Brennisteinsfjöll og kallast Brennisteinsfjallarein. Hún er með suðvestur-norðaustur stefnu og um 45 kílómetra löng, sjá mynd 1. Gosstöðvar ná yfir syðstu 33 kílómetrana. Suðurmörk reinarinnar eru við Geitahlíð, um tvo kílómetra frá sjó, og norðurmörkin norður undir Borgarhó...

category-iconHagfræði

Hvernig mundu reglur um fjárfestingar borgara frá ESB-ríkjum á Íslandi breytast ef Ísland yrði aðili að ESB?

Það veltur á niðurstöðum samningaviðræðna Íslands við ESB hvernig reglur um fjárfestingar ESB-borgara á Íslandi mundu breytast með aðild Íslands að sambandinu. Líklegt má þó telja að innganga Íslands í ESB mundi leiða til þess að Ísland þyrfti að gangast undir regluverk sem heimilar ekki hömlur af okkar hálfu á fr...

category-iconMálvísindi: íslensk

Eru til íslensk orð, gömul eða ný, sem innihalda bókstafinn w?

Fjöldi orða hefur verið ritaður með bókstafnum w í hinni löngu sögu ritaðrar íslensku. Varðveittir eru textar á íslensku, öðru nafni norrænu, með latínuletri frá því á 12. öld. Táknið w var ekki algengt í elstu handritunum en því bregður þó fyrir, meðal annars í Grágásarhandriti frá lokum 12. aldar þar sem orðm...

category-iconVeðurfræði

Snjóar frekar á kvöldin og nóttunni en á daginn?

Eins og fram kemur í svari sama höfundar við spurningunni Ganga djúpar lægðir yfirleitt yfir landið að nóttu til? eru lægðir ekki algengari á einum tíma sólarhrings frekar en öðrum. Úrkoma fylgir oftast lægðakerfum, en ekkert bendir til þess að slík úrkoma falli frekar að nóttu en degi. Líkur á að snjór bráðni...

category-iconJarðvísindi

Er til mynd eða teikning af Öskju fyrir eldgosið 1875?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Er til mynd/málverk/teikning af Öskju fyrir eldgosið 1875? Var þarna strýtulaga fjall svipað og Vesuvius? Það er engin mynd til af Öskju fyrir gosið árið 1875. Það er til lýsing af Öskju frá því að Björn Gunnlaugsson (1788–1876) landmælingamaður kom í Öskju, fyrstur manna, árið...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er bæjarnafnið Roðgúll dregið?

Í Árnessýslubindi Jarðabókar Árna Magnússonar og Páls Vídalíns (II, bls. 65) eru taldar upp hjáleigur í Stokkseyrarhreppi. Ein hjáleiga Stokkseyrarjarðar er Vatnsdalur, „áður kallað Roðgúll“. „Landskuld xx álnir í landaurum ut supra og að auk fyrir fjörubrúkun skilur landsdrottinn iij alin í sölvum, hefur nú ei go...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Til hvers tóku Íslendingar saman ættfræðirit á fyrri öldum?

Fyrstu minningar hverrar manneskju eru tengdar uppruna og ættmennum. Sérhverjum manni er því náttúrulegt að vita uppruna sinn, vita hvaðan og hverjar kynkvíslir að honum renna. Ættfræði hefir því verið stunduð frá ómunatíð í flestum menningarsamfélögum og er elsta grein sagnfræði meðal þjóða heims. Ættfræði var st...

category-iconLífvísindi: almennt

Er barrnál laufblað?

Barrnál og laufblað eru tvö orð yfir sama fyrirbærið. Orðin vísa til mismunandi lögunar en á innri byggingu, starfsemi og hlutverki er lítill sem enginn munur á barrnálum og laufblöðum. Í svörum Kesara Anamthawat-Jónsson við spurningunum Hvers vegna eru plöntur grænar en ekki fjólubláar eða svartar? og Hvern...

Fleiri niðurstöður