Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver var Henri Becquerel?

Hildur Guðmundsdóttir

Henri Becquerel (1852-1908) var franskur eðlisfræðingur sem uppgötvaði geislavirkni. Þessi uppgötvun er helsta framlag hans til eðlisfræðinnar og honum til heiðurs heitir SI-einingin fyrir geislavirkni becquerel (Bq). SI-einingakerfið (úr frönsku: Système International) er alþjóðlegt kerfi mælieininga og í dag er það helsta einingakerfið sem notað er innan eðlisfræðinnar og fleiri fræðigreina.

Becquerel fæddist árið 1852 inn í fjölskyldu vísindamanna í París. Afi hans stundaði rannsóknir í eðlis- og efnafræði og uppgötvaði meðal annars þrýstirafefni (e. piezoelectric materials). Faðir hans var virtur eðlisfræðingur á sviði tilraunaeðlisfræði. Hann gerði meðal annars rannsóknir á sjálflýsandi kristöllum sem áttu síðar eftir að tengjast uppgötvunum sonarins.

Henri Becquerel fékk menntun í bæði verk- og eðlisfræði. Hann vann við kennslu og sem verkfræðingur en stundaði jafnframt eigin rannsóknir. Í upphafi tengdust rannsóknir hans ljósfræði, þá sérstaklega skautun ljóss og ísogi kristalla. Einnig rannsakaði hann innrauða geislun og áhrif hennar á sjálflýsandi efni.

Árið 1896 var Becquerel orðinn virtur eðlisfræðingur í heimalandi sínu fyrir störf sín og rannsóknir og var hann ráðinn í ýmsar ábyrgðarstöður. Helsta afrekið átti þó eftir gerast þetta ár.

Sum efni hafa þann eiginleika að verða sjálflýsandi þegar þau verða fyrir geislun, svo sem útfjólublárri geislun eða rafeindageislun (á ensku kallast þetta phosphorescence). Sjálflýsingin getur enst í nokkurn tíma en á endanum dofnar hún og hverfur. Þetta var vel þekkt á þessum tíma og hafði faðir Becquerel einmitt rannsakað þessi efni.

Árið 1895 uppgötvaði Wilhelm Röntgen orkumikla tegund af geislun sem í dag kallast röntgengeislun. Til að búa til þessa geislun var rafeindageisla beint á skotmark sem varð þá bæði sjálflýsandi og gaf frá sér röntgengeislun. Það sem vakti áhuga Becquerels var að sýnilega ljósið og röntgengeislarnir komu frá sama deplinum á skotmarkinu. Hann vildi kanna hvort ósýnilega röntgengeislunin og sýnilega ljósið yrðu til á sama hátt og fór að rannsaka hvort röntgengeislun fylgdi öllum sjálflýsandi efnum.

Í mælingum sínum notaði hann kristalla sem innihéldu meðal annars úran, en þeir urðu sjálflýsandi við geislun frá útfjólubláu ljósi. Becquerel notaði útfjólubláu geislunina í sólarljósi og eftir að hafa látið kristallana liggja í sólinni urðu þeir ekki aðeins sjálflýsandi heldur mældist einnig frá þeim annars konar geislun með háa orku. Hún hélt áfram eftir að sjálflýsingin dofnaði og dró Becquerel þá ályktun að sólarljósið kallaði fram þessa áður ómældu geislun og að hún væri einfaldlega langlífari en sýnilega sjálflýsingin.

Þetta gat þó ekki alveg staðist því að geislun mældist einnig frá kristöllum sem ekkert sólarljós höfðu fengið. Það sem meira var þá var geislunin enn meiri þegar skoðað var hreint úran og alls engin geislun fékkst frá öðrum sjálflýsandi efnum. Becquerel varð ljóst að geislunin gat ekki verið tilkomin vegna utanaðkomandi áhrifa heldur væri hún einkennandi fyrir úranið. Það einfaldlega geislaði af sjálfu sér.

Eftir að Bequerel uppgötvaði geislavirkni var úran fyrst um sinn eina þekkta geislavirka efnið. Er fram liðu stundir fundu menn fleiri náttúrulega geislavirk efni og þar skipti hvað mestu máli framlag Pierre og Marie Curie. Árið 1903 deildi Henri Becquerel Nóbelsverðlaunum í eðlisfræði með þeim hjónunum.

Becquerel hélt áfram rannsóknum á geislavirkni eftir stóru uppgötvunina. Hann sýndi fram á að geislunin frá radíum inniheldur rafeindir og rannsakaði einnig umbreytingu geislavirkra kjarna. Hann var virtur og verðlaunaður víða um heim og dó árið 1908.

Meira um geislavirkni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

Höfundur

eðlisfræðinemi

Útgáfudagur

25.6.2004

Spyrjandi

Aron, f. 1988

Tilvísun

Hildur Guðmundsdóttir. „Hver var Henri Becquerel?“ Vísindavefurinn, 25. júní 2004, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4378.

Hildur Guðmundsdóttir. (2004, 25. júní). Hver var Henri Becquerel? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4378

Hildur Guðmundsdóttir. „Hver var Henri Becquerel?“ Vísindavefurinn. 25. jún. 2004. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4378>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver var Henri Becquerel?
Henri Becquerel (1852-1908) var franskur eðlisfræðingur sem uppgötvaði geislavirkni. Þessi uppgötvun er helsta framlag hans til eðlisfræðinnar og honum til heiðurs heitir SI-einingin fyrir geislavirkni becquerel (Bq). SI-einingakerfið (úr frönsku: Système International) er alþjóðlegt kerfi mælieininga og í dag er það helsta einingakerfið sem notað er innan eðlisfræðinnar og fleiri fræðigreina.

Becquerel fæddist árið 1852 inn í fjölskyldu vísindamanna í París. Afi hans stundaði rannsóknir í eðlis- og efnafræði og uppgötvaði meðal annars þrýstirafefni (e. piezoelectric materials). Faðir hans var virtur eðlisfræðingur á sviði tilraunaeðlisfræði. Hann gerði meðal annars rannsóknir á sjálflýsandi kristöllum sem áttu síðar eftir að tengjast uppgötvunum sonarins.

Henri Becquerel fékk menntun í bæði verk- og eðlisfræði. Hann vann við kennslu og sem verkfræðingur en stundaði jafnframt eigin rannsóknir. Í upphafi tengdust rannsóknir hans ljósfræði, þá sérstaklega skautun ljóss og ísogi kristalla. Einnig rannsakaði hann innrauða geislun og áhrif hennar á sjálflýsandi efni.

Árið 1896 var Becquerel orðinn virtur eðlisfræðingur í heimalandi sínu fyrir störf sín og rannsóknir og var hann ráðinn í ýmsar ábyrgðarstöður. Helsta afrekið átti þó eftir gerast þetta ár.

Sum efni hafa þann eiginleika að verða sjálflýsandi þegar þau verða fyrir geislun, svo sem útfjólublárri geislun eða rafeindageislun (á ensku kallast þetta phosphorescence). Sjálflýsingin getur enst í nokkurn tíma en á endanum dofnar hún og hverfur. Þetta var vel þekkt á þessum tíma og hafði faðir Becquerel einmitt rannsakað þessi efni.

Árið 1895 uppgötvaði Wilhelm Röntgen orkumikla tegund af geislun sem í dag kallast röntgengeislun. Til að búa til þessa geislun var rafeindageisla beint á skotmark sem varð þá bæði sjálflýsandi og gaf frá sér röntgengeislun. Það sem vakti áhuga Becquerels var að sýnilega ljósið og röntgengeislarnir komu frá sama deplinum á skotmarkinu. Hann vildi kanna hvort ósýnilega röntgengeislunin og sýnilega ljósið yrðu til á sama hátt og fór að rannsaka hvort röntgengeislun fylgdi öllum sjálflýsandi efnum.

Í mælingum sínum notaði hann kristalla sem innihéldu meðal annars úran, en þeir urðu sjálflýsandi við geislun frá útfjólubláu ljósi. Becquerel notaði útfjólubláu geislunina í sólarljósi og eftir að hafa látið kristallana liggja í sólinni urðu þeir ekki aðeins sjálflýsandi heldur mældist einnig frá þeim annars konar geislun með háa orku. Hún hélt áfram eftir að sjálflýsingin dofnaði og dró Becquerel þá ályktun að sólarljósið kallaði fram þessa áður ómældu geislun og að hún væri einfaldlega langlífari en sýnilega sjálflýsingin.

Þetta gat þó ekki alveg staðist því að geislun mældist einnig frá kristöllum sem ekkert sólarljós höfðu fengið. Það sem meira var þá var geislunin enn meiri þegar skoðað var hreint úran og alls engin geislun fékkst frá öðrum sjálflýsandi efnum. Becquerel varð ljóst að geislunin gat ekki verið tilkomin vegna utanaðkomandi áhrifa heldur væri hún einkennandi fyrir úranið. Það einfaldlega geislaði af sjálfu sér.

Eftir að Bequerel uppgötvaði geislavirkni var úran fyrst um sinn eina þekkta geislavirka efnið. Er fram liðu stundir fundu menn fleiri náttúrulega geislavirk efni og þar skipti hvað mestu máli framlag Pierre og Marie Curie. Árið 1903 deildi Henri Becquerel Nóbelsverðlaunum í eðlisfræði með þeim hjónunum.

Becquerel hélt áfram rannsóknum á geislavirkni eftir stóru uppgötvunina. Hann sýndi fram á að geislunin frá radíum inniheldur rafeindir og rannsakaði einnig umbreytingu geislavirkra kjarna. Hann var virtur og verðlaunaður víða um heim og dó árið 1908.

Meira um geislavirkni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

...