Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1485 svör fundust

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver var Henri Becquerel?

Henri Becquerel (1852-1908) var franskur eðlisfræðingur sem uppgötvaði geislavirkni. Þessi uppgötvun er helsta framlag hans til eðlisfræðinnar og honum til heiðurs heitir SI-einingin fyrir geislavirkni becquerel (Bq). SI-einingakerfið (úr frönsku: Système International) er alþjóðlegt kerfi mælieininga og í dag er ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvernig getum við náð jafnvægi á hjóli með engum hjálpardekkjum?

Í svari við spurningunni Af hverju er auðveldara að halda jafnvægi á hjóli þegar maður er á ferð? er fjallað um hvernig hjólreiðamaður heldur hjóli uppréttu. Það er þó ekki aðeins vegna viðbragða hjólreiðamannsins sem að hjólið helst upprétt, ef hjól er hannað rétt getur það sjálft leitast við að halda jafnvægi, j...

category-iconLæknisfræði

Hvernig smitast maður af kláðamaur?

Mannakláðamaur (Sarcoptes scabiei) eða bara kláðamaur er örsmár áttfætlumaur (um 0,2-0,4 mm) sem sést varla með berum augum. Hann þrífst bara á fólki og hefur fylgt mannkyninu í þúsundir ára. Menn hafa áætlað að um 300 milljónir manna smitist árlega í heiminum af kláðamaur og hér á landi smitast talsverður fjöldi ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getur þú sagt mér eitthvað um bjölluna asparglyttu?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Fann bjöllur með gylltan skjöld á víðiplöntu. Geturðu sagt mér hvaða bjalla þetta er og hvort hún er skæð fyrir gróðurinn? Hér er væntanlega verið að tala um asparglyttu (Phratora vitellinae) sem er nýlegur landnemi hér á landi. Asparglytta er orðin afar algeng í trjágróðri ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju kallast Dauðahafið þessu nafni og hver er eðlismassi þess?

Nafnið á Dauðahafinu má vísast rekja til þess að það er svo salt að þar þrífast hvorki fiskar né aðrar stærri sjávarlífverur. Eina lífið sem þar finnst eru smásæir þörungar og gerlar. Dauðahafið er stórt stöðuvatn á landamærum Ísraels og Jórdaníu. Það er í lægð sem er framhald af Austur-Afríku sprungunni (e. E...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hver fór næstur út í geiminn á eftir hundinum?

Það hafa nokkrir hundar farið út í geim en hundurinn sem hér er vísað til er væntanlega hin sovéska Laika sem er eitt frægasta dæmið um geimdýr. Laika fór út í geiminn árið 1957, fyrst dýra til þess að fara á braut um jörðu. Laika var þó hvorki fyrsta né síðasta dýrið sem farið hefur út í geiminn. Áður en mann...

category-iconJarðvísindi

Hvers konar jarðfræðirannsóknir hafa verið gerðar í Surtsey?

Þegar gos hófst á hafsbotni sunnan við Vestmannaeyjar í nóvember 1963 gafst einstakt tækifæri til að fylgjast með hvernig ný eyja verður til. Um var að ræða neðansjávargos á 130 metra dýpi og fylgdust jarðfræðingar vel með framgangi gossins strax í upphafi. Gossaga Surtseyjar er því vel þekkt og ítarlega skráð. ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver var Enrico Fermi og hvert var hans framlag til vísindanna?

Enrico Fermi var eðlisfræðingur sem fæddist á Ítalíu árið 1901 og lést árið 1954 í Bandaríkjunum. Hann markaði djúp spor í eðlisfræði tuttugustu aldar, einkum í kjarneðlisfræði og öreindafræði. Lengdareiningin fermi er til dæmis kennd við hann, og sömuleiðis fermíeindir en skiptaeðli þeirra er lykilatriði í skammt...

category-iconHugvísindi

Hvað getið þið sagt mér um Barnakrossferðina sem hófst árið 1212?

Barnakrossferðin eða Children’s Crusade var trúarleg hreyfing sem spratt upp í Evrópu sumarið 1212. Hún samanstóð af þúsundum barna sem ætluðu að heimta landið helga úr höndum múslima með kærleika í stað valdbeitingar. Hreyfingin endaði hörmulega, en trúarhitinn sem hún kveikti var meðal þess sem hrinti af stað fi...

category-iconVísindi almennt

Er til annar heimur?

Fyrst þurfum við að átta okkur á því hvað þessi spurning þýðir. Ef við hugsum okkur svolítið um sjáum við að hún hlýtur að snúast um það hvort til sé heimur sem væri algerlega aðgreindur frá þeim heimi sem við þekkjum. Það merkir aftur að engin boð geta borist milli heimanna. Í þessu felst eina skýra merkingin sem...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað getið þið sagt mér um frelsisstríð Bandaríkjanna?

Aðdragandi frelsistríðsins voru miklar tolla- og skattaálögur Breta á þrettán nýlendur í Bandaríkjunum. Íbúar nýlendanna í Norðurríkjunum voru ósáttir við stjórnunarhætti Breta og mikil óánægja var vegna þess að nýlendurnar áttu engan fulltrúa á breska þinginu. Nýlendurnar stóðu vel efnahagslega og mótmæltu háum t...

category-iconFélagsvísindi

Stjórnar græðgi hlutabréfaverði?

Ef hugtakið græðgi er skilið sem viljinn til að græða þá er svarið einfaldlega já. Flest hlutabréfakaup eru gerð í þeirri von að fjárfestingin skili arði. Ef almennt er talið að hlutabréf ákveðins félags muni skila miklu, annaðhvort vegna hárra arðgreiðslna eða vegna hækkunar á verði í framtíðinni, þá verða þau br...

category-iconHugvísindi

Hvernig í ósköpunum hefur Mongólía getað haldið landamærum í öll þessi ár á móti Rússlandi í norðri og Kína í suðri?

Hér er átt við það landsvæði sem myndar nú ríkið Mongólíu. En Mongólíu er – og einkum var – að finna á miklu stærra svæði. Núverandi Mongólía hét í upphafi Ytri Mongólía. Hún kom undir vernd Rússakeisara seint á 19. öld. Fyrir sunnan og austan Ytri Mongólíu er Innri Mongólía sem hélt áfram að njóta verndar keisara...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Er kraftur sama og orka?

Nei, kraftur og orka eru ólík fyrirbæri eins og þeim er lýst í eðlisfræði. Ef verkað er með krafti á hlut breytist hraði hans, hann fær hröðun eins og það er kallað. Þegar bolta er kastað upp í loft verkar höndin sem kastar með krafti á boltann, hann fær hraða upp og flýgur upp í loft. En þyngdarkrafturinn verkar ...

category-iconHugvísindi

Hvar á Austurlandi kom fyrst upp vísir að ferðamannaiðnaði?

Greiðasala í sveitum á Austurlandi Eftir því sem ég kemst næst er það á Egilsstöðum á Völlum. Upphafsmaður þess var Jón Bergsson. Sá hann það þegar árið 1889 að þarna yrðu vegamót og kom á fót greiðasölu. Frá Egilsstöðum.Þegar hann seldi syni sínum, Sveini Jónssyni, jörðina gerði hann það með því skilyrði að þ...

Fleiri niðurstöður