Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 211 svör fundust
Hvernig notar maður formalín til að hreinsa bein?
Í upphafi þessa svars er rétt að taka fram að formalín er ekki notað til að hreinsa bein. Formalín er notað til þess að varðveita líkamsvefi í sýnum og við líksmurningu eða sem lausn til sótthreinsunar. Ástæðan fyrir þessari notkun formalíns er sú að það hefur bakteríudrepandi áhrif. Því er hægt að varðveita líkam...
Hvað er kólesteról og hvað telst hæfilegt magn þess í blóði?
Kólesteról er fituefni sem er líkamanum nauðsynlegt. Við þurfum kólesteról í frumuhimnur og það gegnir til dæmis sérstaklega mikilvægu hlutverki fyrir taugafrumur. Líkaminn þarf kólesteról við framleiðslu ýmissa hormóna eins og til dæmis testósteróns og estrógens. Þrátt fyrir þetta hafa faraldsfræðilegar rannsókni...
Hver var Árni Friðriksson og hvert var hans framlag til vísindanna?
Árni Friðriksson er einn af merkustu frumkvöðlum í rannsóknum á lífríki hafsins hér við land. Árni var Vestfirðingur, fæddur þann 22. desember 1898. Hann gekk í barnaskóla í tvo vetur hjá séra Böðvari Bjarnasyni á Rafnseyri sem veitti honum nauðsynlegan undirbúning fyrir menntaskóla. Árið 1920 hóf hann nám í stærð...
Eru sítrónur eins mikið töfralyf og margir halda fram á veraldarvefnum?
Spurningin hljóðaði svona í heild sinni: Eru sítrónur og aðrir sítrusávextir eins mikið töfralyf og margir halda fram á veraldarvefnum? Til dæmis hér: 20 Reasons you should Drink Lemon Water in the Morning Sítrónur og aðrir sítrusávextir innihalda ýmis næringarefni, til dæmis A-, E- og C-vítamín, fólasín, j...
Hver er uppruni og bygging pólsku?
Pólska er slavneskt mál, nánar tiltekið vesturslavneskt mál. Slavnesk mál tilheyra indóevrópsku málaættinni og eru því skyld germönskum, rómönskum, keltneskum og mörgum fleiri málum. Þau greinast í austur-, vestur- og suðurslavnesk mál. Austurslavnesk eru: rússneska, úkraínska og hvítrússneska. Vesturslav...
Hver var Heródótos frá Halikarnassos?
Heródótos frá Halikarnassos var forngrískur sagnaritari, sem skrifaði um sögu Persastríðanna og hefur verið nefndur faðir sagnfræðinnar. Heródótos fæddist um 484 f.Kr. í Halikarnassos, sem var dórísk nýlenduborg í Litlu-Asíu. Hann ferðaðist víða, meðal annars til Samos og grískra nýlendna umhverfis Svartahaf, til ...
Hvernig framleiðir hrökkáll rafmagn?
Rafvirkni í frumum Afar algengt er að ekki séu jafnmargar jákvæðar- og neikvæðar rafhleðslur sitt hvorum megin við frumuhimnur í frumum lífvera. Þessi munur á hleðslum leiðir til þess að spennumunur er yfir frumuhimnurnar og er sú hlið frumuhimnunnar sem snýr inn í frumuna alltaf neikvæð miðað við ytra borð frum...
Af hverju er Norður-Írland ekki sjálfstætt?
Hér er einnig svarað spurningunni: Hvað veldur deilunni á Norður-Írlandi og hvað eru IRA og Sinn Fein? Í stuttu máli má segja að það hefur einfaldlega ekki verið krafa neinna meginaðila átakanna á Norður-Írlandi að Norður-Írland verði sjálfstætt ríki. Vissulega hafa slíkar raddir heyrst en hugmyndir í þessa veru ...
Hvað eru kirkjugrið og hafa þau eitthvað gildi á Íslandi nú á dögum?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Nákvæmlega hvað eru "kirkjugrið" og hafa þau eitthvað gildi á Íslandi nú á dögum? Á miðöldum var miðstjórnarvald veikt í öllum ríkjum Evrópu, löggæslu var heldur ekki fyrir að fara og ekki var búið að framselja ríkisvaldinu einu umboð til að beita líkamlegu valdi ei...
Er hægt að hraða niðurbroti í rotþróm og draga úr lykt?
Rotþró er einfalt hreinsivirki fyrir húsaskólp sem ætlað er fyrir einstök eða fá hús í dreifbýli þegar ekki er eiginleg fráveita. Í henni fer fram botnfelling og rotnun lífrænna efna við súrefnislausar aðstæður. Frárennsli rotþróa á ávallt að leiða í siturlögn þar sem frekara niðurbrot á uppleystum lífrænum efnum ...
Hvað er að gerast í Tíbet? Hvað er þetta „ástand“ sem allir eru að tala um?
Ekki eru allir á einu máli um hvað er að gerast í Tíbet og ekki fullljóst til hvaða „ástands“ verið er að vísa. Í meginatriðum hafa fimm hópar sett fram ólíkar skoðanir: 1. kínversk stjórnvöld og fulltrúar þeirra; 2. dalai lama og tíbetska útlagastjórnin; 3. mótmælendur í Tíbet og á nærliggjandi svæðum; 4. vestræn...
Hvað veldur vindgangi?
Vindgangur og ropi virðast vekja forvitni margra. Hér er einnig svarað öðrum spurningum sem borist hafa um þetta efni, en þær eru:Af hverju prumpar maður?Hvað veldur lyktinni sem fylgir vindgangi?Hvað er hægt að gera til að stoppa vindgang?Hversu oft á dag leysir manneskja vind?Hvaða leið fer prumpið?Af hverju rop...
Hver er lengsti tími sem stríð hefur tekið?
Áður en hægt er að ákvarða hvert sé lengsta stríð sem háð hefur verið verðum við að skilgreina hvað átt er við með hugtakinu stríð. Það má skilgreina stríð sem átök tveggja eða fleiri hópa um skemmri eða lengri tíma. Bein hernaðarleg átök geta hins vegar legið niðri um skamman tíma þótt stríðsaðilarnir hafi ekki g...
Hvað er Rauði herinn og hverjir börðust í honum?
Ýmsir byltingarherir hafa haft mikil áhrif á framvindu sögunnar. Slíkir herir einkennast meðal annars af því að þeir berjast með ákveðna hugmyndafræði að leiðarljósi. Sú hugmyndafræði getur verið þjóðfélagslega framsækin miðað við hugmyndir síns tíma, boðað hugmyndir um afnám einveldis (til dæmis guðlegs konungsva...
Hvenær kom fyrsta bókin um Tinna út og hafa allar Tinnabækurnar komið út á íslensku?
Tinni er söguhetja í belgískum teiknimyndasögum eftir teiknarann Hergé. Fyrsta sagan um Tinna kom út árið 1929 og fjölmargar fylgdu í kjölfarið. Flestar sögurnar hafa komið út á íslensku. Nokkrir íslenskir karlar bera nafnið Tinni en það virðist sótt til söguhetjunnar. Skapari Tinna var Belginn Georgés Remi (19...