Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 244 svör fundust

category-iconFélagsvísindi

Skapa peningar hamingju?

Svarið við þessari spurningu er í stuttu máli: Já, en að takmörkuðu leyti í þróuðum löndum eins og Íslandi. Fræðimenn hafa sýnt fram á að fjölskyldulíf, vinátta og hjónabönd hafa mun meiri áhrif á hamingju fólks á Vesturlöndum heldur en tekjur og eignir. Engu að síður er sú trú útbreidd að peningar og efnislega...

category-iconHeimspeki

Hvað er gagnrýnin hugsun?

Samkvæmt íslenskri orðabók merkir lýsingarorðið „gagnrýninn“ annaðhvort „skarpur í gagnrýni sinni, athugull á allar hliðar máls“ eða „aðfinnslusamur“. Sú merking sem er mest viðeigandi í orðasambandinu „gagnrýnin hugsun“ er að vera „athugull á allar hliðar máls“. Ekkert bendir til að þegar hugsun einhvers er lýst...

category-iconHugvísindi

Hvernig er hægt að kenna lýðræði í skólum? Geta skólar verið lýðræðislegir?

Stutta svarið við fyrri spurningunni gæti verið: Skólar geta kennt lýðræði með því að vera lýðræðislegir. Í skólasamhengi er ýmist litið á lýðræði sem markmið – skólinn á að búa nemendur undir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi – eða sem einkenni á starfsháttum skólans – daglegt starf á að mótast af „lýðræðislegu s...

category-iconHeimspeki

Hvað hefur fræðimaðurinn Ólafur Páll Jónsson rannsakað?

Ólafur Páll Jónsson er prófessor í heimspeki á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa einkum verið á sviði menntunarheimspeki, heimspeki náttúrunnar, stjórnmálaheimspeki og frumspeki. Rannsóknarsvið Ólafs Páls var í upphafi frumspeki og heimspekileg rökfræði innan þeirrar hefðar heimspekinnar ...

category-iconHagfræði

Er hægt að færa niður skuldir almennings án þess að nokkur beri kostnaðinn?

Reglulega koma ýmsir fram sem telja sig hafa fundið leið til að færa niður skuldir almennings án þess að nokkur beri af því kostnað. Svo er ekki: á endanum þarf einhver að bera kostnað af slíkum afskriftum og það eru líklega að stærstum hluta íslenskir skattgreiðendur. Leið 0 Augljósasta leiðin til að færa ni...

category-iconHugvísindi

Hvað er lýðræði?

Orðið lýðræði getur annars vegar snúið að því hvernig grunnstofnunum er fyrir komið í samfélaginu og hvernig fólk velur valdhafa eða skiptir um þá. Einnig getur lýðræði snúist um það hvernig taka skuli ákvarðanir í hópi fólks. Í svarinu er einnig fjallað um svonefnt fulltrúalýðræði í samanburði við beint lýðræði. ...

category-iconHagfræði

Hversu miklar tekjur hefur ríkissjóður haft af veiðigjöldum síðan 2005 á verðlagi ársins 2015?

Athugasemd ritstjórnar Vísindavefsins Þetta svar tilheyrir staðreynda- og samfélagsvakt Vísindavefsins. Það sama gildir um þessi svör og önnur á Vísindavefnum. Þau eru skrifuð af nafngreindum höfundum sem bera ábyrgð á efni svarsins. Lesandi sem telur svari áfátt getur bent ritstjórn á það og er svar þá l...

category-iconLífvísindi: almennt

Er eitthvað um lífrænan landbúnað á Íslandi?

Lífrænn landbúnaður hefur verið stundaður lengi hér á landi. Í dag eru um 40 aðilar með staðfesta vottun á því að þeir séu með lífrænan landbúnað og er fjölbreytileiki afurða frá þessum framleiðendum og vinnslustöðvum mjög mikill. Stærstur hluti íslenskra bænda framleiðir sínar afurðir í sátt við umhverfi sitt...

category-iconVerkfræði og tækni

Hvað eru LCD- og plasmasjónvörp?

Þau sjónvörp sem algengust eru á markaðnum í dag eru svokölluð LCD- og plasmasjónvörp og hafa þau að miklu leyst af hólmi gömlu myndlampatækin. Munurinn á LCD- og plasmaskjám er fólginn í tækninni sem notuð er til að framkalla mynd á skjáinn. Báðir skjáirnir eru svokallaðir flatskjáir sem eru oft innan við 10 ...

category-iconHagfræði

Hvernig breytist húsnæðislánamarkaður ef við göngum í ESB? Mun verðtryggingin hverfa og gætu Íslendingar þá tekið lán í evrópskum bönkum?

Ekki er líklegt að margt mundi breytast á íslenskum húsnæðislánamarkaði með aðild að Evrópusambandinu. Töluverðar breytingar gætu hins vegar orðið við aðild að Efnahags- og myntbandalagi Evrópusambandsins og jafnvel í aðdraganda þess. Í flestum löndum á evrusvæðinu eru breytilegir vextir, bundnir til eins árs eða ...

category-iconHagfræði

Hvernig geta stórfyrirtæki komið sér undan því að borga skatta og er ekkert gert við þessu?

Alþjóðleg stórfyrirtæki sem starfa í mörgum löndum geta að vissu marki fært tekjur og hagnað milli landa. Sé þetta gert markvisst þannig að hagnaður sé talinn fram í löndum þar sem fjármagnstekjuskattur er lágur geta fyrirtækin lækkað skatthlutfall sitt talsvert. Slík skattahagræðing skekkir samkeppnisgrundvöll he...

category-iconHeimspeki

Geta skráðar siðareglur skapað traust?

Spurningar um traust koma reglulega upp þegar málefni samfélagsins eru rædd. Nýlega hafa til dæmis birst kannanir sem varpa ljósi á þverrandi traust til mikilvægra stofnana í samfélaginu, ásakanir um afglapahátt í viðskiptalífinu hafa dregið hugtakið fram og stjórnmálamenn hafa verið ásakaðir um að bregðast traust...

category-iconFélagsvísindi

Hver er munurinn á bandaríska Repúblikanaflokknum og Demókrataflokknum?

Í Bandaríkjunum er svokallað tveggja flokka kerfi ráðandi. Það þýðir þó ekki að einungis tveir stjórnmálaflokkar starfi í Bandaríkjunum. Fremur er það svo að stjórnmálakerfið, sem byggir á einmenningskjördæmum, býður upp á það að tveir stærstu flokkarnir verði nær allsráðandi. Þannig sitja langflestir þingmenn í f...

category-iconHagfræði

Er ekki hægt að hætta notkun seðla og myntar á Íslandi?

Upprunalega spurningin var þessi: Í ljósi allra þeirrar tækni sem er til staðar í dag væri þá ekki auðveldlega hægt að hætta notkun seðla og myntar á Íslandi? Ef notkun seðla og myntar væri hætt og í staðinn yrðu aðeins leyfð rafræn viðskipti sem færu um miðlæga grunna væri þá ekki hægt að koma í veg fyrir nánast ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver er saga bænda á Íslandi?

Saga bænda á Íslandi hefst þegar við landnám. Raunar hefst hún talsvert fyrr, því aðferðir og tækni sem bændur notuðu þegar frá upphafi komu frá Norðvestur-Evrópu og höfðu þróast þar síðan landbúnaður hófst á því svæði um 5000-4000 f.Kr., fyrir um sex til sjö þúsund árum. Líklegast er að kjarninn í landbúnaðar...

Fleiri niðurstöður