Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvers vegna eru nýfædd börn með fleiri bein en fullorðnir?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Þegar börn fæðast hafa þau 300 bein í líkamanum en fullorðnir hafa 206 bein. Hvernig stendur á þessu? Hvað verður um hin beinin? Það er nokkuð á reiki nákvæmlega hve mörg bein eru í líkama okkar við fæðingu og má sjá tölur allt frá 275 upp í 350 í mismunandi heimildum. Nokk...
Af hverju er fólk minna núna en í gamla daga?
Fólk er að meðaltali hærra í dag en það var fyrr á öldum en ekki minna, eins og spyrjandi telur. Það ræðst mikið til af því að í dag býr fólk almennt við mun betri aðstæður en áður fyrr, það fær betri næringu og heilsufar er betra. Raunar er meðalhæð stundum notuð sem mælikvarði á hversu góð lífsskilyrði þjóða eru...
Hvernig getur trukkurinn í Star Wars farið hraðar en ljósið?
Þegar við segjum eða skrifum eitthvað "upp úr okkur" þarf það ekki að hafa neitt með veruleikann að gera. Okkur er sem betur fer frjálst að láta okkur detta í hug hvað sem er, segja frá því og skrifa um það með penna eða myndavél og svo framvegis. Þegar ég sit hérna við skjáinn get ég til dæmis auðveldlega hugsað ...
Er hægt að hlaupa hraðar aftur á bak en áfram?
Við vitum ekki svarið við þessari spurningu en fjölmargir vísindamenn vinna að því að rannsaka þetta áhugaverða og mikilvæga efni. Háskóli Íslands hefur sem kunnugt er í hyggju að komast í röð fremstu háskóla í heiminum á næstu árum og það hefur verið ljóst frá upphafi að leiðin að því markmiði er fyrst og fremst ...
Hvers vegna er þyngdarafl á jörðinni en ekki á tunglinu?
Sérhver hlutur sem hefur massa verkar á aðra massa með þyngdarkrafti, sem er hins vegar mismikill eftir því hve mikill massi upphaflega hlutarins er og eftir því hversu langt við erum frá miðju hans. Þyngdarkraftur verkar því á tunglinu alveg eins og á jörðinni. Eini munurinn er sá að þyngdarkrafturinn á tiltekinn...
Eru einhverjar aðrar lífverur en menn sem éta evrópska broddgöltinn?
Ætt broddgalta (Erinaceidae) skiptist í tvær undirættir. Annars vegar eiginlega broddgelti (Erinaceidae) og hins vegar svokallaða rottugelti (Galericinae). Eins og nafnið ber með sér líkjast rottugeltir rottum og hafa ekki sams konar brodda á bakinu og hinir eiginlegu broddgeltir. Eiginlegir broddgeltir finnast...
Ég veit hvað ófreskja er, en hvað er þá freskja?
Orðið ófreskja merkir í nútímamáli ‛skrímsli, óvættur’ en hafði í fornu máli einnig merkinguna ‛skyggnigáfa’. Nafnorðið ófreski merkir ‛skyggni, skyggnigáfa‛ og lýsingarorðið ófreskur ‛skyggn, sá sem sér það sem öðrum er hulið’. Lýsingarorðið freskur merkir þá ‛óskyggn’. Ekki...
Vatn er glært en samt varpar það skugga, af hverju?
Áður en við svörum spurningunni þurfum við að átta okkur á því hvað skuggi er. Hugsum okkur að við stöndum í litlu herbergi fyrir framan ljósan vegg. Nálægt hinum enda herbergisins er lampi sem lýsir á okkur og vegginn. Þegar horft er á vegginn sjást útlínur líkama okkar. Fyrir innan útlínurnar er veggurinn dekkri...
Af hverju lifa fiskar í sjó en ekki á himninum?
Lífið á jörðinni hófst í hafinu en fyrir tæpum 400 milljónum ára hófst landnám hryggdýra. Áframhaldandi þróun varð og á endanum urðu til að mynda fuglar til. Eins og við vitum lifa fiskar í sjónum og öðrum vötnum en fuglarnir fljúga um himininn. Fiskar eru þannig ekki útbúnir fyrir líf á þurru landi. Þegar hryggdý...
Hvort er erfiðara að gera krossgátur á íslensku en ensku?
Tveir þættir virðast aðallega hafa áhrif á hversu erfitt er að búa til krossgátu á tilteknu máli, annars vegar hversu mörg orð eru fyrir hendi í málinu til að setja í gátuna og hins vegar hversu auðvelt er að giska á orð út frá nokkrum stöfum og raða þeim saman í gátu. Fyrri þátturinn er reyndar ekki jafn takmarka...
Af hverju er minna andrúmsloft í geimnum en á jörðinni?
Lofthjúpurinn er þunnt gaslag sem umlykur jörðina. Hann er að mestu úr nitri og súrefni en einnig úr öðrum gastegundum. Lofthjúpurinn myndaðist líklega á löngum tíma úr gosgufum frá eldfjöllum. Það sama á reyndar við um hafið, eins og lesa má um í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hvaðan kom hafið? ...
Er óhollt að borða fleiri en eitt egg á dag?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Af hverju er alltaf talað um að það sé einungis æskilegt að borða 1 egg á dag? Er það bara vegna kólesetrólmagns eggjarauðunnar? Sennilega veit það enginn fyrir víst hvað telst hollt að borða mörg egg á dag. Hins vegar er ljóst að á síðustu árum hefur þróast meðal okkar ein...
Nýttist Hubblessjónaukinn til annars en að taka myndir af geimnum?
Eins og fram kemur í svari eftir sama höfund við spurningunni Af hverju virkaði Hubblessjónaukinn ekki almennilega í byrjun? uppgötvaðist skekkja í spegli Hubble eftir að hann var prófaður í geimnum. Í ljós kom að safnspegillinn hafði verið slípaður á rangan hátt svo skeikaði 10 nanómetrum. Þetta olli svonefndri k...
Eru karlar líklegri til að beita líkamlegu ofbeldi en konur?
Einfalda svarið við þessari spurningu er já. Ef við tökum allt líkamlegt ofbeldi alls staðar í heiminum þá eru karlar mun líklegri til að vera gerendur en konur. En hér þarf marga fyrirvara. Ein af ástæðum þess að karlar eru líklegri til að beita líkamlegu ofbeldi er einfaldlega að víða eru þeir (en ekki konur) þj...
Hvers vegna fer reykur af eldi upp en ekki niður?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvers vegna fer reykur af eldi upp en ekki niður fyrst þyngdaraflið togar okkur niður? Eins og fram hefur komið í fleiri svörum um eld á Vísindavefnum þá er eldur í raun rafsegulbylgjur sem við nemum sem ljós og hita. Í eldinum leynast hins vegar bæði svonefnd hvarfefni og myn...