Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 936 svör fundust
Hver er Noam Chomsky og hvers vegna er hann öndvegisfyrirlesari Hugvísindasviðs?
Uppruni og menntun Noam Chomsky fæddist 7. desember 1928 í Fíladelfíu í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum. Foreldrar hans voru William og Elsie Chomsky. Faðirinn var þekktur fræðimaður í hebreskum fræðum, prófessor við Gratz College í Pennsylvaníu og innflytjandi frá Úkraínu. Móðirin ólst upp í Bandaríkjunum, átti æt...
Hvað eru svokallaðar erkitýpur (archetypes)?
Erkitýpa er samheiti yfir frumgerð og fullkomna ímynd. Gríska orðið archetypos er í beinni þýðingu: "frummynstur." Í bókmenntagagnrýni er erkitýpa ævaforn ímynd, manngerð eða aðstæður sem endurtaka sig sífellt í bókmenntum. Þessi sífellda endurtekning gefur í skyn að um hugtak eða aðstæður er að ræða sem eru ö...
Hvenær er æxlunartímabil hjá hagamús, húsamús, brúnrottu og svartrottu?
Æxlunartímabil íslenskra nagdýra ræðst aðallega af tíðarfari og því hvar á landinu nagdýrin lifa. Sænski vistfræðingurinn Bengtson rannsakaði ýmsa þætti í vistfræði hagamúsarinnar (Apodemus sylvaticus) á Íslandi á árunum 1973-1977. Í rannsókn sinni bar hann saman tvo stofna sem lifðu við mjög ólík umhverfisskil...
Hvers vegna er þvag hreindýra stundum rautt?
Rauður litur á þvagi dýra er vel þekkt fyrirbrigði erlendis. Þá getur verið um að ræða sýkingar með vissri gerð pestarsýkla (Clostridium haemolyticum, C. novyi). Í þeim tilfellum er blóð í þvaginu. Í öðru lagi getur þvagið orðið rautt af hættulausum efnasamböndum, sem verða til í líkamanum við inngjöf ormalyfja se...
Af hverju festast köngulær ekki í sínum eigin vef?
Ekki spinna allar köngulær (Araneae) vefi, föruköngulær eltast til dæmis við bráð sína. En þegar fylgst er með vefkönguló sést vel hversu auðveldlega hún ferðast um vef sinn án þess að festast í honum, ólíkt flugunum sem hún veiðir í hann. Því er von að mörgum leiki forvitni á að vita hvers vegna hún festist ekki ...
Eru þýddar riddarasögur sérstök bókmenntagrein?
Hugtakið riddarasögur er notað um veraldlegar frásagnarbókmenntir sem voru þýddar á norræna tungu á miðöldum. Einnig eru til margar frumsamdar riddarasögur en um þær er ekki fjallað hér. Í öðru bindi Íslenskrar bókmenntasögu fjallar Torfi H. Tulinius um riddarasögur. Þar er meðal annars að finna lista yfir þýdd...
Hvað eru amöbur?
Amöbur eru hópur innan ríkis frumdýra (protozoa) og tilheyrir fylkingu slímdýra (rhizopoda). Kunnasta tegund þessa hóps er Amoeba proteus sem er algeng í rotnandi gróðurleifum í tjörnum og votlendi. Amöbur eru meðal stærstu einfrumunga sem þekktir eru og geta stærstu einstaklingarnir orðið á stærð við títupr...
Eru kakkalakkar hættulegir?
Kakkalakkar eru meðal algengari meindýra í híbýlum fólks víða um heim og valda oftar en ekki miklum hugaræsingi hjá þeim sem þurfa að búa við þessa skordýraplágu. Yfirleitt eru kakkalakkar tengdir við óþrifnað en svo þarf ekki endilega að vera. Berist þeir á svæði í híbýlum þar sem erfitt getur reynst að koma...
Er það rétt að tíðahringur kvenna sem eyða miklum tíma saman geti orðið samstilltur?
Fleiri spyrjendur voru:Viktoría Jensdóttir, Guðrún Oddsdóttir, Grétar Gunnarsson, Sigurlín Atladóttir, Steinunn Lilja Heiðarsdóttir, Sveinar GunnarssonMargar konur hafa upplifað það að tíðahringur þeirra er í takt við tíðahring kvenna sem þær eru í miklum samvistum við eða búa með. Þetta getur til dæmis gerst hjá ...
Af hverju er talað um gulu pressuna?
Gula pressan dregur nafn sitt af skopmyndapersónu sem kölluð var The Yellow Kid og birtist í bandarískum dagblöðum í lok 19. aldar. Árið 1895 teiknaði Richard Felton Outcault teiknimyndaseríu fyrir dagblaðið New York World sem var í eigu Joseph Pulitzer. Serían hét Hogan's Alley og þar mátti sjá fremur ófríðan,...
Hvernig virka stjörnuspár? Hvernig geta spámenn skrifað spár um fólk án þess að þekkja það?
Stjörnuspár byggja á einfaldri forsendu. Í stjörnuspeki er fullyrt að tilhögun pláneta og fastastjarna á fæðingarstund einstaklinga hafi áhrif á líf og persónuleika þessara sömu einstaklinga í framtíðinni. Samkvæmt vísindum nútímans er ekkert sem styður þetta. Stjörnuspeki nútímans má rekja allt til Ptólemaíosa...
Hvað geta marglyttur í hafinu umhverfis Ísland orðið stórar?
Hér við land finnast nokkrar tegundir marglytta og kambhvelja. Í meistaraprófsritgerð sem gerð var við Háskóla Íslands skoðaði höfundur magn og tegundafjölbreytni marglytta í nokkrum fjörðum Vestfjarða. Algengustu tegundir marglytta við landið eru brennihvelja (Cyanea capillata) og bláglytta (Aurelia aurita). ...
Hvað eru svartstrompar eða svartar hverastrýtur?
„Svartar hverastrýtur“ eru neðansjávarhverir sem spúa heitum, steinefnaríkum jarðhitavökva út í kaldan sjóinn. Þá falla út steindir, einkum súlfíð, sem byggja upp strompana og valda jafnframt svertu stróksins. Svartstrompar fundust fyrst árið 1977 á Austur-Kyrrahafshryggnum þegar vísindamenn frá Scripps-hafran...
Hvaðan kemur orðið grikkur og hvað er átt við þegar menn gera einhverjum grikk?
Elstu dæmi í ritmálssafni Orðabókar Háskólans um orðið grikkur eru frá miðri 18. öld og er merkingin ‘hrekkur, bragð’ en einnig ‘sérstakt bragð í glímu’. Að gera einhverjum grikk merkir þá að ‘hrekkja einhvern, leika á einhvern’. Í Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndal (I 272) er lýsing á glímubragðinu grik...
Af hverju er smekkur manna mismunandi?
Segja má að í Evrópu sé ekki farið að nota hugtakið “smekkur” í fagurfræðilegri merkingu fyrr en á 18. öld (á Íslandi vart fyrr en um miðja 19. öld). Hugmyndir um smekk uxu upp úr kenningum um innra fegurðarskyn. Þekktustu rit um þessi efni eru ritgerð Humes um smekkvísi, On the Standard of Taste (1757), og rit Ka...